ESB gerir kröfu um nýja landbúnaðarstofnun

Í stjórnkerfinu er meðferðar svar landbúnarráðuneytisins við kröfu Evrópusambandsins um að ný stofnun verði sett á laggirnar til að hafa umsýslu með landbúnaðarstyrkjum. Evrópusambandið gerir kröfu um að umsóknarríki lagi sig að reglum og lögum sambandsins á meðan viðræður standa yfir. Spurningin sem ESB beindi til landbúnaðarráðuneytisins er eftirfarandi í þýðingu:

Hvernig og hvenær ætlar Ísland að aðlaga sinn lagaramma hvað varðar lögbært stjórnvald, forsendur faggildingar, stofnun greiðslustofu, tilnefningu vottunaraðila?

Svar landbúnaðarráðuneytisins var í stuttu máli að ráðuneytið ætli ekki að breyta íslenskum stofnunum að kröfu Evrópusambandsins með tilheyrandi kostnaði og íþyngjandi ráðstöfunum á meðan ekki liggur fyrir að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.

Svar landbúnaðarráðuneytisins fer ekki beint til Brussel heldur til íslenska utanríkisráðuneytisins þar sem Össur ræður ríkjum. Össur ætlar að troða Íslandi inn í ESB með góðu eða illu og líklega mun ráðuneyti hans ritskoða svar landbúnaðarráðuneytisins.

Engu að síður er það að renna upp fyrir aðildarsinnum að ríkisstjórnin hefur ekki umboð frá alþingi til að hefja aðlögun að Evrópusambandinu. Af þeirri ástæðu segir Árni Þór Sigurðsson þingflokksformaður Vinstri grænna og laumuaðildarsinni að svo gæti farið að viðræðum við Evrópusambandið verði slitið.

 

 

 

 


mbl.is Óttast örg viðbrögð ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi breyting væri afar kærkomin.

Fáránlegt er að Bændasamtökin haldi utan um allar greiðslur, styrki og niðurgreiðslur til bænda og reki eigin hagstofu sem sinnir hagsmunagæslu á kostnað skattgreiðenda.

Ríkisstjórnin sem kennir sig við velferð og gagnsæi viðheldur pukrinu og glórulausri sérhagsmunagæslu.

Karl (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 08:32

2 identicon

Hjartanlega sammála Karli!!!!!!!!!

Gubbi (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 10:14

3 identicon

Auðvirðilegasta tegund mannkyns er sú sem óverðug hefur hlotið frelsi og menntun og mannréttindi, og er tilbúin að selja frelsi sitt,, stollt, arf og sál sína... fyrir lægra verð á smjöri.. Þetta eru ódýrustu og réttnefndustu mellur heims (með fullri virðingu fyrir ógæfukonum sem ætti að tala um af meiri virðingu en nota þetta orð.)

@karl & @gubbi (réttnefni) (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband