Bankarnir bjarga sér, aðrir tapa

Bankarnir stjórnuðu atvinnulífinu á tímum útrásar enda hreiðruðu helstu útrásarauðmennirnir um sig í Landsbanka, Glitni og Kaupþingi. Eftir hrun breyttist margt en þó ekki yfirvald bankanna yfir atvinnulífinu. Skuggastjórnendur bankanna eru í dag leynieigendur þeirra. Ábyrgð verður ekki komið við þar sem ríkisvaldið leyfir að máð sé yfir nafn og númer eigendanna.

Ákvarðanir í bankakerfinu ráða miklu um þróun atvinnulífsins á næstu árum. Bankarnir hugsa fyrst og fremst um eigin hag og eigendanna. Ónýtum rekstri er haldið gangandi til að sverta ekki bækur bankanna með afskriftum. Bankarnir eiga ógrynni húsnæðis sem þeir leigja undir lágmarkskostnaði og það setur aðra á hausinn.

Alþingi þarf að grípa í taumana og setja lög sem banna leynd á eigendum banka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er einfalt mál, það þarf að banna bönkum að standa í öðrum atvinnurekstri en bankastarfsemi. Þetta var gert í Bandaríkjunum.

Bankarnir eru að eyðileggja margar starfsgreinar í dag, nefni t.d. bóksölu sem þeir ráða algerlega yfir í dag.

Eitt langar mig að vita; við vitum öll allt um afdrif bankastjóra gömlu bankanna, en hvað varð um þeirra nánustu undirmenn? Eru þeir kannski ennþá að stjórna bönkunum? Gaman væri ef einhver sniðugur blaðamaður settist niður og gerði lista yfir þetta lið.....

Arnar Hreiðarsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 12:21

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Skoða þarf öll "dótturfélög" bankanna. Hvað haldið þið að þau séu mörg!!!

Eggert Guðmundsson, 3.3.2011 kl. 12:57

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Allt uppi á borðum  - Engin leynd

Þetta voru aðalloforð þeirra Steingríms og Jóhönnu. 

Bankar eru alltof mikilvæg fyrirtæki í þjóðlífinu til að þar sé hægt að þola 

leynd um eigendur þeirra. 

Það hefur bara ekkert breyst á hinu nýja Íslandi ríkisstjórnarinnar.

Viggó Jörgensson, 3.3.2011 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband