Meginreglur og hagkvæmni í Icesave

Vextir eru lægri í fyrirliggjandi samningi um Icesave en í þeim sem hafnað var í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars. Að því slepptu virðast samningarnir í meginatriðum sambærilegir. Áhættuþættir s.s. vegna innheimtu í þrotabú Landsbanka og gengisþróunar eru allir á okkar herðum. Þessa áhættu þarf að vega og meta á móti þeirri áhættu sem felst í að hafna kröfum Breta og Hollendinga um að bæta þeim ríkisábyrgð sem þeir einhliða settu á Icesave-reikninga Landsbankans.

Á bakvið býr spurningin um meginreglur og hagkvæmni. Eigum við í nafni hagkvæmni að undirgangast sátt og reiða fram tugmilljarða til að losna við ólögmætar kröfur eða standa keik á rétti okkar?

Björn Bjarnason ræðir á Evrópuvaktinni samhengið sem er á milli eymdarafstöðu ríkisstjórnar Íslands gagnvart ofríki Breta og Hollendinga og umræðunnar í Evrópu um banka sem fara sér geyst, tapa stórfé, og ætlast til að skattgreiðendur borgi brúsann.


mbl.is Vextirnir eina stóra breytingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Við megum aldrei sættast á kúgun í neinu formi.  Og þó það yrði miklu dýrara að gera það ekki og sem er þó rakalaus þvæla hrollvekjustjórnarinnar núverandi.  Það eru líkl. um 30 ár síðan ríkisstjórnir heims skildu að ekki mátti borga flugræningjum lausnargjald og hvaða ríkisstjórn heims með fullri rænu færi að borga e-um evrópskum yfirgangsveldum lausnargjald fyrir kúgun??  Ætli niðurstaðan sé ekki að ICESAVE-STJÓRNIN sé aulalegasta stjórn hins vestræna heims og að stjórnarflokkunum eins og þeir leggja sig meðtöldum??

Elle_, 14.12.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband