Amerísk meðvirkni - velheppnuð íslensk blekking

Um það bil sem efnahagskerfið á Íslandi stóð frammi fyrir hruninu var send stöðugreining frá bandaríska sendiráðinu í Reykjavík. Greiningin á ástandi mála er í stíl Pollýönnu, skrifar dálkahöfundurinn Jeremy Warner í Telegraph og hæðist að trúgjörnum Ameríkönum, einkum Karólínu sendiherra. Jónmundur byggir á skjali frá Wikileaks og virðist eiga innistæðu fyrir háðinu - þangað til maður athugar dagsetningu skjalsins.

Karólína sendiherra skrifaði stöðugreininguna í apríl 2006 þegar ,,smákreppan" reið yfir með hækkun á lántökukostnaði íslensku bankanna, lækkun krónunnar og erlendri gagnrýni á blóðskömm frónsku auðmannanna sem lágu með hvers annars gemlingum en þóttust óskyldir. 

Samstillt átak banka og ríkisvalds til að breyta umræðunni, lofa bót og betrun og fegra bókhaldið leiddi til þess að hægt var að halda útrásinni á lífi næstu tvö árin. Stöðugreiningin frá vorinu 2006 er í samræmi við veruleikann eins og hann blasti við. Tilvitnun í Moodys sem veitir Íslandi góða umsögn og önnur í Wall Street Journal um að enn sé of snemmt að segja fyrir um lendinguna á Íslandi endurspegla eðlilegt mat. Það þurfti óvenjuríkt ímyndunarafl til að sjá fyrir víðtæka og botnlausa glæpahneigð íslensku auðmannanna.

Karólína sendiherra á inni afsökun hjá Jónmundi dálka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband