Utanríkispólitík fullvalda þjóðar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti sýnir hvernig fullvalda Ísland getur rekið sjálfstæða og markvissa utanríkisstefnu í nærumhverfi okkar. Gangi áform starfandi utanríkisráðherra eftir, Össurar Skarphéðinssonar, munu utanríkismál okkar að stærstum hluta færast til embættismanna Evrópusambandsins í Brussel.

Ísland í Evrópusambandinu yrði dæmt til að láta Brussel sjá um viðskiptasamninga við erlend ríki sem og viðræður um veiðar úr deilistofnun. Aðkoma okkar að málefnum norðurslóða yrði undir formerkjum Evrópusambandsins.

Embættismenn í Brussel myndu eðli málsins samkvæmt ekki taka hlut 300 þúsund Íslendinga fram yfir hagsmuni þeirra 500 milljóna sem búa í löndum ESB.


mbl.is Varar við kaldastríðsátökum á norðurskautinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband