Hreyfingin tvöfaldar fylgi sitt

Fjölmiðlar segja fátt um að Hreyfingin hafi tvöfaldað fylgi sitt milli mánaða og teljast hafa átta prósent samkvæmt skoðanakönnun. Tvær skýringar eru líklegastar á fylgisauka Hreyfingarinnar. Þingmenn hennar hafa verið ötulir í mótmælum og samsamað sig ítrustu kröfum um fólki verði bætt efnahagslegt hnjask hrunsins.

Í öðru lagi eru þingmenn Hreyfingarinnar þeir einu á alþingi sem krefjast kosninga strax og gera það af þunga. Aðrir þingflokkar eru hræddir við að mæta kjósendum.

Hreyfingin hefur unnið fyrir fylgisaukningunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Hreyfingin hefur unnið fyrir fylgisaukningu.Það er rétt,að þeir þingmenn hreyfingunnar hafa virkilega látið ljós sitt skína.En er það nóg?Ég teldi það,að Hreyfingin þyrfti að ná í sínar raðar fólk víðvegar úr atvinnugreinunum og víðvegar um landið.Það er ekki nóg,að setja út á gjörðir annara.Framtíðarstefna Hreyfingarinnar verður skýr og ná yfir næstu áratugi.

Ingvi Rúnar Einarsson, 3.11.2010 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband