Fjögur evru-ríki í meiri skuldavanda en Ísland

Landið sem hýsir miðstöð Evrópusambandsins, Belgía, skuldar árlega þjóðarframleiðslu sína. Þrjú önnur evru-ríki, af samtals sextán, Ítalía, Írland og Grikkland skulda meira en alla árlega þjóðarframleiðslu sína. Skuldahlutfall Íslands er 87 prósent.

Tvær meginályktanir má draga af þessum samanburði. Í fyrsta lagi að evran hvorki bjargar ríkum frá kreppu né veitir sérstakt skjól þegar kreppa ríður yfir. Í öðru lagi að sveigjanleikinn sem fæst með eigin mynt er ómetanlegur.

Krónan er bjargvættur Íslands.


mbl.is Ísland skuldar einna mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér gengur allt svo ljómandi vel, ekki satt?

Enda reyna "lýðræðissinnarnir" í VG nú að klína því á mótmælendur að þar séu á ferð útsendarar "fasisma" og auðræðis.

Viðbjóður að fylgjast með þessu.

Karl (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 10:17

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Svona til lengri tíma litið væri auðvitað hræðilegt að missa verðtrygginguna, verðbólguna og gengisfelingartakkan sem blessuð krónan býður uppá.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 3.11.2010 kl. 11:25

3 identicon

Svandís umhverfis var gestur Ævars Kjartanssonar í þættinum "Sósíalistar spjalla" á Rás 1 í morgun. Ekki beinlínis hægt að segja að þáttarstjórnandinn hafi verið að þjarma að viðmælandanum, á þeim mátti helst skilja að við værum bara í rífandi góðum málum. Efnislega það sama og Björn Valur hélt fram í Kastljósinu í gærkvöldi - greinilegt að VG kann betur við sig í sýndarveruleikanum en raunheimi.

Baldur (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 11:27

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þú ert að bera saman epli og appelsínur því hér er ekkert að marka tölfræðina.

Einar Guðjónsson, 3.11.2010 kl. 11:37

5 identicon

Hvernig var skuldastaðan áður en að evran var tekin upp?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 12:20

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hvernig var skuldastaðan áður en að evran var tekin upp?

Já hvernig var skuldastaðan Stefán? Segðu okkur það.

Í flestum tilfellum var hún fölsuð. Evruríkin fölsuðu tölur sínar til að geta komist með í sjálfsmorðssveit EMU. 

En í flestum evruríkjum hefur skuldastaðan versnað. Þrátt fyrir að lönd evrusvæðis hafi verið með þessa galdra- og gerfimynt í áratug. Það er jú það sem "átti ekki að geta gerst" undir evru, en gerðist samt. Það átti ekki að geta gerst að áhættu einkafyrirtækja yrði velt yfir á skattgreiðendur. Það var jú það sem Maastricht fjallaði um, frá a-z

Evran tilheyrir sögu kvalarlosta. Hún er búin að vera sem verðug mynt. Hún reyndist afskaplega illa og öndvert við sett markmið. 

Gunnar Rögnvaldsson, 3.11.2010 kl. 14:30

7 identicon

Gunnar:  Ég var að spyrja. 

Er hún kanski líka fölsuð í dag í þeim ríkjum sem eru utan ESB?

Ekki aðeins þeim sem eru innan;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 14:33

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heimsbyggðin er á heljarþröm hvað varðar náttúruhamfarir og stjórnsýslu peningamála!

Sigurður Haraldsson, 3.11.2010 kl. 15:21

9 identicon

Eins og venjulega fer framkvæmdastjóri Heimssýnar með trúarjátningu sína;ESB er slæmt og evran er slæm. Þetta höfum við nú lesið 1001  sinni. Tölfræðin er hins vegar nytsamleg þótt erfitt geti reynst að túlka tölur. Lítum á nokkrar tölur. Ef litið er á skuldir ríkis(ríkisstjórna) sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu þá er talan 86,7% fyrir Ísland, 105,6% fyrir Írland, 85,9% fyrir BNA og 133,2% fyrir Grikkland. Við erum sem sagt á svipuðum slóðum og Bandaríkin. Ef litið er á eignir ríkja(ríkisborgara og fyrirtækja)erlendis þá er talan fyrir BNA 292%, fyrir Bretland er hún 288% og Þýskaland 188%.Eignir Frakklands eru heldur minni eða 186% en Japanir eru á toppnum með 312%.Ef litið er á erlendar skuldir(heildarskuldir) sem hlutfall af landsframleiðslu trónir Írland á toppnum með 1004% Skuldir Hollands eru 470%, en Japan er greinlega í góðri stöðu með 42%. Skuldavandamál ríkja heimsins eru flókin og mjög erfið úrlausnar. Það leiðir ekki til neins skilnings að afgreiða málið með einföldum útjöskuðum frösum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 16:22

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sem sagt:

Evran hjálpaði ekki neinum nema Þýskalandi sem hefur keyrt með falsað gegni í 10 ár í skjóli evru og velt skyldum sínum og byrðum yfir á aðrar þjóðir. Evran breytti gengisáhættu í ríkisgjaldþrotaáhættu.

Hvort viltu; skuldafangelsi fyrir þjóð, eða eina ódýrari papriku í stað fullveldis?

Gunnar Rögnvaldsson, 3.11.2010 kl. 16:42

11 identicon

Kæri Gunnar, þetta eru ekki raunverulegir valkostir. Ég veit ekki hvernig tilvera þín í ESB hefur verið en miðað við skoðanir þínar virðist hún heldur raunaleg. Í bandarískum fjölmiðlum er nú fjallað um the new germany vegna mikils hagvaxtar og fjölgunar starfa í Þýskalandi. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra um langt árabil. Með góðum kveðjum.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 19:08

12 identicon

Hrafn Arnarson.  Hversu oft hafa gestir síðunnar þurft að lesa mjálmið í þér um hvað ESB er frábært og evran að sama skapi..???? 

Segðu okkur.  -  Hvað veist þú um það..???

Ef þú kynntir þér málin eitthvað í stað þess að spamma ESB skrautbækling Samfylkingarinnar sem er partur af 4 + milljarða mútufénu, þá vissirðu ef til vill að meirihluti íbúa ESB landanna eru óánægðir með dvölina í sambandinu og sjá ekki hag í því fyrir sína þjóð, sem og að þeir telja evruna af hinu vonda, í nýlegri könnun.  Allt fólk með reynslu að því að búa við Brussel spillingarveldið.

En auðvitað er þér það fullkomlega ókunnugt um svoleiðis aukaatriði.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 20:35

13 identicon

ESB.....Bad.....

Island........Good

You just don't get it do you........

Unfortunately, Iceland today is the Nigeria of the North Atlantic.......I am so very sorry, but that is how it is.....You must have seen all those spam E-Mails from Nigeria.........Send me the money and I can make you rich. Nigerian Government Guarantees your money......

Ice-save.......Give us your money...Invest in Icesave....we will give you 6.0% interest guaranteed by the Icelandic Government............

Now you are talking about how bad the ESB is???? Funny thing is I agree with you........Keep out of the ESB......But please put your own country right.

Once Icesave is paid (It should have been done 2 years ago)......How about a liason with the rest of the European countries who are not in the ESB?

Fair Play (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 21:26

14 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Nígería Norðursins. Nú erum við að tala saman.

Gísli Ingvarsson, 4.11.2010 kl. 08:07

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Við erum lítil þjóð með miklar auðlindir og eigin gjaldmiðil, sem þýðir sjálfstæði í fjárhagsstjórn. Hefur verið misnotuð til þessa - en því má breyta.

Við skulum ekki tapa því sem við eigum bara vegna vanþekkingar á heildinni. Við erum ekki Evrópa! Við erum Ísland!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 5.11.2010 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband