Reykjanesbær gjaldþrota

Ríkissósíalismi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ skilar rökréttri niðurstöðu sem er gjaldþrot bæjarsjóðs. Skynsamir rekstrarmenn hefðu nýtt sér góðærið á tímum útrásar til að greiða niður skuldir og safna í sjóði. Ríkissósíalisma fylgja hins vegar draumórar um að með tilskipunum að ofan sé hægt að byggja upp atvinnulíf.

Þegar opinber afskipti dugðu ekki til greip bæjarstjórinn, Árni Þór Sigfússon, til þess bragðs að gera bandalag við braskara. Eins og alþjóð veit, en bæjarstjórinn suður með sjó er grunlaus um, eru braskarar í essinu sínu þegar þeir komast í opinbera sjóði. Gæslumenn opinberra sjóða eru einatt hégómlegir stjórnmálamenn braskarar vefja um fingur sér.

Eftir skemmdarverk ríkissósíalismans ætti Árni Þór að segja af sér sem fulltrúi almennings í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Hann gæti í félagi við bróður sinn Þór, fyrrum forstjóra Sjóvá, skrifað bók um freistingar stjórnmálamanna og eðlisfar braskara. 


mbl.is Rukkaður um 1,8 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála en það þarf engin að sæta ábyrgð nú frekar en firri daginn!

Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 07:58

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ekki er nú densilegri hinn nýji meirihluti sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ með stórglæpamanninn Einar Þ. Magnússon innanborðs og hann orðinn formaður hafnarstjórnar Reykjaneshafna.

Níels A. Ársælsson., 30.8.2010 kl. 08:27

3 identicon

Tala nú ekki um frænda þeirra, hann Árna Johnsen...

Jónatan B. (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 08:33

4 identicon

Finnst að bloggarar sem aldrei hafa migið í saltan sjó í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið eigi að passa sig að gagnrýna ekki of mikið. Það er deginum ljósara að hver einasta aðgerð sem snýr að því að byggja upp atvinnulíf, annað en að stoppa í sauðskinsskó, er mjög áhættusöm og þessir svokölluðu "braskarar" eru þeir sem þora að róa. Og já það er eins og það hefur verið í aldanna rás mjög erfitt að verjast veðurofsa sem getur skollið á. Hins vegar ættu þeir sem þora frekar að fá klapp á bakið og "gengur betur næst" - því án þess að hafa þá sem þora að róa mun Ísland enda sem fanganýlenda.

Hrólfur Jónsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 08:54

5 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Árni Þór?

Magnús Óskar Ingvarsson, 30.8.2010 kl. 09:20

6 identicon

@Magnús Óskar

Klárlega hafa forráðamenn Reykjanesbæjar telft ótrúlega djarft og eytt um efni fram.  Landið er þegar orðið fanganýlenda eitt risavaxið skuldafangelsi.

Ég get ekki einu sinni skilið að menn tjalda öllu til vegna álverksmiðju sem er ekki með tryggt rafmagn.  Reykjanesbær er augljóslega orðið nýtt Álftanes og fleirri bæjarfélög munu fylgja í kjölfarið.  Það eru 4 bæjar/sveitarfélög auk Álftanes og Hafnarfjörður, Kópavogur og ekki minst Reykjavík sem skuldar 360% av heildartekjum sínum og er síðan með OR sem liggur þarna eins og ósprungin sprengja.

Það munu hundruðir manna falla bráðlega út af atvinnuleysisbótum og lenda á sveitarfélögunum.  Tekjuaukning sveitarfélaganna vegna þess að fólk hefur verið að taka út viðbótarlífeyrir sinn og greitt af honum háa skatta mun bráðum stöðvast auk þess er húsnæðisverð hér á niðurleið og útgjöld að vaxa.  Niðurskurðurinn verður síst minni hjá sveitar/bæjarfélögum en ríki.
Gjaldþrot Reykjanesbæjar mun klárleg lenda af fullum þunga á íbúunum með skertri þjónustu, hækkuðum gjöldum og áframhaldandi samdrætti.  Íbúarnir kusu þetta fólk í lýðræðislegum kosningum og klappaði fyrir þessu öllu saman.  

Gunnr (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 09:34

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hrólfur

Ísland er fanganýlenda.

Einar Guðjónsson, 30.8.2010 kl. 09:48

8 identicon

Finnst nú svolítið hart að væna menn um brask þegar þetta bæjarfélag hefur lyft grettistaki til endurreisnar atvinnulífi á Reykjanesi. Sýnist vandamálið kristallast í aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sem hefur komið í veg fyrir að dæmið gengi upp (þótt kreppunni sé auðvitað einnig um að kenna). Skil ekki afhverju fjárfestar eða bankar ættu að taka þátt í verkefni sem er sjálfdautt vegna hamla ríkisstjórnar. Það væri létt verk að koma þessum hjólum aftur af stað með því að koma álverinu af stað og láta af mótstöðu gegn atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi, enda er meira en mikil þörf á að halda því góða starfi áfram sem þar hefur svo lengi verið unnið.

Freyr (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 10:18

9 identicon

Því miður eru líka Kratar í Sjálfstæðisflokknum.

People must learn to work, instead of living on public assistance.

Hver sagði þetta?   Cicero 55 ár fyrir Krist.

Sannleikurinn breytist hægt.

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 10:21

10 identicon

Ísland er búið að vera Gúlag í tæp tvö ár og ekki batnar ástandið.

Einar Hansson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 10:23

11 identicon

Hrólfur Jónsson:

Útvegaðu mér nokkurra milljarða króna lán og ég skal verða athafnamaður og "braskari" og ráða slatta af fólki í eitthvað ævintýri. Þú verður bara að ábyrgjast að ég fái líka nógu góð sambönd hjá pólitíkusum til þess að ég verði ekki gerður ábyrgur persónulega ef allt fer á hausinn (persónulegt gjaldþrot).

Er þetta díll?

Ég meina, er það ekki svona sem "einkaframtakið" á Íslandi virkar?

Eða af hverju þarf að stóla á ríkisafskipti í hvert einasta skipti sem einhver ætlar að vera með atvinnuskapandi "einkaframtak"?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 10:29

12 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Gunnr skrifar mér einhvern langhund, en skilur ekki spurninguna mína. Hún kemur málefninu ekkert við. En spurningin er þessi: Heitir maðurinn Árni Þór?

Magnús Óskar Ingvarsson, 30.8.2010 kl. 11:18

13 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hrólfur -

tek undir með þér -

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.8.2010 kl. 11:39

14 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég sagði Árna Sigfússon bæjarstjóra vera með millinafnið Þór. Það er rangt og biðst ég velvirðingar á því.

Páll Vilhjálmsson, 30.8.2010 kl. 11:53

15 identicon

Og Hrólfur, hvað kostar að meðaltali að fá að klappa íslenskum framtaksmönnum á bakið?

Þ.e.a.s. hvað er meðalgjaldþrot þeirra stórt sem velt er yfir á almenning sem sköttum eða hærri vöxtum hjá bönkum?

Einar Hansson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 12:29

16 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Páll, ég tek undir með þér. Það er ansi hart að þegar vel gengur raka nokkrir stórbubbar að sér gróðanum en þegar illa gengur er vandanum velt yfir á almenning en stórbubbarnir standa jafn keikir eftir sem áður. Það er mál að linni og áhrifamenn verði látnir standa við þær skuldbindingar sem þeir hafa undirritað. Kapitalismi þegar vel gengur en sosíalismi þegar illa gengur virðist vera mottó þessara ríkisbubba.

Tómas H Sveinsson, 30.8.2010 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband