Hrædda músin í stjórnarandstöðunni

Ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk, er sjaldnast sammála um stærri mál og hefur litla hugmynd um hvert eigi að stefna með íslenskt samfélag. Stór ástæða fyrir því að ríkisstjórnin heldur velli er að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sjálfur móðurflokkur íslenskra stjórnmála, Sjálfstæðisflokkurinn er eins og hrædd mús í stöðugri leit að skjóli frá almenningi.

Stuðningsyfirlýsing varaformanns Sjálfstæðisflokksins í gær við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er staðfesting á pólitísku kjarkleysi forystu Sjálfstæðisflokksins.

Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins veit sem er að almennir flokksmenn og kjósendur bíða í ofvæni eftir tækifæri til að hreinsa út útrásarleifarnar í þingflokknum. Í stað þess að flokksforystan gangi fram fyrir skjöldu og segi skýrt og skorinort að útrásarfólk er óvelkomið í trúnaðarstöður reynir forystan að kaupa sér tíma í þeirri von að vandamálið gufi upp.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér, mér finnst líka að hrædda músin sé alvarlega að hugsa um að semja sig útúr blekkingaleiknum, með því að skella sér í fóstbræðralag við skáparottuna sem blekkti alla kettina, sem enn ráfa um í villu og svima, þótt búið sé að smala þeim saman.

Robert (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband