ASÍ í þjónustu Samfylkingar

Samfylkingin er í herför gegn hagsmunum undirstöðuatvinnugreina landsins, sjávarútvegi og landbúnaði. Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem skipulega grefur undan landsbyggðinni. Með því að beita ASÍ fyrir vagn Samfylkingarinnar eru hagsmunir launafólks ekki settir í öndvegi heldur pólitík flokks sem er einangraður í helstu álitamálum samtímans.

Með því að ASÍ leggur lag sitt við öfgastefnu Samfylkingar er komin forsenda til að brjóta upp miðlæga samninga undir handleiðslu ASÍ.

Forsenda fyrir friði í samfélaginu er að Samfylkingunni verði kastað út úr stjórnarráðinu.


mbl.is Krefst þess að launafólki sé sýnd virðing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ASÍ vill að launafólki sé sýnd virðing, ekki skætingur

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ er harðorður í garð SA og LÍÚ í nýju fréttabréfi ASÍ. Þar segir hann m.a.: "ASÍ hafnar því alfarið að LÍÚ segi til um það hvenær almennt verkafólk, aðstoðarfólk á umönnunarstofnunum, iðnaðarmenn, verslunar- og skrifstofufólk, fólk í hátækniiðnaði, bifvélavirkjar eða annað launafólk semji um sínar launahækkanir."

Grein Gylfa Arbjörnssonar má lesa í heild sinni hér að neðan.

SA fast í neti sérhagsmuna

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa sett það sem skilyrði fyrir viðræðum um kaup og kjör launafólks í landinu að ríkisstjórnin tryggi ekki einungis aðkomu útgerðarmanna að mótun fiskveiðistjórnunarkerfisins, heldur að hún komist að tiltekinni niðurstöðu um kerfið sem er LÍÚ þóknanleg. SA setur þannig tugþúsundir launamanna, sem eru með lausa kjarasamninga, til hliðar vegna ótta útvegsmannaaðalsins um eigin hag. Með þessu hefur LÍÚ í reynd tekið kjaraviðræður í landinu í gíslingu sérhagsmuna sinna.

Er þetta Ísland hið nýja? Er þetta það Ísland sem við viljum? Forystumenn SA hafa talað fjálglega um það í fjölmiðlum að þeir vilji byggja upp atvinnulífið á Íslandi, svo lengi sem það er gert á þeirra eigin forsendum. Hvað með forsendur fólksins í landinu? ASÍ hafnar því alfarið að LÍÚ segi til um það hvenær almennt verkafólk, aðstoðarfólk á umönnunarstofnunum, iðnaðarmenn, verslunar- og skrifstofufólk, fólk í hátækniiðnaði, bifvélavirkjar eða annað launafólk semji um sínar launahækkanir. Sameiginleg niðurstaða í kjarasamningum verður ekki til með þvingunum af hálfu atvinnurekenda. ASÍ vill kjarviðræður án þvinganna. ASÍ vill að launafólki sé sýnd virðing en ekki skætingur.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ



Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 12:07

2 identicon

Hrafn er ekki skynsamari en aðrir í Samfylkingu.

Sjávarútvegur þarf að vita að hann geti greitt laun áður en samið er um slíkt.

Það er virðing við launafólk.

Hvað þætti launafólki um að hafa á borðinu samning sem ekki væri pappírsins virði því engin geta eða innistæða væri til staðar til að greiða eftir samningnum?

jonasgeir (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 12:16

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

ASÍ hvatti Jóhönnu og styrkti til þess að sækja um ESB inngöngu. Það einn mun ég aldrei gleyma.

Valdimar Samúelsson, 31.1.2011 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband