Afsögn Össurar óhjákvæmileg

Össur Skarphéðinsson er ber að ósannindum um málaflokkinn sem honum er treyst fyrir í stjórnarráði lýðveldisins. Össur segir enga aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins standa yfir og tekur samráðherra sinn til bæna fyrir að halda slíku fram. Eins og kemur fram í Morgunblaðinu í dag og samantekt Egils Jóhannessonar í gær er af hálfu Evrópusambandins kristaltært að aðlögun Íslands er hafin.

Aðlögun Íslands fer fram samhliða viðræðum um tímabundnar undanþágur og fresti sem Evrópusambandið kann að veita Íslandi til að uppfylla skilyrði sambandsins. 

Össur sakaði Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um að vinna ekki heimavinnuna sína þegar Jón sagði tímabært að stöðva aðlögunarferlið þar sem alþingi hefði ekki veitt heimild fyrir öðru en umsókn.

Össur er ber að ósannindum um eðli samskipta Íslands við Evrópusambandið; hann segir viðræður standa yfir en í reynd á aðlögun sér stað. Þá er Össur kominn langt út fyrir samþykkt alþingis sem aðeins leyfði að umsókn yrði send til Brussel.

Hvort um sig eru ósannindin og umboðsleysið tilefni til afsagnar ráðherra. Össur verður að víkja.

 


mbl.is Vilja endurskoða stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ætla ég að bera í bætifláka fyrir Össur.

Að öllum málatæknilegum útúrsnúningum slepptum, getur þú Páll útskýrt fyrir lesendum þess bloggs hvað það er sem er svona slæmt við að lög og reglur Íslands séu borin saman við ESB, og ef þurfa þykir að lagfæra eða samræma það sem útaf stendur í okkar dæmalausa ástar-haturs sambandi við báknið? Við erum í EES ekki satt og tökum þannig upp vel flest sem Brussel liðinu og þjóðþingum ríkja í Evrópu dettur í hug. Undanskilið er landbúnaður, fiskveiðistjórnun og hluti af lögum um fjármál. Ef litið er til fjármálaumhverfis þá mætti örugglega laga margt og ESB hefur ýmislegt gott til mála að leggja, stjórn á landbúnaði og opinberum styrkjum honum til handa er mjög undarlegt á Íslandi en enn undarlegra í ESB svo ekki viljum við þurfa að éta það upp með þvingunum frá WTO, og svo er það sjávarútvegurinn, bendi á áhugaverða grein á http://www.dv.is/blogg/johann-hauksson/2010/8/26/ad-brjotast-til-fataektar/ . Er ekki betra að vita og skilja, taka þátt og reyna að hafa áhrif heldur en að loka sig inni í þjóðrembumærð?

bitvargur (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 10:41

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Annað hvort skilur Össur ekki alvöru ráðherradóms eða þá að hann ber enga virðingu fyrir henni. Ef eitthvað hefði verið að marka það sem sagt var um gagnsæi, heiðarleika og Nýja Ísland, hefði Össur þurft að víkja sæti strax í fyrravor, áður en aðildarumsóknin var knúin fram.

Hann lét sig hverfa úr landi sem óbreyttur ferðamaður og hóf að leita stuðnings hjá erlendum ráðamönnum í "fríinu" sínu. Það var án vitundar þingsins og ríkisstjórnarinnar og áður en tillaga til þingsályktunar var lögð fram. Utanríkismálanefnd kom af fjöllum.

Steingrímur J. reyndi að gera gott úr öllu og sagði brosandi við fréttamann "ég er viss um að Össur hefur hagað orðum sínum varlega" en það var augljóst að Steingrími var ekki skemmt. Það voru stór mistök hjá Steingrími að gera ekki alvarlega athugasemd við þessi fyrstu afglöp, enda hefur Össur haldið iðju sinni áfram.

Makalaus ræða hans í Svíþjóð þegar hann afhenti umsóknina (aftur) og blaðamannafundur í Brussel nú nýlega eru önnur dæmi um framkomu sem sýna fádæma virðingarleysi af hálfu ráðherrans. En Össur situr enn.

Haraldur Hansson, 26.8.2010 kl. 11:21

3 identicon

....og mun gera áfram. Það þarf enginn að ímynda sér að VitGrannir hafi döngun í sér til að gagnrýna eitt eða neitt í þessu stjórnar"samstarfi". Undirlægjuháttur flokksforysturnnar á þeim bænum er svo ótrúlegur að manni skortir orð til að lýsa henni. Um það er Össuri Skarphéðinssyni fullkunnugt, þannig að líkurnar á því að hann fari að velta fyrir sér, hvað þá að taka tillit til, hvaða skoðun VG kunni að hafa á þessu eða hinu, eru nákvæmlega engar.

Baldur (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 13:36

4 identicon

Óheilindi og undirförli ESB sinna með Össur í brúnni gagnvart þjóðinni í málinu er þess eðlis að hugsandi fólk á að segja hingað og ekki lengra með málið, þó svo að það er jákvætt gagnvar aðild.  Einfaldlega vegna þess að svona gera menn ekki.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 14:41

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svona gera menn nefnilega á Íslandi Guðmundur 2. og hafa lengi gert.

Varla eru allir búnir að gleyma því að hér hafa verið í ríkisstjórn Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn.

Það sem þarf að gera hér verður ekki gert á meðan Alþingi hefur vald til að hafna með einföldum meirihluta öllum ónotum vegna brota á mannréttindum.

Árni Gunnarsson, 26.8.2010 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband