Afhjúpandi orðaval Jóhönnu Sig.

Forsætisráðherra segir að alþingismenn frá stofnun lýðveldisins hafi ,,guggnað" á því að breyta stjórnarskrá Íslands. Í næstu setningu í viðtalinu útkýrir Jóhanna að það hafi verið skortur á ,,samstöðu" sem varð til þess að þingmenn ,,guggnuðu."

Skortur á ,,samstöðu" til að breyta stjórnarskrá lýðveldisins sýnir einfaldlega samstöðu um að breyta ekki stjórnarskránni. Það hefur ekki verið talin ástæða til að breyta stjórnarskránni, meira en raun ber vitni, vegna þess að hún hefur þjónað okkur vel.

Stjórnskipunin virkar, það sýnir dómur Hæstaréttar um stjórnlagaþingkosninguna og synjun forseta Íslands á Icesave-lögum.

Stjórnarskráin bera enga ábyrgð á hruninu og breytingar á henni ættu ekki að vera í umræðunni í samhengi við endurreisn eftir hrun.

Jóhanna Sig. úthrópar þá þingmenn gungur sem ekki vilja hlaupa eftir tiktúrum, geðvonsku og dómgreindarlausum ofstopa forsætisráðherra. Réttari lýsing á viðkomandi þingmönnum er að þeir starfi í þágu almannahags. Vonandi verður svo áfram.

 


mbl.is Alþingismenn hafa guggnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Páll. Í hverju málin af öðru þá véfengir Jóhanna úrskurðarvald Hæstaréttar og hvetur ráðherra og þingmenn áfram í lögleysunni, í hróplegu ósamræmi við þann stall sem hún setti sig á fyrir kosningar í hitteðfyrra.

Ívar Pálsson, 25.2.2011 kl. 17:43

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Oft hefur verið reynt að breyta stjórnarskránni. Það hefur ekki tekist einhverra hluta vegna. En þegar breyta á einhverju verður að gera það til betri vegar því að öðrum kosti er betur heima setið en af stað farið. Ég hef lesið stjórnarskrána og átta mig ekki á því hvað það er við hana að athuga sem útheimtir mörg þúsund dagsverk. Ég held að skynsamur maður gæti komist að sæmilegri niðurstöðu á þremur mínútum sléttum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 25.2.2011 kl. 18:47

3 identicon

Það sem hún vill breyta er að afsal á fullveldi þjóðarinnar verður ekki lengur ólöglegt. Allt fyrir ESB!

Geir (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 19:20

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er nauðsynlegt að jafna atkvæðisréttinn. Veit ekki um fleira sem þarf að laga.

Baldur Hermannsson, 25.2.2011 kl. 20:19

5 Smámynd: Skúli Víkingsson

Endemis kjaftæði hjá Jóhönnu blessaðri. Síðast þegar þingmenn "guggnuðu" var þegar þeir voru sammála um að breytingar á stjórnarskránni skyldu bornar undir þjóðaratkvæði en ekki vera háðar samþykki tveggja þinga með þingkosningum á milli. Það sem kom í veg fyrir að þessi breyting næði í gegn var að Samfylking (og etv. fleiri) vildu ekki samþykkja þetta sem samstaða gat verið um nema þeir kæmu einhverju öðru óskyldu með sem vitað var að var ekki samstaða um. Var það Samfylkingin sem guggnaði eða hinir?

Það mætti breyta ýmsu til betri vegar, en það eru miklu fleiri möguleikar á því að breytingarnar yrðu í hina áttina, sérstaklega þegar stjórnvöld eru af þeirri sortinni sem nú ráða í landinu. Búa á til nýja og miklu betri stjórnarskrá með því að brjóta þá sem fyrir er, hundsa Hæstaréttarúrskurð o.s.frv.

Skúli Víkingsson, 25.2.2011 kl. 21:34

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Geir hittir naglann á höfuðið. Liður 7 í verkafnalistanum sem er forsniðinn af Jóhönnu í lögum um stjórnlagaþing, er allt sem skiptir hana máli. Annað er algert aukaatriði og pótemkintjöld.

Vona að almenningur sé farinn að kveikja á þessu.  Það má vel vera að það þurfi að flikka upp á ýmislegt í stjórnarskránni, t.d. hvað varðar tengsl lögjafa og framkvæmdavalds, en á meðan við erum í þessari ESB ánauð, þá er ekki tímabært að kíkja á þetta. Frestum þessu í 4 ár. Ekkert liggur á, en Jóhönnu liggur á að afsala fullveldinu og um það snýst hysterían.

Ég vil svo láta setja varnagla í stjórnarskrá um að hagsmunaklúbbar á borð við glæpahringinn Viðskiptaráð fái ekki að semja lög og frumvörp, sem fara eins og smurð elding í gegnum þingið, enda eru margir meðlima sitjandi á þinginu sjálfir. Þetta er eitt af okkar verstu meinum og alger grunnur að hruninu, auk þess að vera ástæða þess að ekki er hægt að beita neinum lögum til að koma höndum á krimmana í eftirmálanum. 

Ef opinbera rannsókn þarf, þá er það á samskiptum lögjfans og Viðskiptaráðs. Jóhanna má að sjálfsögðu ekki heyra á það minst, enda á hún tilvist sína undir útrásarklíkunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2011 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband