Jesú-komplexar Steingríms J. og kjördæmahagsmunir

Fjármálaráðherra er maður með Jesú-komplexa. Þegar hann afgreiddi verstu lög lýðveldissögunnar, Icesave II, sagðist hann ætla sjá til þess að þjóðarbúið stæði undir manndrápsklyfjunum á ,,meðan lífsandinn höktir í nösum mér." Stjórnmálamaður sem talar á þennan veg sér ekki þjóðina lifa án sín.

Það sem heldur lífi í stjórnmálamanninum Steingrími J. eru atkvæðin sem hann nurlar saman í kjördæminu sínu. Þar hefur fjármálaráðherra sýnt sig einstaklega örlátan mann hvort heldur sé um að ræða uppgjör vegna unglingaheimilis, lánafyrirgreiðslu til Saga Capital og umhyggju fyrir Sparisjóði Þórshafnar.

Stjórnmálamaður sem aðeins er með annan fótinn í heimi raunveruleikans á auðvelt með að sannfæra sjálfan sig að kjördæmahagsmunir gangi fyrir þjóðarhagsmunum.

 


mbl.is Björgun Saga Capital mjög skrýtin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mesti hentustefnumaður íslenskra stjórnmála.

Prinsipplaus valdasjúklingur.

Ætti að dragast fyrir Landsdóm vegna Icesave II

Karl (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 08:36

2 identicon

Var björgun Sjóvá ekki líka mjög skrýtin? Skrýtnast er hvað fólk nennir að hlusta á þessa endalausu spuna þessa glæpahyskis.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 09:15

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þeir sem skrá hér inn comment eru álíka rökfastir og málefnalegir og pistilshöfundur...líkir sækja líkan heim 

Jón Ingi Cæsarsson, 3.3.2011 kl. 10:59

4 identicon

En hvað með tilburði Seðlabankans til að ausa hundruðum milljörðum í gjaldþrota banka (vina Davíðs) hér rétt fyrir hrun??

Hvað hefur sú þvæla Davíðs í Seðlabankanum kostað okkur skattgreiðendur Hr. Blöndal??

Nei, alveg rétt, Davíð er einn af "Hinum vamlausu" innan Sjálfstæðisflokksins sem er yfir alla gagnrýni hafinn.

Já, helv.. Steingrímur!! :)

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 11:00

5 identicon

Minnir mikið á Gaddhafi þegar hann segir;  "The people of Libya love me".  !!

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 11:01

6 identicon

Ef Geir Haarde verður sakfelldur fyrir afglöp í starfi fyrir það að gera ekkert, þá getur ekki annað verið en að næsta þing hjóli í þennan veruleika fyrta valdsjúkling.  Því ef að það jaðar ekki við landráð hvernig hann reyndi að þvinga icesave II í gegnum þing og ofan í kokið í þjóðina, þá held ég að glæpur Geirs sé smámunir.

Hákon (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 11:02

7 identicon

Ég er sammála ykkur sjöllum að Steingrímur á að vera löngu búinn að segja af sér eftir Icesave klúðrið. EN þið sjallar eruð alltaf að reyna að koma stærstu landráðum íslandssögunnar (einkavæðing bankanna og núll eftirlit með þeim) yfir á VG og S.

Mér finnst þetta ömurlegt að við skulum vera að eyða svona miklum tíma og orku í að rífast um þetta á meðan að allir þessir glæpamenn ganga lausir og hvernig væri að reyna ná einhverjum krónum út úr þessu liði?

Arnar Hreiðarsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 12:35

8 identicon



Hrafn ESB starfsmaður.
  Ætli Sjálfstæðisflokkurinn hafi líka neytt Samfylkingargreyin þegar þau settust í ríkisstjórn með honum, að setja fram kröfu um ótrúlegustu yfirlýsingu allra tíma yrði sett í stjórnarsáttmálann undir nafni krata? 

Þar er rætt um "alþjóðlega þjónustustarfsemi," þar á meðal fjármálaþjónustu sem segir orðrétt.:

"Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi."


Það var var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála hrunsstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu "útrásarfyrirtækja" svo þau færu ekki með sitt hafurtask til annarra landa.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband