Orkubraskarar á flótta

Árni Sigfússon stýrði Reykjanesbæ í gjaldþrot. Bæjarstjórinn er lykilmaður í braskinu með HS-Orku, sem fyrst Jóni Ásgeiri og Hannesi Smára í Geysi Green og samþykkti síðar svikamyllu Árna Magnússonar í Íslandsbanka að færa HS-Orku úr þrotabúi Geysi Green yfir til Magma.

Reykjanesbær er gjaldþrota og ríkið mun fyrr heldur en seinna senda þangað skilanefnd. Árni bæjarstjóri ætti að sýna heiðarlega uppgjöf á braski með því að rifta samningum við Geysi Green/Magma um sölu á HS-Orku sem færi í ríkiseigu auk auðlindanna sjálfra.

Árni ætti að íhuga annan starfsvettvang í framhaldinu.


mbl.is Bjóði ríkinu auðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Salan á nýtingarréttinum hefur farið fram og því ekki Árna að rifta, enda ekki ástæða fyrir Reykjanesbæ að auka við skuldirnar með að fá á sig skaðabótakröfu.

Steingrímur Joð hefur hingað til ekki þurft hjálp við að auka skuldir þjóðarinnar. HS-Orka er bara dropi í hafið þegar tekið er tillit til annarra "björgunaraðgerða" SJS á fjármálakerfinu sbr. Sjóvá, VBS, Saga, Byr, SpKef o.fl. o.fl.

Hve djúpur er þjóðarvasinn, Páll?

Ragnhildur Kolka, 19.1.2011 kl. 10:00

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Alrangt hjá þér Ragnhildur - Reykjanesbær á þarna eign sem verið er að bjóða ríkinu - það skiptir orkukaupandann engu máli hvort seljandinn heitir ríki eða sveitarfélag - -þannig að Árni þarf ekki að rifta neinu - engar miskabætur.

Ég tek hinsvegar undir með þér varðandi Helstjórnina-

Páll - þú veist mætavel hverjir keyrðu Suðurnesjamenn í skuldirnar - þeir áttu þar ekki hlut að máli að öðru leiti en því að Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta í Reykjanesbæ þannig að Helstjórnin ákvað að forgangsraða á aftökulistanum og snúa sér að því sveitarfélagi.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.1.2011 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband