Sjálfstæðisflokkur; auðrónar eða fullveldissinnar

Baráttan um Sjálfstæðisflokkinn er háð á mörgum vígstöðvum. Í dag birtust tvö álit um framtíð flokksins. Ólafur Arnarson óskar sér nýrrar hrunsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem framlengi líf frjálshyggju lágra skatta, auðræðis og Evrópusambandsaðilar. Styrmir Gunnarsson bendir á leið fullveldissinna þar sem samstaða milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks væri lykilatriði.

Auðrónadeild Sjálfstæðisflokksins er með innanborðs fólk eins og Ólaf Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins, Þorstein Pálsson fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, Guðlaug Þór Þórðarson þingmann, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmann, Þór Sigfússon fyrrum forstjóra Sjóvá og Árna Sigfússon bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Auðrónar eiga kannski 10-15 prósent í Sjálfstæðisflokknum.

Fullveldissinnar eru þjóðlega íhaldið sem er hryggstykkið í Sjálfstæðisflokknum. 

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki búinn að gefa upp hvoru megin sannfæring hans liggur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað á LÍÚ mörg % í flokknum?

Sigurður I B Guðmundsson, 13.12.2010 kl. 20:04

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hvoru megin hryggjar hann liggur, meinarðu!

Þessari hér þykir augljósast í stöðunni að "hryggstykkið" í Sjálfstæðisflokknum spyrði sig saman við rófubeinið í Vinstri grænum.  

Getur ekki verið holt að búa við ástir í leynum svo lengi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.12.2010 kl. 20:52

3 identicon

Ég verð að viðurkenna að mér verður alltaf hálf bumbult við að lesa skrif Ólafs Arnarsonar.

Tarfur (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 22:42

4 identicon

Hverjum er ekki sama hvar það liggur í þessum hægfara Vinstriflokki. Okkur vantar hægri flokk sem setur einstaklinginn fremst en ekki Ríkið og afætur í gegnum það á kosnað almennings. Þegar hægrimenn eru vinstrimenn og vinstrimenn eru hægrimenn hvernig eiga kjósendur að treysta þessu liði. Hálfkák hefur alltaf reynst okkur gagnslaust.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 23:20

5 identicon

Páll eru það ekki skrýtnir fullveldissinnar sem horfðu uppá stærsta glæp Íslandssögunar gerast og aðhöfðust ekkert?  Eru það ekki landráðamenn sem leyfa svona hlutum að gerast?  Það er deginum ljósara að hér hafa verið framin að minnsta kosti 5 bankarán þ.e Landsbankinn,Kaupþing,Íslandsbanki,sparisjóðirnir og VBS.  Er ekki óhætt að fullyrða að sjálfstæðismenn eru nántengdir nokkrum þeirra.  Ef þeir sem þú kallar fullveldissinna í dag hefði verið annt um þjóð sína hefðu þeir ekki hugað sig um áður en þeir tóku þátt í því að sprengja þjóðfélagið í loft upp og þeir sem horfðu á og aðhöfðust ekkert.  Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stjórntækur og verður ekki um langa framtíð og sést kannski best á því að þið eruð farinn að reka hvert annað fyrir úlfanna eins og þú gerir í þínum pistli.   Sannleikurinn í málinu er einfaldlega sá að enginn flokkur hefur brugðist þjóðinni líkt og sjálfstæðisflokkurinn gerði og þið kunnið ekki einu sinni að skammast ykkar.

Jóhann (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 00:46

6 identicon

Hugmyndafræði flokksins er frelsi einstaklingsins -- en ekki meira frelsi klíkumanna til að maka krókinn og setja skömmina á okkur sem styðjum hugmyndafræðina.

Við Sjálfstæðismenn verðum að sópa gömlu klikunni út og fylkja okkur í kringum Bjarna Ben -- sem verður að fara taka afstöðu í stóra málinu af fullum þunga: Sem er að koma okkur inn í samfélag evrópskra ríkja.

sjálfi (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband