Ríkisstjórnin leitar að hækju

Taugastríð samfylkingarþingmanna gegn sjálfstætt þenkjandi þingmönnum Vinstri grænna birtist í kvöld hótun  Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns fjárlaganefndar, að starfa ekki með Ásmundi Einari Daðasyni. Í dag voru fréttir um aðfinnslur Ólínu Þorvarðardóttur samfylkingarþingmanns við Lilju Mósesdóttur um að hún væri ekki ,,góður liðsmaður."

Brandarinn í kvöldfréttum RÚV var sá að samfylkingarþingmenn hóta að leita til annarra stjórnmálaafla til að styrkja ríkisstjórnina. Samfylkingin virðist líta á sig sem handhafa ríkisvaldsins og geti á eigin forsendum samið við aðra stjórnmálaflokka um hlutdeild.

Í reynd er ríkisstjórnin að leita sér að hækju vegna þess að hún er búin að missa meirihlutann á alþingi.


mbl.is Hissa á ummælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki að það komi neitt á óvart , bara níð um fólk hjá Páli Vilhjálmssyni !

Fróðlegt að taka saman skrifin eftir þetta ár og sjá allt það jákvæða sem þú hefur skrifað um ???

JR (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 21:38

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Samfylkingin er algerlega einangrað óþjóððar flokksskrípi í íslenskri stjórnmálasögu.

Þeirra framtíð er ekkert annað en afhroð og niðurlæging heillrar þjóðar. 

Það verður einmitt þjóðin þeirra sem kveður upp þennan stranga dóm yfir þeim sjálfum það er að "þjóðin þeirra" sem að mati fyrrverandi leiðtoga þessa vesæla flokk skrípis íslenskra stjórnmála fyrr og síðar var alls ekki þjóðin hennar !

Hvar annars býr þessi þjóð þessa flokksskrípis, í gylltum sölum ESB Elítunnar í Brussel kannski ?  

Gunnlaugur I., 21.12.2010 kl. 21:44

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það getur verið betra fyrir stjórnina að vera minnihlutastjórn og semja um málin þá myndu þau gera færri mistök.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 21.12.2010 kl. 22:33

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ertu ekki alveg að fara að detta í "jólaskap" Páll sæll.

Jólakveðja og þakka fyrir skemmtilegan hitting á s.l. sumri.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.12.2010 kl. 03:50

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Við erum alltaf í jólaskapi á Fróni, Jenný Stefanía, Góðar kveðjur til þín og takk sömuleiðis fyrir spjallið í sumar leið.

Páll Vilhjálmsson, 22.12.2010 kl. 09:08

6 identicon

Ég tek undir spurningu Jennýjar Stefaníu Jensdóttur. Er svo sem ekkert að fara fram á hugljúfa hugvekju, aðeins að þú setjir upp jákvæðnisgleraugu í eitt skipti í einhverjum pistli þínum eða athugasemdum núna fyrir jólin Ekki sakaði að halda áfram að vera oggulítið bókmenntalega sinnaður eins og þú sýnir stundum, sbr. með vísun þinni í "Hverjum klukkan glymur ".

Jólakveðjur frá frostbitnu Skáni.

Hallfríður Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 10:35

7 identicon

JR!  Tvö prik fyrir þig: ,,Refurinn sagði: þau eru súr" og ,,sannleikanum verður hver sárreiðastur."

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband