Þór Saari misskilur

Ísland er ekki í óskuldbindandi viðræðum við Evrópusambandið um mögulega aðild. Evrópusambandið býður ekki upp á slíkar viðræður og hefur ekki gert síðan Finnland, Svíþjóð og Austurríki gengu í sambandið 1995 - en Noregur hafnaði. Ef þá stækkun undirbjó ESB stækkun í austur og gerbreytti inntökuskilyrðum. Til að gera Austur-Evrópuríki hæf til að ganga í sambandið varð að aðlaga þau, stjórnsýsluna sérstaklega, að kröfum sambandsins.

Ísland er aðlögunarferli án þess að þing eða þjóð hafa samþykkt að fara í slíkt ferli. Umboðsleysi ríkisstjórnarinnar er algjört.

Þór Saari getur ekki kallað núverandi ferli viðræður. Hann er alloft greindur til að misskilja af vangá og verður vonandi áfram nógu hugrakkur til að kalla hlutina réttum nöfnum.


mbl.is Styður ekki stöðvun viðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála og vonandi að Þór sé að lesa það sem við erum að skrifa til hans!

Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 11:52

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi svokallaða "umsókn" um aðild að ESB hefur þróast í að vera "aðlögunarviðræður" og það var bara alls ekki það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma.  Og til þess að fá að vita hvað ESB býður uppá er alls ekki nauðsynlegt að fara í aðildarviðræður því lög ESB eru öllum aðgengileg á netinu og stækkunarstjórinn sagði það alveg hreint út að það yrði EKKI UM NEINAR UNDANÞÁGUR frá þeim fyrir Ísland að ræða.

Jóhann Elíasson, 30.8.2010 kl. 12:04

3 Smámynd: TARA

Aðild að ESB er alls ekki vitlaus að mörgu leyti, en við verðum að gæta okkar í þessu ferli og auðlinda okkar. Fiskurinn er okkur mikilvægur, en það er einmitt hann sem sóst er mikið eftir. Ég held að það sé vel hægt að semja ef rétt er að farið.´

Hitt er svo annað mál, að það er margt sem þarf að hafa í huga. Aðildinni fylgja bæði kostir og gallar. Og við getum ekki farið þegið, en neitað að gefa á móti. Þannig virkar þetta bara alls ekki.

TARA, 30.8.2010 kl. 12:14

4 identicon

ég er alltaf svo tregur - skil alltaf hlutina allt öðru vísi en þið.

Þarf ekki að breyta lögum þegar aðlagað er?

Er það sem verið er að gera ekki þannig að það er verið að kanna hvað þarf að aðlaga sem svo verður borið undir þjóðaratkvæði - sem verður svo að lögum ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu verður jákvæð????

Ég sé engan veginn hvernig er hægt að aðlaga "í skjóli myrkurs"... það hlýtur að þurfa að breyta reglum og lögum þegar aðlagað er, og það gerist væntanlega ekki þegjandi og hljóðalaust!!

Gunnar G (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:16

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Gunnar, aðlögunin fer fram jafnhliða viðræðum sem - vel að merkja - snúast um tímasetningar aðlögunarinnar. Þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu stöndum við frammi fyrir orðnum hlut. Og það er ekki lýðræðislegt.

Páll Vilhjálmsson, 30.8.2010 kl. 12:21

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og hvar eru heimildirnar um breytingarnar 95?

(þetta er í meginatriðum vitleysa og þvaður.  Að sjálfsögðu þurfti ýmis öðruvísi tök þegar Austurevrópuþjóðir gerust aðilar að Sambandi fullvalda lýðræðisríkja evrópu vegna þess að þar vantaði suma grunnfaktora sem lýðræðisríki þarfnast.  Grundallarstofnanir o.þ.h. - eruði andsinnar að segja að Ísland sé álíka stjórnkerfislega séð og austurevrópulönd eftir fall Járntjaldsins?  Ja, það er eigi fögur lýsing á einveldi ykkar sjalla á lýðveldistímanum!  Það verð eg að segja.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2010 kl. 12:51

7 identicon

þú og aðrir nei-sinnar megið kalla þessar viðræður hvaða nafni sem þið viljið. ég vil hinsvegar fá að kjósa um málið þegar það liggur fyrir. og páll ekki reyna að segja að ekki verði kosið um inngöngu í esb meðal þjóðarinnar. ég vil hinsvegar að kosið verði svo að ég og þjóðin öll losnum við þetta bull sem er í gangi í eitt skipti fyrir öll.

hinsvegar sýnist mér að þú og þínir líkar ætli með öllum tiltækum ráðum að taka þennan rétt af mér og þjóðinni. ég skil slíkt ekki því þið hamarið stöðugt á að engin meirihluti sé til staðar fyrir esb. og má það þá ekki koma í ljós.

eða eru svo heimskur að halda að þegar "aðlögunarviðræðunum" lýkur verði málið bara afgreitt í einfaldri atkvæðagreiðslu á alþingi?

fridrik indridason (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 13:28

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Friðrik Indriðason, það þarf ekki Pál eða neinn annan til að taka það frá þér að kjósa um ESB aðild því Heilög Jóhanna hefur oft gefið það út að VÆNTANLEG þjóðaratkvæðagreiðsla um inngöngu í ESB verði AÐEINS RÁÐGEFANDI en EKKI BINDANDI fyrir stjórnvöld.  Af þessu að dæma þá er Heilög Jóhanna þegar búin að taka RÉTTINN til að hafa eitthvað um þetta að segja af fólki.

Jóhann Elíasson, 30.8.2010 kl. 13:51

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Friðrik, þjóðin kaus ekki í meirihluta flokka sem vildu senda umsókn. Eini flokkurinn sem hafði umsókn á stefnuskrá sinni var Samfylkingin sem fékk 29 prósent atkvæða. Vg var stillt upp við vegg af hálfu Samfylkingar.

,,Ráðgefandi" þjóðaratkvæði er á dagskrá Samfylkingar í lok aðlögunarferlisins. Er ástæða til að vefengja heilindi Samfylkingarinnar í ljósi fyrri reynslu?

Og já, ég er heimskur að standa í þessu þjarki - en einhver verður að gera það. 

Páll Vilhjálmsson, 30.8.2010 kl. 13:56

10 identicon

fyrirgefðu þetta með "heimskuna". mér sýnist jóhann elíasson hafa tekið þann pólinn. það er rétt að í kosningum fékk samfylkingin aðeins 29% atkvæða. en hún lagði fram esb-viðræður sem skilyrði fyrir stjórnarsamstarfinu eins og þú og allir vita mætavel. og viðræðurnar voru samþykktar með meirihluta á alþingi. nú eru einhverjir sem segja að sá meirihluti haldi ekki. ég er mjög sammála merði árnasyni að láta reyna á hann strax þegar þing kemur saman.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 14:03

11 identicon

Þetta er nú að verða mjög áhugavert.
Umsókn að ESB  er orðin samkvæmt þessu að ferli (aðlögun) þar sem Ísland þarf að taka upp alla löggjöf ESB áður en gengið verður til atkvæða um aðild.
En vantar ekki eitthvað inn í þessa heimsmynd, eru ekki einhverjir aðrir að misskilja? Hvenær hefur lögum á Íslandi verið breytt án aðkomu Alþingis?
Hafi VG eða aðrir sem eru á móti aðild, eða einstökum lagabreytingum, áhuga eða sjái þörf á að stöðva hið meinta aðlögunarferli þá væntanlega þurfa þeir ekki annað en að segja nei við slíkum breytingum á Alþingi.
Ekkert mun því  breytast á Íslandi af völdum aðildarumsóknar fyrr en öll kurl eru komin til grafar svo einfalt er það nú.
Einungis þá og bara þá mun reyna á hvort aðild, aðlögun eða hvað menn kjósa að nefna þetta sé ákjósanleg, hagkvæm eða hæf Íslandi og Íslendingum. Sem sagt,  þetta upphlaup um að Ísland sé nánast stjórnlaust á fullu að aðlagast ESB er tómt bull svona líkt og með bændasynina í ESB herinn. 
Hins vegar er allt rétt og satt um það að Ísland þarf að taka upp lög og regluverk ESB með fáum umsömdum undantekningum ef landið gengur inn, það er augljóst.

Þá kemur stóra spurningin, hvað er svona vont við það?
Eru Íslendingar ánægðir með núverandi lög og reglur?
Getur verið að ESB lagaumhverfið á þeim sviðum sem það á við sé mun betra og skýrara en það sem við búum við í dag?
Um það vita fáir fyrr en samanburðurinn liggur fyrir. Svo er það nú blessað EES. Hvað ætli Alþingi hafi samþykkt mikið af ESB reglum á síðasta þingi? Af 117 skráðum breytingum á vef Alþingis þá virðast 13 vera vegna EES.  Ætli það breytist mikið við inngöngu í ESB, ætli sambandið banni Alþingi að setja lög um "atkvæðisrétt eigenda eyðijarða í veiðifélögum"? Held ekki.

bitvargur (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 15:01

12 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Aðlögun Íslands að ESB mun ganga þannig fyrir sig í grófum dráttum að viðræðunefndir Íslands annars vegar og framkvæmdastjórnar ESB hins vegar koma sér saman um hverju þarf að breyta og hvernig. Eftir það verða verða lagafrumvörp skrifuð í ráðuneytum og reglugerðum breytt. Þetta mun gerast smátt og smátt næstu 3-5 árin og ekkert sérstaklega kynnt okkur almenningi.

Meginatriðið er þetta: Alþingi hefur ekki samþykkt aðlögunarferli. Þjóðin kaus ekki ESB-meirihluta við síðustu kosningar. Pólitísk hrossakaup leiddu til þess að umsókn var send til Brussel á afar veikum forsendum.

Við eigum að draga umsókina tilbaka.

Páll Vilhjálmsson, 30.8.2010 kl. 15:11

13 identicon

Kaupi þessa skýringu Páll. Svona mun þetta auðvitað verða í praxís líkt og gerst hefur með áralangri aðlögun okkar að EES. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort þetta er ekki einmitt tækifæri fyrir VG og aðra til að halda aftur af virkjana og stóriðjufíklunum í Samfylkingunni. Þeir geta nefnilega stöðvað ferlið hvenær sem er með því að neita að samþykkja sérstakar lagabreytingar sem keyra á í gegn vegna aðlögunar. Kaup kaups eins og sagt er. Ekki skemmtileg tilhugsun en hugsanlega nauðsynleg.

bitvargur (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 15:40

14 identicon

Það að folk vilji ekki einu sinni skoða þa möguleika sem ESB biður upp a er mer alveg oskiljanlegt.

A bara að halda afram að skera endalaust niður herna heima, hækka skatta, halda afram með handonytan gjaldmiðil og

engan bakhjarl. Ef allt fer a versta veg og enginn bakhjarl er til staðar fara megnið af eignum islendinga hvors

sem er til erlendra aðila!

Pall, draga umsoknina til baka... hvað svo ?

Peningarnir sem fara i þessa umsokn eru svo litill a miða við það sem kostar fyrir mig, þig og islenskann almuga

að halda uppi onytum gjaldmiðli.

Svo sjalfstæði Islendinga? Rumlega 70% af löggjöf okkar er nu þegar inn i ESB i gegnum EES saminginn(fyrir utan sjavarutveg, orkumal og

landbunað). Hvað er landbunaður, sjavarutvegur og orkugeirinn mörg % i Verglandsframleiðslu þjoðarinnar? Svar: Hlutfallslega mjög litill.

Mer finnst lika kaldhæðnislegt að folk talar um fiskinn sem "eign" þjoðarinnar þegar orfair aðilar eiga allan kvotannn

og eru siðan að reka megnið af sjavarutvegsfyrirtækjum i milljarða kr. tapi(aðalega utaf onytum gjaldmiðli).

Eg er enginn rotgroinn ESB sinnaður einstaklingur sem vill ekkert nema blaan lit og gular stjornur. En folk verður

lika að skoða alla möguleika og gera ser grein fyrir ollum afleiðingum sem geta mögulega att ser stað ef allt fer

a versta veg.

Það ætti að senda megnið af islendingum i nokkra kursa i ahættustjornun i boði riksins. Þessi umræða er byggð

a alltof tilfinningalegum forsendum hja morgum.

Davið (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband