Arion er stórsyndari í afneitun

Arion banki vinnur skipulega gegn samfélaginu með því að leyfa hrunmönnum Íslands númer eitt, Baugsfeðgum, að stjóra Högum. Hryllileg frammistaða Arion banka bæði skaðar beint almannahagsmuni þar sem Hagar eru stórveldi í smásöluverslun, viðheldur útrásarspillingu með því að Hagar fjármagna 365-miðla sem stýra opinberri umræðu í þágu hagsmuna Baugsfeðga og grefur undan tiltrú almennings á bankakerfinu.

Yfirstjórn Arion til upplýsingar: Stórþjófar áttu og ráku íslenska bankakerfið fyrir hrun, eins og tíundað hefur verið í rannsóknaskýrslu alþingis. Einn djarftækasti bankeigandi var Jón Ásgeir sem setti Glitni á hausinn.

Arion banki er samsekur spillingunni með því að leyfa Baugsfeðgum að stjórna Högum. Bankinn á að gera hið eina rétta sem er að leysa Haga til sín, brjóta upp í smærri einingar og selja.


mbl.is Vísar ummælum Páls á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að fara fram sérstök rannsókn á hvað hefur gerst í málefnum bankanna og stjórnvalda eftir hrun.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 18:02

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Þetta er því miður enn eitt dæmið um hvað lítið hefur breyst á Íslandi þrátt fyrir fögur fyrirheit ráðamanna. Skilanefndir bankanna voru í upphafi skipaðar fólki úr sömu elítu og þeirri sem  fékk frítt spil fyrir hrun. Það er eins og þessu fólki sé algerlega ókleift að hugsa út fyrir sinn þrönga hagsmunaheim og gera eitthvað sem kemur landi og þjóð til góða, það sýna vinnubrögð bæði þessa banka og annarra.

Hjalti Tómasson, 20.8.2010 kl. 18:17

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Spillingin komst alveg í nýjar hæðir eftir bankahrun.  Í bananalýðveldi og Ísland er þar sem spillingin er svona rótgróin, er ekki við öðru að búast.  Allt pakkið sem stjórnar bönkunum er algjörelga gegnsýrt af spillingu,  skilanefndir og slitastjórnir meðtaldar.  Ekki er staðan skárri í pólitíkinni.  Ísland er og hefur alltaf verið ormagryfja spillingar og það verður engin breyting þar á.

Guðmundur Pétursson, 20.8.2010 kl. 18:30

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Bendi á að í núverandi stjórn Haga er Jóhannes í Bónus, en Helga Þóra Eiðsdóttir, forstöðmaður á skrifstofu bankastjóra Arion banka, harðneitar öllum ásökunum um að Arion banki hygli þeim feðgum á nokkurn hátt og segir m.a.  "Við megum ekki samkvæmt Samkeppniseftirlitinu skipta okkur af daglegum rekstri félagsins. Hagar eru sjálfstætt eignarhaldsfélag og í stjórn Haga sitja óháðir aðilar"

Guðmundur Júlíusson, 20.8.2010 kl. 18:41

5 identicon

Sæll.

Það er alveg með ólíkindum hvað Landsbankinn og Arion banki gera. Gylfi ætti að skipta um fólk í brúnni í báðum bönkum enda er verið að viðhalda einokun á matvörumarkaði og fjölmiðlamarkaði með því að skipta ekki upp Högum og 365 miðlum. Ætli Jón Ásgeir hafi eitthvað á stjórnmálamennina? Af hverju gera þeir ekkert?  

Við skulum heldur ekki gleyma ábyrgð stjórnmálamanna, þeir hafa hingað til algerlega sloppið.

Hver man ekki eftir Steingrími fjármálaráðherra í fyrra, þá fannst honum af og frá að Björólfsfeðgar fengju að greiða 3 milljarða í stað 6 af láni. Sami Steingrímur hefur ekkert sagt eða gert varðandi Baugsfeðga. Hvað hafa Baugsfeðgar fengið mikið afskrifað? Af hverju finnst Steingrími í lagi að Baugsfeðgar fái afskrifað en ekki Björgólfsfeðgar? Af hverju er maðurinn ekki látinn svara því? Finnst honum s.s. í lagi að gera upp á milli útrásarvíkinga? Páll er kannski tilbúinn að taka upp þann þráð?

Hinn almenni neytandi getur gert ýmislegt ef hann vill, mér dettur t.d. ekki í hug að skipta við Arionbanka fyrr en hann lætur af þessu rugli. Ég versla ekki í fyrirtækjum Haga, það er hægt að gera ýmislegt annað en nöldra og tuða. Fólk getur því sýnt vilja sinn í verki ef því sýnist svo.

Jon (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband