Samfylkingarspuni um stjórnlagaþing

Í dag kennir Samfylkingin Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum um lélega kosningaþátttöku til stjórnlagaþings. Í gær starfaði spunalið Samfylkingar á yfirtíð við að koma þeirra kenningu á framfæri að Sjálfstæðisflokkurinn sendi út tölvupóst til flokksmanna að kjósa tiltekna framboðjóðendur.

Mótsögnin sem allir sjá nema spunaliðar er að sama apparatið getur ekki í senn smalað fólki á kjörstað og haldið kjörsókn í lágmarki.

Vandræðalegur hjárænuháttur samfylkingarfólks breiðir ekki yfir þá staðreynd að fólk flest vill ekkert fikt við stjórnarskrá lýðveldisins. 

Skilaboð kosninganna eru þessi: Ekki breyta stjórnarskránni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Páll minn: Aldrei að breyta neinu.. Er það ekki málið ?

ÍHALD.....ÍHALDSFLOKKUR= STÖÐNUN.

hilmar jónsson, 28.11.2010 kl. 12:56

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hilmar, hvernig væri nú að svara færslunni efnislega?

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2010 kl. 12:58

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Innihaldið verður að vera efnislegt til þess að hægt sé að svara á öllu efnislegri hátt Hjörtur..

hilmar jónsson, 28.11.2010 kl. 13:03

4 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nei, þá svarar maður einfaldlega ekki. Annars ertu kominn niður á sama plan sértu þeirrar skoðunar að efni færslunnar sé ekki boðlegt. Þá er þessi gagnrýni þín fallin um sjálfa sig.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2010 kl. 13:06

5 identicon

Blessaðir verið ekki að ætlast til of mikils af afturhaldskommaruslinu, að það geti tekið þátt í efnislegum umræðum.  Nú vantar bara sturtuvörðinn Hrafn og fylginikkið og mannvitsbrekkuna JR til að hrauna yfir Pál, enda ber hann mesta ábyrgð á rasskellingu Jóhönnu og Baugsfylkingarinnar ásamt Dabba ljóta og náhirðinni.  -  Same old story....  En vissulega er engin stöðnun hjá hreinu vinstristjórninni.  Allt sem hinum tókst að gera verst hefur henni tekist að gera enn verra og sóðalegra. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 13:08

6 identicon

Ég skil ekki þetta með Samfylkingarspunann. Nú ertu farinn í íhaldskergujuhaminn og hættur að skrifa skynsamlega sem þú slysast stundum til.

Það er augljóslega enginn einn aðili, eða ein stjórnmálskoðun, sem veldur því að 60% kjósenda sitja heima. Það er eðlilegt að leita að ástæðum svo dræmrar kjörsóknar, en þá fyrst og fremst til að læra af henni.

Það dró mjög úr kjörsókn í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Almenn vantrú á stjórnmálakerfið hafði að líkindum þessi áhrif. Þegar ofan á bætist ógreinilegur munur milli alltof margra frambjóðenda, engin kynning og mikil áhersla á gríðarlega heimavinnu áður en farið er á kjörstað er kannski ekki nema von að svo hafi farið.

Hitt er svo annað mál að stjórnlagaþingið hefur fullt umboð til að gera uppkast að nýrri stjórnarskrá. Þá skiptir engu máli hversu margir eða fáir urðu til að kjósa það. Leikreglurnar eru þannig. Ef fótboltaþjálfari ákveður að senda aðeins unglingaliðið út á völlinn og tapar svo 14:2 fyrir alvöru liði getur hann að sönnu bent á ótrúverðugleika viðureignarinnar og haft fullt af afsökunum á reiðum höndum. Það breytir þó engu um úrslit leiksins.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 13:11

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Takk fyrir að hafa vit fyrir fólki Hjörtur. Ég vil sjálfur taka ákvörðun um hvenær og hvernig ég svara, fyrirgefðu..Þú mátt hafa þitt plan fyrir mér..Besserwisser..

hilmar jónsson, 28.11.2010 kl. 13:12

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Mörður Árnason um ástæður dræmrar kjörsóknar:

http://blog.eyjan.is/mordur/2010/11/28/1339/

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2010 kl. 13:14

9 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hilmar, ég er ekki að hafa vit fyrir þér. Hef lítinn áhuga á því. Enda þarf þess ekki, eða ætti ekki að þurfa, þar sem þetta segir sig sjálft.

Hjörtur J. Guðmundsson, 28.11.2010 kl. 13:15

10 identicon

Er tad lika David ad kenna ad Mordur er i flokki kjana?

David ad kenna ad Hilmar er i vondu skapi?

David ad kenna ad to RUV væri buin ad tala um stjornlagating kanski trisvar a dag fyrir utan reglulega frettatima vikum saman og folk vildi ekki gera ser ferd til ad taka tatt i vitleysunni tratt fyrir tad.....

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 13:26

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mikill er máttur Davíðs........

Jóhann Elíasson, 28.11.2010 kl. 13:27

12 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Ég hef alltaf sagt þetta: Davíð Oddsson er voða, voða vondur maður!

Flosi Kristjánsson, 28.11.2010 kl. 13:29

13 identicon

Davíð er sem fyrr áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 13:37

14 Smámynd: Björn Birgisson

Páll ritar: "Skilaboð kosninganna eru þessi: Ekki breyta stjórnarskránni."

Ætli það sé endilega rétt túlkun? Ég efast um það. Á sjötta hundrað manns bauð sig fram, einmitt til að breyta stjórnarskránni. Um 40% kjósenda mættu á kjörstað með það sama að leiðarljósi.

Sé að hér tala menn um að 60% hafi setið heima. Er það ekki ofreiknað? Þegar kosið er til þings og sveitarstjórna er þátttakan oft um 80-85%, þrátt fyrir hundruð sjálfboðaliða flokkanna sem gera allt til að draga "sitt fólk" á kjörstað. Engin slík smölun í gær.

Að reikna með 100% kosningaþátttöku er einfaldlega út í hött. Miklu nær raunveruleikanum væri að segja að 40% þeirra, sem yfirleitt kjósa, hafi setið heima. Sem er auðvitað allt of hátt hlutfall.

Ég held að unga fólkið hafi ekki sýnt þessu áhuga og að eldri borgararnir hafi skilað sér illa á kjörstað, enda kosningin nokkuð flóknari en venjulega. Augljós andstaða vissra afla í landinu hefur svo dregið úr kjörsókninni. Um það þarf ekki að deila.

Var þetta svo slæmt eftir allt saman?

Hver er normal kosningaþátttaka til dæmis í Bandaríkjunum?

Björn Birgisson, 28.11.2010 kl. 14:17

15 identicon

Ekki vantar mótsagnirna í umræðuna:  Í síðustu viku mætti í sjónvarpið prófessor í stjórnmálafræði við H.Í. – sem ég hef haldið að væri Samfylkingunni ekki mjög andsnúinn - og útmálaði þau óskapa vandræði sem fólk myndi lenda í reyndi það að kjósa til stjórnlagaþings. Fór ekki á milli mál að hann taldi þá athöfn of vandasama fyrir venjulegt fólk. Nú er spurningin hvort prófessornum hefur tekist að hræða stóran hluta  kjósenda frá því að reyna sig á kjörstað.

Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 14:23

16 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Blogghöfundur skrifar: "Skilaboð kosninganna eru þessi: Ekki breyta stjórnarskránni."

Þetta er rangt!

Skilaboðin eru einfaldlega: Ég hef ekki áhuga á málinu!

Haraldur Rafn Ingvason, 28.11.2010 kl. 14:26

17 identicon

...eða skilaboðin voru: "Nenni ekki að kynna mér málið, of mikið vesen, of mikil heimavinna". Á eflaust við um einhverja; skussahlutfall þjóðarinnar er hærra en menn grunar.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 14:46

18 identicon

Fólk gat alveg séð fyrir að þetta yrði flopp. Alltof stuttur tími, illa skilgreint og óafsakanlega dýrt.

Með þessari kosningu var ekki verið að svara nokkrum einasta bráðavanda og þó að það gæti verið fínt að endurskrifa stjórnarskránna einn daginn þá er ekki vænlegt að hlaupa til með hamagangi og látum og spreða fleiri hundruð milljónum í projectið.

Skilaboðin voru þau að þjóðin er í fýlu við stjórnvöld fyrir að taka þetta gæluverkefni fram fyrir bráðaaðgerðir og snýr því baki við kosningunni.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 14:53

19 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Páll hefur rétt fyrir sér með að fólk telur margt þarfara en að rjúka í stjórnarskrárbreytingar. Það þarf ekki nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrá okkar er góð. Það þarf ekkert stjórnlagaþing (og 700 millur út um gluggann)til að snitta þá agnúa af henni sem hafa verið að vefjast fyrir mönnum síðan 2004. Nú þegar forsetinn hefur gert okkur þann greiða að gera ekki upp á milli hægri og vinstristjórna ætti að nást sæmileg sátt um framhaldið, sem er: hvernig á að standa að þjóðaratkvæðagreiðslum.

Tek undir með Guðmundi 2. að Davíð er drifkraftur stjórnmálanna á Íslandi enn í dag.

Ragnhildur Kolka, 28.11.2010 kl. 15:18

20 identicon

Það er kostulegt að sjá vinstri bloggbeturvitana og eilífðar tuðarana vera búnir að reikna út að þjóðin hafði bara ekki áhuga og jafnvel að þátttakan hafi verið góð og hvað þá ef þetta hafi ekki verið stórsigur fyrir stjórnarvitleysingana og þeirra attaníossa.  Að einhverjum skuli detta í hug að 60 - 70% þjóðarinnar er sama að minnihlutinn frái að vasast í stjórnarskránni er brandari.  Auðvitað er málið ónýtt eins og allt annað.  En vissulega voru til tréhestar og takmarkaðir eins og Steingrímur J. sem töldu 98.2% rasskelling allra tíma í Icesave þjóðaratkvæðinu bara vera alveg ágæt niðurstaða fyrir sig og sína miðað við að "betri samningur lægi á borðinu."  Samningurinn frekar en borðið hafa ekki sést í þetta tæpa ár sem er liðið. 

Bloggrónar stjórnvalda og fulltrúar 1.8% töldu Icesave kosninguna einskyns virði vegna þess að "aðeins" 65% kosningabæra kusu.  Þar sem núna eru 50% færri sem mættu, þá gefur augaleið að þessi fáránleikafarsi og lýðskrum Samfylkingarinnar og Jóhönnu sem er í pólitískri öndunarvél á gjörgæsludeild er fullkomlega ónýtt mál, sem á að stoppa strax.  Kostnaðinn sem átti að verja í málið, væri betur settur í góðgerðasamtök sem eru að fæða og klæða þá sem þurfa á slíkri hjálp, sem skipta þúsundum.  Þeir sem heima sátu eru einfaldlega að segja að þeir hafa engan áhuga á að stjórnarskránni verði breytt með þessum hætti, og fullkomin veruleikafirring að reyna að ímynda sér eitthvað annað. 

Engin núlifandi Íslendingur þekkir betur stjórnarskrána en prófessor Sigurður Líndal.  Hann segir að það er ekkert að henni, heldir er tími til kominn að menn fari að virða það sem í henni stendur.  Mikið ósköp er ég viss um að þjóðin tekur meira mark á honum en bloggrónum og sófasérfræðingum vinstri manna.  Einhverstaðar verða mörkin að liggja hvar heimska stjórnvalda endar og þjóðin tekur við og stoppar sirkus Jóhönnu og Steingríms J. og þingheims sem nýtur 9% traust þjóðarinnar.  Mælirinn er löngu orðinn fullur hvað varðar "Hina fyrstu hreinu vinstristjórn."

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 15:47

21 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ósköp er þessi Guðmundur 2. æstur... og hvað er bloggróni???

Annars er þetta með áhugaleysið einfalt mál í mínum huga. Ef nú væri kosið til alþingis myndi ég sitja heima þar eð ekki einum einasta flokki sem nú er á þingi er treystandi fyrir að gæta dverghamsturs meðan eigandi hans skryppi í bíó, hvað þá stjórn heils þjóðfélags. 

Ég mundi einfaldlega ekki eyða tíma frá fjölskyldu eða áhugamáli til að fara á kjörstað - trúðapakkið er ekki tímans virði.

Haraldur Rafn Ingvason, 28.11.2010 kl. 18:38

22 identicon

Sammála þér Haraldur með Guðmund annann.  Maður sér fyrir sér mann sem er mjög æstur.  En hann er fyrirsjáanlegur.

Brynjar (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 09:43

23 Smámynd: Kommentarinn

Guðmundur virðist vera að gefa ágætis sýnidæmi um bloggróna.

Kommentarinn, 29.11.2010 kl. 10:56

24 identicon

Félagar í raunum.  Skil vel að þið eigið bágt á jafn erfiðum tímum og raun ber vitni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband