Neyðaróp frá Samfylkingu

Samfylkingin er einangruð í íslenskum stjórnmálum. Einn flokka boðar Samfylking að framtíð Íslands liggi í Evrópusambandinu. Samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn Jóhönnu er um það bil að gefast upp á Brusselbrölti kratanna. Össur Skarphéðinsson kom í sjónvarpsviðtal sótsvartur af reiði og krafðist þess að ráðherra Vg ynni heimavinnuna og tæki þátt í aðlögun Íslands að Evrópusambandinu.

Almenningur og stjórnmálaflokkar aðrir en Samfylking munu herðast í andstöðu við aðlögunarferlið þar sem umræðan og málefnin falla öll í sömu átt; Íslandi er betur borgið utan Evrópusambandsins.

Örvænting Samfylkingar er slík að flokksmenn eru gerðir út af örkinni með þann spuna að hluti sjálfstæðismanna sé tilbúin í Evrópusinnaða ríkisstjórn með krötum. Andrés Jónsson er ,,tengdur" samfylkingarmaður og hann skrifar

Hópur, sem lýst er sem “hófsömum og skynsömum Sjálfstæðismönnum”, hefur skv. mínum heimildum rætt um þann möguleika að bjóða Samfylkingunni upp á samstarf í nýrri “uppbyggingarstjórn”.

Andrés nefnir ekki nöfnin á þeim hófsömu en þau eru fyrst og fremst Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Einmitt fólkið í Sjálfstæðisflokknum sem hefur hvað mesta tiltrú almennings í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Sjálfstæðismenn eru upp til hópa hræddir við að segja frá því að þeir séu fylgjandi aðild að ESB. Þeir eru kúgaðir af minnihluta sem setti allt hér á hausinn haustið 2008. Þessi minnihluti er svo afturhaldssamur að hann getur ekki einu sinni flutt in neinn Breta sem er nógu mikið á móti ESB til að vera sammála þeim. Þeir héldu að þeir hefðu fundið hann en gleymdu að spyrja hvort hann vildi halda viðræðunum áfram eða ekki.

Andrés Jónson er á villigötum því að Sjálstæðisflokkurinn verður aldrei stjórntækur með þessa forystu. ESB fylgið í Sjálfstæðisflokknum verður bælt niður áfram.

Guðmundur Karlsson, 25.8.2010 kl. 15:01

2 identicon

Já andskotans bara. Það má segja að ég sé innst inni að sjá eftir því að hafa tekið þátt í því að bola sjálfstæðisflokknum frá völdum þarna á sínum tíma(janúarbiltingin). A.m.k. þegar maður sér það að liðið sem kom í staðinn ætlar að sjóða okkur utan í ESB sem er bara skyndilausn á vandamálum okkar íslendinga. Það sem Samfylkingin er að gera er einfaldlega eins og maður sem situr fastur í drullu og selur andskotanum sálu sína fyrir að toga sig úr skítnum. Já ég segi nú bara eins og hann afi minn sálugi "Krötum er ekkert heilagt".

spritti (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 15:20

3 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Spritti, þessi maður verður löngu laus úr drullunni þegar ESB kemur til sögunnar. ESB vill bara segja okkur að hætta að haga okkur eins og vitleysingjar og hvernig á að forðast að keyra út af veginum.

Guðmundur Karlsson, 25.8.2010 kl. 15:39

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, ég get fullvissað þig um að mikill meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins er algerlega á móti ESB innlimuninni og er ekki kúgaður í þeirri afstöðu sinni af einhverjum ímynduðum afturhaldssömum minnihluta.  Það er einmitt grasrótin í flokknum sem er hörðust í andstöðunni gegn ESB og hægt að telja þá Sjálfstæðismenn á fingrum sér, sem samþykkir eru því að gera Ísland að smáhreppi í væntanlegu stórríki ESB.

Axel Jóhann Axelsson, 25.8.2010 kl. 16:29

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Guðmundur,

Hvað með drullupyttinn sem ESB og Evru ríkin Grikkland, Írland og Portúgal sitja nú í og eru nú öll á topp/bottom 10 listanum yfir þau ríki sem mestar líkur eru taldar á að verði gjaldþrota.

Ísland er ekki lengur á þessum lista með sína krónu og ekkert ESB.

Auk þess glíma þessi ríki við enn harðari og verri efnahags og lífskjara lendingu heldur en við. Þau eru öll með tvö til þrefallt meira atvinnuleysi, meiri samdrátt í þjóðartekjum en við, mun meiri kaupmáttarskerðingu en við og meiri niðurskurð í allri almanna þjónustu en við höfum þurft að þola.

Auk þess hafa Grikkir búið við nánast uppreisnarástand í landinu um hríð, sem kostað hefur fleiri en eitt mannslíf og fjölda slasaðra.

Ætli Grískur almenningur sem margoft hefur mótmælt harkalega og brennt fána ESB Stórríkisins fyrir utan höfuðstöðvar Bandalagsins í Aþenu sé sammála þér Guðmundur og söguskýringum Össurar og Samfylkingarinnar um dýrðir og listisemdir kæfandi faðmlagsins við ESB apparatið !.

Gunnlaugur I., 25.8.2010 kl. 16:59

6 identicon

Guðmundur er hugsanlega með Samfylkingar gullfiskaminni.  Um 70% þjóðarinnar vill stöðva bullið núna STRAX.  Þar af 40% af kjósendum Samfylkingarinnar.  Meir að segja hefur hótunarstjórnmálaforinginn Heilög Jóhanna ekki náð að hóta sínu fólki frá andstöðunni, þá er lítil hætta á að aðrir stjórnmálaforingjar segja sínu fólki hvað það vill.  Aðeins Samfylkingin reynir slíkt og það ekki í felum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband