Stjórnlagaþing gegn flokkastjórnmálum

Ríflega 500 frambjóðendur sem margir eru félagsvanir en fáir úr fremstu röð stjórnmálamanna gerir kosningu til stjórnlagaþings spennandi. Stjórnarskráin átti enga sök á hruninu en þáttur í endurreisninni getur verið að skrifa upp ný drög sem færu í framhaldsumræðu.

Áhuginn sem kemur fram í fjölda framboða staðfestir áhuga á stjórnmálum þótt orðspor atvinnustjórnmálamanna á þingi sé komið niður í svaðið.

Kjörsókn til stjórnlagaþings verður tæplega jafn góð og í almennum kosningum. Stjórnmálaflokkar hafa úr hundruðum milljóna króna að moða til að auglýsa sig og flokksvélar til að starfa fyrir sig.


mbl.is Rúmur helmingur ætlar að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband