Spurning ESB, svar Jóns og blekking Össurar

Samkvæmt yfirlýstum og útgefnum reglum Evrópusambandsins verða umsóknarríki að aðlaga sig lögum og regluverki sambandsins á meðan samningaferli stendur yfir. Í því felst að umsóknarríki innleiðir um 90 þúsund blaðsíður af laga- og regluverki ESB og það gerist samhliða viðræðum um aðild. Þetta stendur svart á hvítu í útgáfu Evrópusambandsins.

Spurningin sem Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fékk frá Brussel er svohljóðandi

Hvernig og hvenær ætlar Ísland að aðlaga sinn lagaramma hvað varðar lögbært stjórnvald, forsendur faggildingar, stofnun greiðslustofu, tilnefningu vottunaraðila?

Svar landbúnaðarráðuneytisins var í stuttu máli að ráðuneytið ætli ekki að breyta íslenskum stofnunum að kröfu Evrópusambandsins með tilheyrandi kostnaði og íþyngjandi ráðstöfunum á meðan ekki liggur fyrir að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.

Svar ráðherra er í fullkomnu samræmi við ályktun alþingis frá 16. júlí 2009, þar sem umsókn var samþykkt en engin aðlögun.

Össur Skarphéðinsson lætur að því liggja að alþingi hafi samþykkt aðlögun en til vara hefur utanríkisráðherra í frammi það sjónarmið að Evrópusambandið geri ekki kröfu um aðlögun að meðan viðræður standa yfir.

Össur neitar líka tilvist löndunarbanns Evrópusambandsins á íslensk fiskiskip sem veiða makríl. Össur trúir á jólasveininn...


mbl.is Ráðherra hlíti fyrirmælum Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband