Forysta Vg er til sölu

Í kosningunum vorið 2009 sagði Steingrímur J. Sigfússon Vinstrihreyfinguna grænt framboð vera stefnufastan flokk. Kosningabarátta flokksins gekk út á trúverðugleika og heiðarleika. Klækjastjórnmálum var hafnað. Stefna Vg hafði frá upphafi verið að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins.

Skýrslur úr bandaríska utanríkisráðuneytinu sem sagt er frá í Fréttablaðinu í dag sýna að Steingrímur J. og félagar í forystusveit Vg voru búnir að svíkja fyrirheit um að Íslandi ætti að halda utan Evrópusambandsins. Samfylkingin keypti það við forystu Vg að fullveldi skyldi fórnað fyrir völdin. 

Forysta stjórnmálaflokks sem talar tungum tveim og sitt með hvorri er vitanlega búin að fyrirgera trausti sínu. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Palli minn....eru thetta ekki bara getgátur?  Eda hefur thú svona mikla tröllatrú á fréttaflutningi Fréttabladsins.  Palli....er Fréttabladid thín biblía?  Ha Palli...er thad virkilega svo?  Treystir thú betur Fréttabladinu en Mogganum?  Palli...er thad svo?

Segir Fréttabladid rétt frá? Jú...samkvaemt Palla (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 19:23

2 identicon

Hvað sagði Styrmir Gunnarsson í sannleiksskýrslunni um stjórnmálastarfsemina í gegnum árin.. og hefur heldur betur verið notað af kratakommunum til að rassskella Sjallanna með...??

"Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta".

.............

Og hvað hefur breyst hjá fyrstu hreinu vinstristjórninni, annað en að ástandið hefur versnað til mikils muna?  53% Íslendinga telja spillingu hafa aukist, 32% telja hana hafa staðið í stað og að mati 15% hefur dregið úr spillingu.

Nýtt met hefur verið sett í einkavinaráðningum fram hjá ráðningareglum í opinberar stöður, sem eru komnar yfir helming allra ráðninga. 

Ríkisstjórninni með Alþingi hefur tekist að koma trausti þjóðarinnar á Alþingi niður í 9% úr 13% sem hrunstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tókst að koma þá niður í nýtt met.

Þökk sé fyrstu hreinu vinstristjórninni og þeirra vösku framgöngu fyrir hagsmunum glæpagengja hrunverja og gegn hagsmunum þjóðarinnar í Icesave málinu sem nánast öllu öðru.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 20:07

3 identicon

PS.  Hentu þessum hálfvita út sem er inni á tug nikka.  Væri í lagi með ræfilinn á einu nikki, ef hann gengi heill til skógar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 20:09

4 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur 2., því skyldi Páll henda einhverjum út? Hvað réttlætir það?

Björn Birgisson, 11.12.2010 kl. 21:30

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta skjal er áhugavert. En þ.e. mjög líklegt að VG og Samfó hafi verið komnir djúpt á kaf í stjórnarmyndunar viðræður fyrir kosningar. Sem gera kosningar stefnuskrá VG, þ.s. þeir seldu sig hart sem brjóstvörn þeirra sem ekki vilja aðild, að því einna sterkasta kaldhæðnislega plaggi sem stjórnmálaflokkur hefur gefið út á seinni árum.

Gagnrýnin á frammara í tíð 3. ríkisstj. HÁ og DO, var af öðru tagi, þ.e. að hafa staðið við loforð um 90% lán, sem almennt í dag eru talin mistök.

En, þ.e. krystal klárt að sérdeilis ósvífin svik VG hafa mjög aukið vantraust kjósenda á stjórnmálum. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.12.2010 kl. 01:16

6 identicon

Björn.  Síðan hvenær hefur þú haft  þá áhyggjur af réttlæti í þessum efnum..???  Grenjar þú ekki eins og kelling reglulega yfir að það eigi að banna menn... sem merkilegt nokk eru ekki á kratakommar eins og þú...???  Málið snýst um sóða og sjúklinga sem hafa tekið sér bólfestu á síðunni einungis til að drulla yfir síðuhaldarann, en fara aldrei í boltann, frekar en þú.  Og hvað þá þegar menn koma inn á tug nikka.  Merkilegt hvað þeir minna samt á þig og vænisýkina um nikk og nafnleysinga.  En auðvitað skiptir það ekki máli þegar kratakommadindlar er að ræða.  Það er góð nafnlaus drulla sem kemur úr slíkum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 02:18

7 identicon

Nafni, menn sem Kúka með munninum eru hvergi velkomnir.

Guðmundur (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband