Löndunarbann í boði Samfylkingar

Samfylkingin er mesti óþurftarflokkur Íslandssögunnar. Á heimavelli styður flokkurinn útrásarglæpamenn og í útlöndum leggst flokkurinn á sveif með yfirgangsseggjum sem finnst allt í lagi að setja milljón tonn af makríl á beit á Íslandsmiðum en krefjast þess að við veiðum ekki sporð af stofninum.

Evrópusambandið telur sig geta ráðskast með Íslendinga þar sem ríkisstjórnin er á hnjánum í Brussel og biðst inngöngu í félagsskapinn.

Ef einhver döngun væri í Samfylkingunni myndi flokkurinn tafarlaust álykta að draga eigi tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is Skipum verði bannað að landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Páll, viltu ekki að tekið sé mark á þér og þínum skrifum? Þetta innlegg er nú heldur rýrt í roðinu að mínu mati. Veistu til dæmis um marga Íslendinga sem ekki studdu útrásaræðið og mennina sem í því stóðu?

Þú segir: "Ef einhver döngun væri í Samfylkingunni myndi flokkurinn tafarlaust álykta að draga eigi tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu."

Ég spyr á móti:

Hver er döngun þeirra flokka sem segjast vera á móti umsókninni? Af hverju mynda þeir ekki ríkisstjórn um að henda umsókninni í ruslafötuna? Þetta er eitt stærsta mál Íslandssögunnar!

Veistu svarið við því?

Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 20:37

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Björn, ég er ekki sammála þér að þjóðin sé samábyrg útrásarauðmönnum.

Hvað seinni hluta athugasemdar þinnar áhrærir er ég með svar við því. Stutta útgáfan er svona: Ekki fyrr en afleiðingarnar af Evrópusambandshelför Samfylkingarinnar eru að fullu komnar fram, þ.e.a.s. að flokkurinn verði jaðarflokkur með ca. 10 prósent fylgi, mun aðrir flokkar jarða endanlega Evrópudaðrið.

Stjórnarmyndun er ávallt margra þátta mál.

Páll Vilhjálmsson, 21.12.2010 kl. 20:48

3 Smámynd: Björn Birgisson

Páll minn, ég sagði ekki að þjóðin væri samábyrg útrásarauðmönnum. Ég var að tala um stuðning þjóðarinnar við þessa vitleysu, þegar allt virtist leika í lyndi. Fáir mótmæltu þróun mála og flestir klöppuðu með forsetanum.

Þú segir: "Stjórnarmyndun er ávallt margra þátta mál."

Það vita allir. En undantekningar finnast þó á því. Hægt er að mynda ríkisstjórnir um fá afmörkuð mál líka. Þá oftast til skamms tíma.

En hversu langt ætla andstæðingar aðildar að láta umsóknina ganga og hversu lengi ætla þeir að bíða þess að Samfylkingin endi í 10%?

Þeirra tími er nefnilega núna, ef þeir meina eitthvað með sínum málflutningi í þessu eina stærsta máli Íslandssögunnar.

Ríkisstjórnir hafa bæði verið myndaðar og fallið af minna tilefni, eins og þú veist mætavel.

Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 21:05

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sagan er að endurtaka sig. Nema að nú heitir fisktegundin makríll en ekki kolmunni. En það eru aðeins rétt um 10 ár síðan við eignuðumst nógu öflug skip til að geta veitt uppsjávartegundir eins og kolmunna og makrí í flottroll í úthafinu.

Fyrstu árin í kolmunnanum voru nákvæmlega eins. Það er að segja að ESB ríkin og norðmenn sem höfðu áratuga veiðireynslu í kolmunna vildu ekki semja við okkur um "sanngjarna hlutdeild" svo við ákváðum einhliða að skammta okkur að eigin vild. Við veiddum því næstu árin það sem okkur þótti sanngjarnt - þar til norðmenn og ESB gáfust upp á yfirganginum í okkur. Á undanförnum árum hefur því stór floti íslenskra flottrollsskipa skarkað eins og hann hefur haft olíu til - og hver er árangurinn? Hann er sá að kolmunnastofninn er nú hruninn.

Þá er næst að snúa sé að ESB makrílnum sem hrygnir og dvelur nær allan sinn aldur fyrir innan lögsagna ESB ríkja - og endurtaka leikinn

P.s. Það væri e.t.v. sterkur leikur hjá norðmönnum og ESB að auka veiðarnar á makrílnum svo um munaði í vetur og næsta vor, svo hann komi bara ekkert hingað næsta sumar. Þá þyrftum við allavega ekki að hafa áhyggjur af því að þessi "engispretta" hafsins, eins og sumir kalla makrílinn, æti okkar fiskstofna út á gaddinn líkt og enn fleiri virðast óttast að hann geri.

Atli Hermannsson., 22.12.2010 kl. 01:07

5 identicon

Atli, er það ekki nákvæmlega það sem ESB gerir við alla stofna, ofveiðir þá.  Hvernig getur þú þá ályktað að það hafi verið íslendingar sem gengu nærri Kolmunnanum?

 Þú vilt kannski gera eins og samfylkingin í öllu gagnvart ESB, gefa eftir alla deilistofna svo ESB geti ofveitt þá.  Þú ættir að láta kanna hvort þú sért haldinn Stokkhólms heilkenninu.

Njáll (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 09:19

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Atli. Hvernig getur þú þá ályktað að það hafi verið íslendingar sem gengu nærri Kolmunnanum?"

Njáll, ég er bara alls ekki að segja að það hafi bara verið við íslendingar - enda stenst það ekki skoðun. Það ert þú sem einhverra hluta vegna ákveður að draga þá ályktun. Það er sennilega með þig eins og svo marga aðra; sem þurfið að flokka alla með eða á móti öllu, hægri vinstri, já eða nei sinna og með smábátum og á móti stórútgerðinni svo eitthvað sé nefnt.

Ég er bara ekki í þess lags fíflagangi Njáll. Heldur legg ég mig fram um að skilgreina hlutina eins og þeir blasa við mér. Það er nefnilega allt of algengt, sérstaklega varðandi sjávarútvegsmál, að menn hafa svo hræðilega illa upplýsta og þrönga sýn á hlutina að manni verður allt að því óglatt. Bara þessi yfirskrift hjá Páli, að yfirvofandi löndunarbann sé eitthvað sem sé í boði Samfylkingarinnar er barnalegt bull. Þess vegna kemst LÍÚ alltaf upp með að segja almenningi það sem þeim hentar hverju sinni. Það má því eiginlega segja að ég sé á móti því.

Þá veit ég ekki til þess Njáll, að Samfylkingin hafi verið að gefa ESB eitthvað, hvað þá deilistofna sem alla er þegar búið að semja um nema makrílinn. 

Atli Hermannsson., 22.12.2010 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband