90 prósent afskriftir til Kaupþingsfólks

Slitastjórn Kaupþings sendir kolröng skilaboð út í samfélagið með því að gefa yfirmönnum fallna bankans stórafslátt á skuldum. Til að bæta gráu ofan á svart er beinlínis tekið fram að enginn verði keyrður í gjaldþrot vegna kúlulánanna.

Ef regla slitastjórnar Kaupþings væri almenn regla í samfélaginu yrði fólk beinlínis hvatt til að skuldsetja sig upp í rjáfur og helst rúmlega það vegna þess að í boði væri 90 prósent afskriftir ef illa færi. Til viðbótar fengi fólk friðhelgi frá gjaldþroti.

Kaupþingsfólkið sem hér um ræðir var ekki hópur sakleysingja sem ekki vissi hvert stefndi. Um þetta fólk eiga að gilda almennar reglur en ekki sérúrræði.


mbl.is Kaupþingsfólk semur við slitastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað sagði ég ?...http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1125163/

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 09:37

2 identicon

Er þetta fólk vitandi vits að ögra almenningi?

Hvað segir ríkisstjórn jafnaðar og gegnsæis við þessu?

Hvers vegna spyrja íslenskir fjölmiðlar ekki þessara augljósu spurninga?

Karl (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband