Evrópa snýst gegn sjálfri sér

Evran er vondur prófsteinn á evrópska samstöðu þar sem hún er jú bara mynt en ekki stríðsástand, hryðjuverk eða bylting. Evrópusambandið gæti alveg þegið betra vopn en evru í baráttunni við að halda hópnum saman. Aðeins 16 ríki af 27 eru með evru en þau munu ákveða framtíð samstarfsins sem hófst eftir seinni heimsstyrjöld.

Herskár tónn gagnvart Þjóðverjum hljómar víða. Þjóðverjum er sagt að annað tveggja skuli þeir axla skuldir jaðarríkja evrunnar; Grikklands, Írlands, Spánar og Portúgal eða hypja sig úr myntsamstarfinu. Helsta fréttatímarit Þjóðverja, Der Spiegel, segir berum orðum að Evrópa snúist gegn Þýskalandi

Hvernig sem allt veltur fer illa fyrir ESB-verkefninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ég óska Evrópu og Evrópu búum alls hinns besta og vona að þeir eigi eftir að rísa upp og losa sig við gatslitið og ónýtt ESB apparattið og miðstýrðu og handónýtu regluverki þess.

Ný Evrópa verður byggð upp á rústum þessa miðstýrða elítu-regluverks sem mistókst herfilega eins og reyndar fleiri mannanna verk sem áttu að vera óskeikul og standa í 1000 ár.

Gunnlaugur I., 21.12.2010 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband