23 milljónir án vinnu í ESB

Samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu eru 23 milljónir íbúa ríkjanna 27 atvinnulausir, sem gerir 9,6 prósent atvinnuleysi í samanburði við 7,4 prósent á Íslandi. Í evru-ríkjunum 16 var atvinnuleysið hærra eða 10,1 prósent. Nágrannar okkar á Írlandi sem glíma við bankakreppu líkt og við og hafa evruna sér til halds og trausts búa við 13,9 prósent atvinnuleysi.

Krónan féll hjá okkur við hrunið og því gátum við bætt samkeppnisstöðu okkar, drógum úr innflutningi og jukum útflutning. Írar eiga ekki krónu og verða að sætta sig við atvinnuleysi.

Hér er samantekt á stöðunni í ESB.


mbl.is 15,4% ungs fólks án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér í ESB og Evru ríkinu Spáni þar sem ég bý nú er almennt atvinnuleysi um 20%. Atvinnuleysi ungs fólks er rétt innan við 40%.

Ég er hræddur um að það væri allt vitlaust á Íslandi ef ástandið í atvinnumálum væri langvarandi svona hrikalegt þar, eins og það er hér.

ESB og Evran eru akkúrat ekkert að hjálpa til hér, ja einmitt nema síður sé.

Raunar er dulið atvinnuleysi enn meir hérna því að atvinnuþátttaka fólks hér er miklu mun minni en á Íslandi af ýmsum ástæðum og fólki er hent hér útaf atvinnuleysisskrá eftir eins árs samfellt atvinnuleysi.

Hér er nú víða sjáanleg eymd og fátækt meðal almennings og betl á götum úti og glæpir hafa aukist stórkostlega síðan kreppan skall á.

ESB aðild eða Evra er enginn trygging eða ekkert öryggisnet það er ein af stóru lygum ESB trúboðsins á Íslandi !

Á Íslandi getur fólk fengið að vera atvinnulaust í allt að 4 ár samfleytt og með miklu hærri bætur en hér tíðkast.

Sem mér finnst nú reyndar full mikið í lagt og þarna væri einhver millileið betri og skilvirkari.

Gunnlaugur Ingvarssson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 17:28

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Því má bæta við að að meðaltali eru 21% ungs fólks á aldrinum 16-24 án atvinnu í ríkjum Evrópusambandsins samkvæmt tölum hagstofu sambandsins:

http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&init=1&language=en&pcode=teilm021&plugin=1

Hjörtur J. Guðmundsson, 19.1.2011 kl. 19:40

3 identicon

Í Bandaríkjunum eru 14,5 milljón atvinnulausir. Miðað við að Bandaríkjamenn eru 300 milljónir en ESB 500 milljón er þetta nokkurn veginn sama hlutfallið. Atvinnuleysi í BNA er 9,4% og í ESB 9,6%.

Svo hvert er pointið hjá þér. Atvinnuleysi er mikið í heiminum eins og er en þetta er heimskuleg statistík hjá þér. 

http://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_the_United_States

http://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_the_European_Union

Egill A. (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 19:51

4 identicon

Ríki ESB eru sjálfstæð og því villandi að taka meðaltal, þó ég gruni að það sé af ásetningi þar sem ætlunin virðist vera að sverta ESB í stað þess að halda málefnalega umræðu.

Björn (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 20:00

5 identicon

Hér er hægt að skoða tölur frá einstökum löndum. Þess ber að geta að samanburður á löndum er flókinn vegna ólíkra aðferða við að meta atvinnuleysi. Það er fróðlegt að bera saman Þýskaland og BNA.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 21:13

6 identicon

 

Euro area unemployment rate at 10.1%

EU27 at 9.6%

The euro area1 (EA16) seasonally-adjusted2 unemployment rate3 was 10.1% in November 2010, unchanged compared with October4. It was 9.9% in November 2009. The EU271 unemployment rate was 9.6% in November 2010, unchanged compared with October4. It was 9.4% in November 2009.

Eurostat estimates that 23.248 million men and women in the EU27, of whom 15.924 million were in the euro area, were unemployed in November 2010. Compared with October, the number of persons unemployed decreased by 35 000 in the EU27 and by 39 000 in the euro area. Compared with November 2009, unemployment rose by 606 000 in the EU27 and by 347 000 in the euro area. These figures are published by

Eurostat, the statistical office of the European Union.

Among the Member States, the lowest unemployment rates were recorded in the Netherlands (4.4%), Luxembourg (4.8%) and Austria (5.1%), and the highest in Spain (20.6%), Lithuania (18.3% in the third quarter of 2010) and Latvia (18.2% in the third quarter of 2010). Compared with a year ago, the unemployment rate fell in six Member States, remained stable in three and increased in eighteen. The largest falls were observed in

Finland (8.8% to 7.9%), Sweden (8.7% to 7.8%), Germany (7.5% to 6.7%) and Malta (7.1% to 6.3%). The highest increases were registered in Lithuania (14.3% to 18.3% between the third quarters of 2009 and 2010), Greece (9.7% to 12.9% between the third quarters of 2009 and 2010) and Bulgaria (8.3% to 10.2%).

Between November 2009 and November 2010, the unemployment rate for males rose from 9.8% to 9.9% in the euro area and remained stable at 9.6% in the EU27. The female unemployment rate increased from 9.9% to 10.2% in the euro area and from 9.2% to 9.6% in the EU27. In November 2010, the youth unemployment rate (under-25s) was 20.7% in the

euro area and 21.0% in the EU27. In November 2009 it was 20.1% and 20.5% respectively. The lowest rates were observed in the Netherlands (8.4%), Germany (8.6%) and Austria (10.3%), and the highest in Spain (43.6%), Slovakia (36.6%) and Lithuania (35.2% in the third quarter of 2010).

In November 2010, the unemployment rate was 9.8% in the USA and 5.1% in Japan.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 21:19

7 identicon

Það er þetta með slagorð Samfylkingarinnar, "Svo skal böl bæta... "

Er verið að reyna að troða þjóðinni inn í Bandaríkin með allskonar sóða og lygapólitík?

Snillingar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 21:29

8 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Aðild Íslands að ESB getur ekki aukið atvinnuleysi á Íslandi þar sem við erum þegar aðilar að öllum þeim megin þáttum sem gætu haft áhrif til aukningar atvinnuleysis með EES, þ.e. frjálsu flæði vinnuafls og fjórfrelsinu. Sama á við allar reglur um orkumál og orkudreifingu - þær eru nú þegar í gildi hér.

Með aðild að ESB má hinsvegar færa rök fyrir því að fullvinnsla sjávarafla myndi í auknum mæli flytjast aftur til landsins - ENda óttast bæirnir Hull og Grimsby aðild Íslands að ESB af þeirri ástæðu. - Þ.e. að 10.000 störf sem fullvinnsla á íslenskum fiski skapar þar, vegna tolla sem lagðir eru á fullunnin fisk sem kemur héðan og ef sama vinnsla væri hér, flytjist aftur til Íslands - að frystihús verði aftur undirstaða atvinnu og byggðar um allt Ísland.

Vegna EES eru engin rök eða forsendur fyrir að atvinnuleysi myndi aukast á Íslandi með aðild að ESB. - Enda notaði Palli þau rök upp til agna á móti EES-samningnum á sínum tíma. Nú erum við aðilar að honum síðan 1994 og ekkert af því sem fylgdi honum gerist aftur með ESB — það er þegar orðið.

Helgi Jóhann Hauksson, 19.1.2011 kl. 21:32

9 identicon

Helgi virðist vera ekta Samfylkingarpési,en hann má eiga eitt að hann er góður ljósmyndari.

Númi (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 22:37

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Með aðild að ESB má hinsvegar færa rök fyrir því að fullvinnsla sjávarafla myndi í auknum mæli flytjast aftur til landsins"

Sá tollalausi "kvóti" sem Ísland hefur til fullvinnslu á ESB markað er ekki nýttur og varla breytist það við aðild, það hlýtur að liggja aðrar ástæður fyrir því að fullvinnsla er svo lítil sem raun ber vitni.  

Eggert Sigurbergsson, 19.1.2011 kl. 22:40

11 identicon

Ég velti því fyrir mér hvernig tölurnar eru bornar saman á milli ríkja, er verið að tala um atvinnuleysi allt árið pr.einstakling?? atvinnuleysi á spáni td. hlýtur að vera mjög árstíðarbundinn (ferðamannaiðnaðurinn)

Georg Georgsson(gosi) (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 23:02

12 identicon

Það er kannski mikið atvinnuleysi í evrópu en þetta eru þó harla rök á móti evrópuaðild, enda er þetta ekkert nema skynvilla.

Mismunurinn á milli landa í evrópu er gífurlegur. Enda er evran alveg skrifuð eftir því, og væri nær að benda á þann hluta ef maður vill vera á móti aðild.

Ef við berum okkur saman við þau lönd sem okkur ber, þ.e.a.s þau lönd með svipaða menntun og þróaðs-atvinnustig, þá erum við einungis í meðaltali, þó betri meginn.

Svo er það annar þáttur, og það er smæð okkar. Þar sem við erum svo fámenn, þá tekur það ekki mikið af framkvæmdum til að sporna á móti atvinnuleysi - þó myndi ég seint státa mér af atvinnuleysinu í dag, þar sem óvissan er enn mikil.

Atvinnuleysi ræðst eftir hverju landi fyrir sig. Það er enginn jafna sem segir evrópa=atvinnuleysi, enda eru þar lönd sem haga uppi minna atvinnuleysi en við. 

Við losnum ekkert við að hugsa eða við ábyrgð á efnahagsslífinu við inngöngu í ESB. 

Persónulega er mér þó alveg sama hvort að við förum í ESB eða ekki... Ég þoli bara ekki þegar lesið er vitlaust úr tölum eða kominn upp einhver trúarbrögð vegna þeirra.

T.d þegar stjórnmála-menn eru að vitna í línurit sem þeir ýkja eftir sínu eigin höfði sér til málsbóta. Þetta er mjög vel þekkt skynvilla líkindareiknings-fræðarinnar að taka bara hluta af upplýsingunum, eða ýkja mismuninn á milli prósenta á súlunum með því að hafa aðra áberandi hærri en hina.

athugasemd (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 07:11

13 identicon

Meira reglugerðarfargan hefur áhrif á atvinnuleysi, ekki bara fjórfrelsið svokallaða.  Helgi ljósmyndari slettir síðan fram þeirri fullyrðingu að fiskvinnsla yrði meiri við inngöngu.  Rök hans eru býsna einföld skýra varla núverandi ástand kringum landið.  

Hvað með gulldeppluna og hvalveiðar.  Hvort er betra að hafa íslenskan sjávarútvegsráðherra eða pólskan umhverfisráðherra yfirmann sjávarútvegsmála?

Björn (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband