Ráðherraglæpir í Danmörku og Íslandi

Íslenskir ráðherrar sem hefja aðlögun að lögum og regluverki Evrópusambandsins án þess að hafa til þess umboð frá alþingi eiga að svara fyrir landsdómi. Ríkir almannahagsmunir eru í veði og ótvírætt er að umboðið sem alþingi veitti 16. júlí 2009 var til að sækja um aðild en ekki til að aðlaga íslenskt stjórnkerfi kröfum Evrópusambandsins.

Í Danmörku er umboð sem almenningur veitir stjórnvöldum tekið alvarlega. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra lét undir höfuð leggjast að fara með Lissabon-sáttmálann í þjóðaratkvæði. Hæstiréttur Danmerkur hefur úrskurðað að Lars Lökke eigi að svara fyrir dómi hvers vegna hann leyfði ekki þjóðinni að taka afstöðu til sáttmálans.

Lissabon-sáttmálinn var endurskoðun á grunnregluverki Evrópusambandsins sem Danir höfðu þegar samþykkt að eiga aðild að í þjóðaratkvæðagreiðslu. Glæpur íslensku ráðherranna er sýnu meiri þar sem þjóðin hefur hvorki samþykkt að senda umsókn um aðild og enn síður að hefja aðlögun að Evrópusambandinu.


mbl.is Fá að lögsækja Lars Løkke
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála réttsýnni upphafssetningu þinni, Páll, og öllu hinu líka!

Jón Valur Jensson, 12.1.2011 kl. 00:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    ´Tími hinnar heilögu Jóhönnu er endaslepptur að ég segi ekki meir.

Helga Kristjánsdóttir, 12.1.2011 kl. 01:57

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þessi frétt gleymir að minnast á þá staðreynd (viljandi) að þarna er um að ræða Evrópuandstæðinga í Danmörku sem fóru í þetta dómsmál.

Jón Frímann Jónsson, 12.1.2011 kl. 03:02

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Jón. Allir sem vilja að stjórnarskrár séu vitrar, eru auðvitað andstæðingar ESB. Það segir sig sjálft. ESB er Roundup fyrir fullveldi og stjórnarskár ríkja og fyrir líf þjóðríkja. 

Það er hins vegar mjög erfitt fyrir Dani að vera "Evrópuandstæðingar". Danmörk er í Evrópu og hefur alltaf verið það. Evrópusambandið er ekki það sama og Evrópa. ESB hefur ekki alltaf verið til í Evrópu. Vonandi mun þetta stundarfyrirbæri leggjast af í þessari ömurlegu mynd sem það er orðið að og getur aldrei orðið neitt annað en misfóstur.  

Ég bendi lesendum hér með á síðu lögsækjenda í málinu: www.lissabonsagen.dk

Þeir sem höfða málinu á hendur ríkisstjórn Danmerkur, eða réttara sagt, á hendur Lars Løkke Rasmussen núverandi forsætisráðherra og fyrrverandi innanríkisráðherra og Per Stig Møller fyrrverandi utanríkisráðherra, eru þessir:

  • Annelise Ebbe, Oversætter og forfatter
  • Ib Spang Olsen, Tegner og forfatter
  • Niels Hausgaard, Entertainer
  • Christian B. Karstoft, Provst emer.
  • Hans Henningsen, Fhv. højskoleforstander
  • Finn Sørensen, Bryggeriarbejder 
  • Karen Horsens, Domprovst emer.
  • Andreas Åbling Petersen, Landmand
  • Poul Erik Andreassen, Regionsrådsmedlem
  • Sven Skovmand, Forfatter, fhv. MF
  • Hanne Reintoft, Forfatter m.m.
  • Drude Dahlerup, Professor
  • Hedvig Vestergaard, Seniorforsker
  • Ole Jensen, Medl. af arbejdsudv. Fagbevægelsen mod Unionen
  • Helge Rørtoft-Madsen, Pastor emer.
  • Marianne Saxtoft, Udviklingskonsulent
  • Jesper Jespersen, Professor
  • Erik Bach, Togfører
  • Hanne Jakobsen, Lektor
  • Jens Frederik Dahl Schelde, Arkitekt
  • Knud Bjerre Engsnap, Fhv. lektor
  • Anette Nilsson, Stud. jur.
  • Jørgen Raffnsøe, Ekspeditionssekretær
  • Uffe Geertsen, Miljøkonsulent
  • John Holten-Andersen, Lektor, lic.tech.
  • Haakon Brandt, Fhv. amtsdirektør
  • Klaus Lorenzen, Medl. af arbejdsudv. Fagbevægelsen mod Unionen
  • Elisabeth Bergsøe, Billedkunstner
  • Bo Jeppesen, Læge
  • Karen Margrethe Hansen, Fhv. undervisningskonsulent
  • Villy Klit-Johansen, Pastor emer.
  • Baltser Andersen, Lærer og forfatter
  • cand. jur. Thorkild Sohn, Fhv. efterskoleforstander,
  • Finn Hermann, Pensioneret gymnasielektor
  • Christian Juhl, Formand for 3F Silkeborg 

Gunnar Rögnvaldsson, 12.1.2011 kl. 04:37

5 identicon

Annað hvort þarf þjóðaratkvæðagreiðslu eða 5/6 meirihluta í þeim málum sem heyra undir 20 gr stjórnarsrárinnar dönsku. Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm. Honum ber að hlýta.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 07:24

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábær regla. En stjórnvöld fótumtroða hana. Það verður fróðlegt að fylgjast með dómsorðinu yfir Lars Løkke Rasmussen, núverandi forsætisráðherra og fyrrverandi innanríkisráðherra, og Per Stig Møller, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Jón Valur Jensson, 12.1.2011 kl. 09:29

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Gunnar Rögnvaldsson, Evrópusambandið er búið að vera til í einhverri mynd síðan árið 1952 (Kola og Stálbandalagið) og síðar árið 1958 með Efnahagsbandalaginu sem síðar varð að Evrópusambandinu (1993). Þannig að hérna er ekki um neitt stundarfyrirbæri að ræða. Enda er Evrópusambandið orðið eldra en flestir andstæðingar þess á Íslandi og foreldar marga Evrópuandstæðinga voru ekki einu sinni fæddir þegar Evrópusamvinnan tók á sig þessa mynd sem er núna á henni í dag.

Hvað Evrópuandstæðingana í Danmörku varðar, þá munu þeir skít-tapa þessu máli eins og þeir gerðu árið 1993 í kringum dómsmál þeirra varðandi Maastricht sáttmálann. Það er staðreynd að Evrópuandstæðingar eru á móti Evrópu, enda er Evrópusambandið orðin táknmynd Evrópu útá við og hefur verið það síðustu 40 árin eða svo. 

Jón Frímann Jónsson, 12.1.2011 kl. 12:47

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... foreldar marga Evrópuandstæðinga voru ekki einu sinni fæddir þegar Evrópusamvinnan tók á sig þessa mynd sem er núna á henni í dag."

Rangt hjá Jóni Frímanni. Evrópubandalagið um 1975 var allt annað og minna, bæði að stærð og gerð, en það valdfreka ESB sem þjóðirnar burðast með núna. ESB hefur breytzt mikið og á eftir að breytast enn meira, og við munum aldrei hafa neina stjórn á því. Það var engin stefna komin á það formlega 1975 að ESB yrði sambandsríki (þegar núverandi innlimunar-andstæðinga hafa verið að fæðast í fyrsta lagi), sú stefna kom mun seinna, og það verður ekki fyrr en 2014 sem fjögur ríkjanna fá meirihlutavald í voldugustu stofnun þess, ráðherraráðinu, jafnframt því sem neitunarrétturinn hefur verið afnuminn í mörgum málum. Þá geta smáþjóðirnar séð örlög sín í höndum valdamanna stóru ríkjanna og annarra sem með þeim makka. Yfir 70% valdsins í ráðinu verður í höndum sex þeirra.

JFJ segir "Evrópusambandið orðið táknmynd Evrópu útá við og hefur verið það síðustu 40 árin eða svo." – En árið 1971 var Bretland ekki einu sinni orðið meðlimaríki í Efnahagsbandalagi Evrópu – það gerðist 1973, og á þeim tíma (1971) var lítill minnihluti Evrópu í EBE, t.d. ekkert Norðurlandanna; það fyrsta kom inn 1973, Danmörk. Enn eru mörg lönd Evrópu utan ESB.

ESB-sinnar hafa engu meiri ástæðu til að monta sig af Evrópu en við hin.

Jón Valur Jensson, 12.1.2011 kl. 15:04

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti að standa:

(þegar foreldrar núverandi innlimunar-andstæðinga hafa verið að fæðast í fyrsta lagi)

Jón Valur Jensson, 12.1.2011 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband