Orðspor Íslands og sakfelling glæpamanna

Glæpamenn áttu bankana og meðhlauparar þeirra stjórnuðu þeim, mútuþægir endurskoðendur sáu í gegnum fingur sér að lög, reglur og siðagildi fóru á haugana í nafni græðginnar. Í útlöndum er spurt hvort íslenskt samfélag ráði við umfang glæpastarfseminnar sem gekk undir nafninu útrás.

Mestu glæpamenn Íslandssögunnar verða að fá makleg málagjöld. Ekki er nóg að sakfella höfuðpaurana heldur verða helstu meðhlauparar að fá dóm.

Dómskerfið þarf sinn tíma til að að vinna sitt verk. 


mbl.is Reikningar bankanna þriggja rannsakaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála ...... á meðan lífsandinn höktir í nösum á mér!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.12.2010 kl. 01:33

2 identicon

er etta ekki bara baugur og félagar ef FLokkurinn hefði komið fjölmiðlalögunum í gegn veri hér allt í sóma

Sigfusson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 04:36

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Klappstýra og partístjórnandi Baugs - Halla Tómasdóttir virðist í öllu falli ekki sjá sinn hlut í einu eða neinu - sjá slóð -

http://www.ted.com/talks/halla_tomasdottir.html

 

slóðin hennar mun vera nokkuð löng.

 

En Guð forði karlmanni frá því að tala um konur eins og hún talar um karla -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.12.2010 kl. 05:54

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að við ættum að fá William Black hér sem ráðgefani aðila fyrir "sérstakann".  Vert að rifja upp fyrirlestra hans frá í maí s.l.

Hann nefnir ekki endurskoðunarfyrirtækin með nafni, en það er augljóst hvað hann er að benda mönnum á. Þau eru sek sem syndin og þeirra hlut þarf að taka vandlega fyrir. Hann gefur einnig í skyn að yfirvöld og stjórnvöld þá og nú, séu gerspillt og í raun meðsek ef ekkert verður að hafst. Hann bendir á hrikalega fegrun, orðalag og réttlætingar í rannsóknarskýrslunni,sem fallin eru til að spilla málarekstri fyrirfram.

Það er ljóst að ekki verður hægt að lögsækja PWC í heild sinni, en aðeins útibúið hér, sem er svo aftur tryggt í London, eins og Jenný hér að ofan bendir á í grein sinni. How ironic.  Það þarf að lögsækja þá á tvennskonar forsendum, þ.e. fyrir svik og einnig vanrækslu til vara.

Það er annað í þessu, sem menn ættu að hugleiða, sem eiga fyrirtæki í raunverulegri verðmætasköpun og freistast til að selja hluti nú í skiptum fyrir verðbréf.  Endurskoðunarfyrirtækjum er ekki treystandi og allar líkur á að efnahagsreikningar fyrirtækja sem eru á bak við bréfin fegraðir eða falsaðir.

Nú sækja menn hart að breyta blöðrupeningum í naglföst verðmæti um leið og heiðvirð fyrirtæki neyðast til að auka hlutafé. Þetta er banvænn kokteill, sem nú er í gangi og eyðir því sem eftir er í hljóði. Bréfin eru verðlaus að öllum líkinum og jafnvel baggi, sem slygar illa stödd en heiðvirð fyrirtæki. Vildi bara benda mönnum á þetta, sem eru í slíkum díilingum í dag. Glæponarnir ganga lausir og eru enn að og efnahagsreikningar fyrirtækja þeirra og hluta eru jafn "áræðanlegir" og fyrr og jafnvel enn vafasamari.

Annars var mér hugsað til þess er ég hlustaði á Black að auðvitað fer þetta algerlega fram hjá Jóhönnu  Sig, þar sem hún kann ekki ensku. Annað hvort er hún gersamlega cluless um ástandið í rörsýn sinni á ESB eða þá að hún er meðvitað að aðstoða glæpamennina.

Allavega þarf að spila þennan fyrirlestur textaðan eins oft og  hægt er. Einnig þarf að taka alvarlega ábendingar Black umaðra sérfræðinga, sem þurfa að koma að málum.  Nú standa skuldir okkar í 110% af þjóðarframleiðslu og við getum ekki flotið að feigðarósi lengur.

N.B. Bendi á það sem Black segir um risalán og styrki til stjórnmálamanna og flokka, sem enn sitja raunar við völd eða bíða færis. Það er glæpsamlegt og verður að hreinsa út. 10 hæstu "lánþegar" í hópi stjórnmálamanna eru í Samfylkingunni. Lán, sem aldrei verða greidd og skoðast einvörðungu sem mútur. Er það að furða þótt mönnum finnist ríkistjórnin alfarið þjóna undir fjármagnseigendur og bankstera? 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2010 kl. 08:50

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af þessu þykir mér augljóst af hverju Black er ekki þegar kominn í vinnu hjá sérstökum saksóknara. Það vill blóðsek samfylkingin náttúrlega ekki sjá og raunar er það sama að segja um stóran hóp stjórnarandstöðunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2010 kl. 08:57

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fyrst menn eru svo í stuði til rannsókna þá er vert að rannsaka þátt viðskiptaráðs í að rífa niður reglugerðir og múra í aðdraganda hrunsins. Þeir státuðu af því að 90% tillagna þeirra um reglugerðarbreytingar í fjármálageiranum hafi gengið eftir. Hvað var viðskiptaráð? Hverjir sátu í því? Hvernig tengsust þeir útrásinni og hverjir voru böðlar þeirra inni á alþingi?

Ég held að þar sé ormabox, sem fáir vilji opna, en verður að opna ef eitthvað vit á að komast í atburðarrásina. Þeirra hetjulega framganga vldur því einna helst að við erum nánast vopnlaus í baráttunni við eftirmálann. 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2010 kl. 09:22

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Halla Tómasóttir situr í viðskiptaráði, svona af því að hér er birtur spunafyrirlestur hennar á TED, þar sem hún setur ilmvatn og varalit á svínið.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2010 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband