194 sálir og aðalatvinnuvegur þjóðarinnar

Önfirðingum núlifandi, brottfluttum, liðnum og ófæddum er lítill greiði gerður með upphrópunum á alþingi um að fiskveiðistjórnunarkerfi sem er aldarfjórðungsgamalt sé ástæða fyrir stöðu byggðarinnar í dag. Margþátta ferli á liðnum áratugum hefur breytt stöðu Flateyrar.

Gefum okkur, orðræðunnar vegna, að fiskveiðistjórnunin sé ábyrg fyrir stöðu Flateyrar í dag. Samkvæmt frétt RÚV eru íbúar Flateyrar 194.

Hvaða þingmanni dettur í hug að umbylta undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar vegna byggðarlags sem telur 194 sálir?


mbl.is Vandamál Flateyrar kvótanum að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er auðvitað ljóst að kvótakerfið eitt og sér er ekki eina orsök byggðaþróunar hér á landi. Ferlið er flókið og skýringar margar. Í öllum iðnvæddum löndum hefur starfandi fólki í frumvinnslugreinum fækkað mikið. Á sama tíma hefur framleiðni í greinunum vaxið hröðum skrefum. Útflutningur á sjávarafurðum er afar mikilvægur þáttur í útflutningi íslenskra fyrirtækja. Þetta á einkum við á útflutning á vörum. En íslensk fyrirtæki flytja einnig út þjónustu(ferðaþjónustu), hugverk, tækniþekkingu, fjármálaþjónusttu, og svo framvegis. Margir forystumenn í sjávarútvegi hafa haldið því fram að vægi greinarinnar í útflutningstekjum sé óþægilega mikið. Vegna mikilvægi hennar(m.a.) verður greinin umdeild. Sveiflur í aflabrögðum og verði afurða geta verið miklar og það hefur áhrif á allt þjóðarbúið. Lengst af hefur arðinum af sjávarútvegi verið stýrt með gengisskráningu. rekstrargrundvöllur var tryggður með gengisfellingu ef svo bar undir. Sem sagt sjávarútvegurinn er afar tæknivæddur og framleiðni á mann með því mesta sem þekkist. Vandi Flateyinga sýnir veikleika kvótakerfisins í hnotskúrn. Kvóti er framseljanlegur og bundinn skipum. Hann er ekki bundinn byggðarlögum , fiskverkun, húsnæði fiskverkfólks eða annarra sem hafa augljósra hagsmuna að gæta. Til fróðleiks er hér hlutfallsleg skipting vinnumarkaðar eins og hún var 2008 skv. upplýsingum Hagstofunnar(heild, kk. kvk):

Hlutfallsleg skipting

Landbúnaður og fiskveiðar 4,8 7,0 2,3

Landbúnaður 2,5 3,0 1,8

Fiskveiðar 2,4 4,0 0,4

Iðngreinar 22,2 33,3 9,0

Fiskiðnaður 1,7 2,1 1,3

Annar iðnaður 9,7 12,9 5,9

Veitustarfsemi 1,0 1,4 0,4

Mannvirkjagerð 9,8 16,9 1,3

Þjónustugreinar 73,0 59,7 88,8

Verslun og viðgerðaþjónusta 12,9 13,6 12,2

Hótel- og veitingahúsarekstur 3,6 2,9 4,3

Samgöngur og flutningar 6,4 8,0 4,5

Fjármálaþjónusta 5,1 3,9 6,4

Fasteigna- og viðskiptaþjónusta 9,1 10,9 7,1

Opinber stjórnsýsla 5,4 4,9 6,0

Fræðslustarfsemi 8,2 4,9 12,0

Heilbrigðis- og félagsþjónusta 15,2 4,3 28,2

Önnur þjónusta og ótilgreind 7,1 6,4 8,0

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband