Fjölskyldur spilltra þingmanna

Brúnin myndi lyftast á einhverjum hér á landi ef það tíðkaðist að alþingismenn réðu í opinber störf maka, systkini eða foreldra. Í Evrópusambandinu, sem Samfylkingin segir að sé eftirsóknarvert fyrir okkur sökum heiðarleika og gagnsærra stjórnarhátta, er fjölskyldumeðlimir þingmanna á Evrópuþinginu á opinberum spena.

EUobserver fjallar um spilltu frændhyglina í Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt. Hér er búið að mergsjúga allt og Samfylkingin - umfram aðra - í heiftarlegu fráhvarfi. Bendi hér með EU þráhyggjusjúklingum á OA samtökin.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 14:22

2 identicon

Er þetta ekki bara ástæðan fyrir áhuga samfylkingar í að ganga inn í hallirnar í Brussel.

Þá verður fyrst verður ekki sama hvort þú heiti samfylkingar Páll eða ekki samspillingar Páll.....

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 14:42

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega það sem ég hef verið að reyna að segja.  Maður sem ég þekki í Lúxemburg, þar eru ESB menn sem búa í rosavillum, með einkabílstjóra, börnin í einkaskólum, og vantar ekkert nema sér akgrein fyrir þá á flottu bílunum, Var slíkt ekki til í Sovét?)  Einnig hafa sagt mér þýskir vinir að það sé einmitt málið með Brussel, þeir velja úr fólk sem stendur upp úr í umræðu eða ráðamenn og virkja þá með gylliboðum til að gylla ESB fyrir pöplinum, þeir eru ekki neinn 112 þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera.  Það er meira að segja til plagg þar sem þeir hafa reiknað út ferkílómetra allra landa Evrópu, líka Íslands og þar er framtíðar markmiðið að flytja fólk milli svæða.  af þéttbýlustu svæðunum til þeirra sem hafa færri íbúa per ferkólómetra. Þar stöndum við illa, vegna þess að við erum með 2komma eitthvað íbúa meðan þéttbýlustu svæðin hafa miklu fleiri.  Og gettu hverja þeir myndu flytja til Íslanda.  Rómarfólkið er allstaðar til trafala að þeirra mati, frakkar eru að flytja þá nauðarflutningum út fyrir sitt svæði svo er líka um Ítalíu, hér á landamærum Austurríkis búa þeir við erfiðustu aðstæður m.a. í Ungverjalandi, það væri því voða notalegt að flytja svona um það bil 300.000 þeirra á litla eyju í miðju ballarhafi til að losa yfirpopliseraða Evrópu við þá. 

Svo eru auðvitað auðlindirnar.  Ég er alveg sannfærð um að þeir eru líka búnir að skipuleggja auðlindir okkar til að þjóna fleirum eða eins og kom fram í bréfi frá sjávarútvegsstjóra ESB að það er ekki hægt að líta fram hjá því að 300.000 þúsund einstaklingar sitja á stórum hluta gjöfula fiskimiða, meðan ESB sjómenn eru sveltir um aflaheimildir.  Þetta er á dyramottunni hjá okkur en við sjáum það ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2011 kl. 17:03

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir með Ásthildi; óbyggt land er auðlind sem íslendingar sjálfir kunna varla að meta en er gulls ígildi fyrir landþrengt ESB. Hvað þá ef það má nýta undir óæskilega ESB borgara - líkt og Ástralíu forðum.

Því miður eru allt of fáir sem gera sér grein fyrir þessu og þ.m.t. þeir landverndarsinnar sem vilja friða heilu landssvæðin fyrir umgengni af ýmsu tagi. Hætt er við að sú friðunarviðleitni verði að engu höfð þegar valdboðið kemur að utan.

Ég tel okkar ónýtta landrými sem hluta þeirra mikilvægu hagsmuna sem gera aðild Íslands að ESB frágangsmál.

Kolbrún Hilmars, 22.1.2011 kl. 18:22

5 identicon

Áhugavert hversu Evrópufíklarnir eru alltaf orðlausir þegar spillingarhlið Evrópusambandsins er á dagskrá. 

Eins og það er nú áhugaverð umræða.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.1.2011 kl. 22:10

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sælt veri fólkið!  Hef oft leitt hugann að öllu því sem hér kemur fram,um leið og ég spyr;hvenær látum við til skarar skríða, Hvernig? Hjá mér krauma undir sárar kenndir. Það þarf ekki hámenntaðan sálfræðing,til að greina hatursfullt,sadistiskt eðli Lúðanna sem girða sig "sprengjubelti" tilbúna að nota það.  Það velkist enginn í vafa að þetta er líkingamál. KV.

Helga Kristjánsdóttir, 23.1.2011 kl. 03:03

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við verðum að vona að upplýsingarnar og rökin sem andstæðingarnir koma með opni augu þeirra sem vilja hlusta og meta.  Þeir sem hafa gefið sig ESB á hönd hvorki taka rökun né hlusta, þeim er ekki við bjargandi, enda sjást enginn rök eða fagleg umfjöllun þar heldur mest upphrópanir og skammir út í fólk sem er þeim ekki sammála.  Aumt lið að mínu mati.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.1.2011 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband