Hrunflokkarnir taka uppgjörið í gíslingu

Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin ætla að taka uppgjörið við ráðherraábyrgð á hrunin í gíslingu í allsherjarnefnd. Þar hafa hrunflokkarnir meirihluta og munu sjá til þess að tillögur Atlanefndar um ákærur á hendur fjögurra ráðherra komi aldrei til afgreiðslu alþingis.

Gangi fyrirætlun hrunflokkanna fram verður Vg slíta stjórnarsamstarfinu og krefjast nýrra kosninga.

Ef Vg lætur undir höfuð leggjast að spyrna við fótum í tilraunum hrunflokka að eyðileggja uppgjörið við vanrækslu samstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingu er Vg orðinn samsekur.


mbl.is Atkvæðagreiðsla um hvert málið fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 Ef það væri verið að rannsaka Stiengrím J. þá má ætla að afstaða VG væri  öðruvísi núna. Og auðvita vilja samfylking og sjálfstæðisflokkur að ekkert sé gert í málinu því það hentar þeim.  Þetta snýst alltaf um það sama. Hvað hentar mér og mínum flokki best. Allt annað skiptir ekki máli.

Sigurður I B Guðmundsson, 22.9.2010 kl. 13:00

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Viltu ekki endurskoða þessar klisjur þínar um hrunflokka. Segðu heldur allir gömlu flokkarnir nema VG. Var einhver flekklaus nema þeir?

Halldór Jónsson, 23.9.2010 kl. 11:28

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Til viðbótar ættirðu að lesa eftirfarandi í grein Einars K. Guðfinssonar:

..."Þannig er mál með vexti að fjármálaeftirlitið hér á landi er fjármagnað með tekjustofni sem lagður er á fjármálafyrirtækin. Þetta er skattur og því þarf viðskiptaráðherra - nú efnahags- og viðskiptaráðherra - að leggja frumvarp fyrir Alþingi til þess að afla heimilda til þessarar skattlagningar. Ástæðan er einföld. Stjórnarskráin heimilar ekki öðrum en löggjafarvaldinu, Alþingi, að leggja á skatta. Það er í þessari lagasetningu sem stefnan er mótuð um umfang eftirlitsins og fjárhagslegan ramma sem því er ætlað.

Í lok október árið 2006 lagði þáverandi viðskiptaráðherra, Jón Sigurðsson, fram frumvarp af því tagi sem fyrr er nefnt og markaði fjárhagsramma eftirlitsins á því sögufræga ári 2007. Umræður voru sáralitlar. Stóðu alls í kortér og enginn þingmaður úr liði stjórnarandstæðinga, hvorki úr Samfylkingu né frá Vinstri grænum, tók til máls; aldrei nokkurn tímann. .... Samstaða varð um afgreiðslu málsins. Og í nefndaráliti stóð meðal annars þetta: »Starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja hefur aukist mikið á undanförnum árum. Á árinu 2005 stækkuðu íslensk fjármálafyrirtæki enn frekar og juku jafnframt hlutdeild starfsemi sinnar erlendis. Nefndin fagnar þessari þróun en telur jafnframt að í viðskiptalífinu verði að vera skýrar reglur svo að þeir sem starfa á því sviði viti hvað er leyfilegt og hvað ekki.« Þetta er skýrt. Þingmenn úr öllum flokkum fagna því að bankakerfið er að stækka. Tiltaka sérstaklega að þessi þróun eigi sér stað erlendis. Fagna sem sagt útrásinni. Og síðan leggja nefndarmenn áherslu á að reglur verði skýrar. Meðal nefndarmanna sem undir þennan texta rita til samþykkis eru Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngu-, dóms- og mannréttindamála, sem þá voru í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Árið eftir fór á sömu leið. Þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, lagði fram frumvarp af sama tagi. Þingmenn ræddu það í stuttu máli. Hvergi vottaði fyrir ágreiningi um umfang og eðli fjármálaeftirlits. Menn fjölluðu helst um málefni sparisjóða, að gefnu tilteknu tilefni. Nefna má að Atli Gíslason, sem sat þann fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þegar málið var afgreitt, vekur athygli á því sem honum finnst óeðlilegt. Það er að Fjármálaeftirlitið fái mun meiri fjármuni til starfa sinna en Samkeppniseftirlitið og telur að þau hlutföll séu af allt öðrum toga á Norðurlöndum. Engar tillögur þarna frekar en fyrri daginn um að auka fjárveitingar til Fjármálaeftirlitsins. Menn voru býsna sáttir með umfang þess, enda hafði það vaxið gríðarlega á þensluárum fjármálamarkaðarins. Af þessu má sjá, að allt þetta sífellda sífur um að hér hafi átt sér stað meiri háttar átök um það hvort hafa ætti ærlegt eftirlit með fjármálafyrirtækjunum, er tóm þvæla. Það urðu engin slík átök. Hafi menn á Alþingi haft meiningar um að betur hefði þurft að gera við Fjármálaeftirlitið þá var það leikur einn að láta þann vilja sinn koma fram í breytingartillögum þegar málið kom á dagskrá Alþingis. Það var hins vegar aldrei gert. Þvert á allar flokkslínur fögnuðu menn auknum umsvifum fjármálamarkaðarins og þá sérstaklega útrásinni og kvittuðu upp á það fyrirkomulag á eftirlitinu sem hér viðgekkst á þessum tíma. Það átti í þessu tilviki ekki síður við um þingmenn þáverandi stjórnarandstöðu en aðra. Tilraunir þeirra til eftiráskýringa og sögufölsunar á þessu sviði falla því um koll. Í þessu máli geta þeir ekki skotið sér undan ábyrgð, þó viljinn til þess sé auðsær. "

Halldór Jónsson, 23.9.2010 kl. 11:52

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki einu sinni VG verðskuldar að vera sagður laus við hrunið

Halldór Jónsson, 23.9.2010 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband