Hæglátur Svíi leggur evrurök til hvílu

Hæglátur sænskur hagfræðingur kvað evruumræðuna á Íslandi í kútinn með fyrirlestri í Háskóla Íslands síðdegis i dag. Jafnvel sannfærður aðildarsinni eins og Jón Baldvin Hannibalsson sagði umræðuna ekki lengur standa um krónuna eða evruna. Stefan de Vylder fór yfir stöðu evrunnar og myntbandalagsins, rökin fyrir upptöku og reynsluna og framtíðarhorfur.

Stutta útgáfan er þessi: Innbyggt ójafnvægi er á evrusvæðinu þar sem efnahagskerfin eru innbyrðis ólík en búa við sömu vextina. Hagbólur, t.d. eignabólur, og röskuð samkeppnisstaða hagkerfa leiðir til spennu á milli ríkjanna. Til viðbótar hafa meginreglur sem settar voru í upphafi um að bjarga ekki stórsyndurum frá gjaldþroti ekki verið virtar. Afleiðingin er almenn vantrú á að evruverkefnið gangi upp til lengri tíma.

Aðildarsinnar á Íslandi hafa beitt evrurökum fyrir vagn sinn með nokkrum árangri. Eftir fyrirlestur de Vylder var öllum viðstöddum ljóst að evran í stað krónu er dautt mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var áhugaverð ábending hjá einum í salnum að þeir tveir hagfræðingar í salnum sem höfðu spurningar til Stefan, Jón Baldvin og Lilja Mósesdóttir gengu út frá því sem vísu í sínum spurningum að ekki væri hægt að hafa krónu áfram heldur þyrfti eitthvað annað.

Stefan vildi ekki gefa neinar beinar ráðleggingar í þeim efnum en sagði beinlínis "Ekki taka upp evru" og "þið munuð vissulega komast vel af með krónuna, smæð gjaldmiðilsins er ekki vandamálið". Og aukinheldur sagði hann að með krónunni værum við miklu betur sett en ef hér hefði verið evra.

...og enn frekar ... ekki fara í myntbandalag með norðmönnum (nema við séum byrjaðir að dæla upp olíu eða gasi).

....ég heyrði ekki betur á honum en að við værum með skásta mögulega kostinn í stöðunni.... íslenska krónu.

Njáll (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 20:19

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir að segja frá þessum fundi. 

Íslensk króna er V8 mynt fyrir unga þjóð en ekki elliheimili. Hún er seig og ódrepandi.  

Myntin evra er að reyna að vera mynt fyrir elliheimilið Þýskaland. En í sannleika er hún bara stórslys og sjúkdómur á borð við sýfilis. Það er ekki hægt að losna við sjúkdóminn þegar hann er framskriðinn. Sjúkdómseinkennin koma seint og óreglulega. En á lokastigi er sjúkdómur þessi banvænn. 

Bréf frá Gregory í Evrópu (til FT): Eurozone’s paralysis is like untreated syphilis

Mikið er ég sammála Gregory

Evra er dauðadæmd.   

Gunnar Rögnvaldsson, 20.8.2010 kl. 20:56

3 identicon

Langaði að fara.

sandkassi (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 21:00

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvað Svíþjóð gerir. Þeir eru jú skyldugir til að taka upp evru. Það verða öll lönd ESB að gera strax og þau eru fær um það (nema Bretland og Danmörk). Hvað munu Svíar gera? 

Meira að segja Göran Persson er farinn að óttast vaxandi federalisma ESB, og er þá víst óhætt að segja að verulega illa standi til:  Göran Persson varnar för EU-federalism

Gunnar Rögnvaldsson, 20.8.2010 kl. 21:26

5 identicon

Það væri agalegt bara ef þeir gerðu það

sandkassi (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 21:41

6 identicon

Hvað stendur umræðan þá um hjá honum Jóni Baldvini ég bara spyr?

Var þetta ekki höfuðlausn allra fjármálavandræða hjá Jóni og Samfylkingunni?

Þetta er höfuðafhöggvari allra hvort þeir séu til vandræða eða bara dragi lífsandan.

jonasgeir (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:03

7 identicon

Gunnar, Stefan kom einmitt inn á þennan vinkil í fyrirlestri sínum. Þeir Svíar eru í klemmu. Sósíaldemókratar héldu því statt og stöðugt fram á sínum tíma að evran væri lausnin. Þeir fast tengdu sænsku krónuna við evruna 1991-1992 en þegar verðbólga var komin yfir 500% gáfust þeir upp og settu krónuna á flot og hófst þá efnahagsbatinn hjá þeim.

Þessi dýra reynsla þeirra sýndi þeim hvernig það er að vera læstur inn í myntbandalagi. Í dag dettur þeim ekki í hug að ganga inn í myntbandalagið því hagvöxtur hefur aldrei verið meiri hjá þeim en undanfarin ár. Þeir geta þó staðið utan við myntbandalagið þó þeir hafi skrifað upp á að ganga inn í evruna því þeir geta forðast að uppfylla skilyrðið um að undirgangast "ERM II" í tvö ár.

Sameiginleg mynt fyrir ólíkar þjóðir er útópísk hugmynd sem gengur ekki upp í raunveruleikanum. Evrusvæðið með sínar 16 þjóðir er að meðaltali með viðskiptahalla upp á 60 billjón USD, sem er ekki slæmt þegar á heildina er litið. En þegar staðan er skoðuð milli landa ESB þá kemur í ljós að 3 lönd eru með jákvæðan viðskiptajöfnuð upp á 240 billjón dollara, en hin 13 er því í mínus upp á 300 billjónir. Veiking evrunnar kemur þeim sem flytja mest út til góða. Þar stendur Þýskaland öðrum þjóðum langtum framar. Veiking evrunnar kemur miðjarðarhafslöndunum ekki til góða þar sem þeirra viðskipti eru að mestu í ferðamannaiðnaði og innan evrusvæðisins.

Þarna skilja hagsmunir þessara þjóða og taldi Stefan að Þýskaland gæti orðið fyrsta landið til að kljúfa sig út úr samstarfinu þar sem vaxandi óánægja er þar heima fyrir með að það stefni í að þjóðverjar einir muni geta hjálpað öðrum aðildarlöndum með að rétta af sinn efnahag.

Sem sagt, ef heldur áfram sem horfir þá mun evran liðast í sundur.

Það er því með öllu óábyrg stefna hérlendra stjórnvalda að halda uppteknum hætti við aðlögunarferlið, veifandi evru sem einhverju töfradufti framan í fólk með tilheyrandi sóun á skattfé, tíma og aðföngum og umfram allt í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar.

....Þessi fyrirlestur er væntanlegur á ÍNN og verður gaman að sjá hvaða "upplýstu" umræðu aðildarsinnar munu koma með til mótvægis.

Njáll (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 23:38

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka  þér kærlega fyrir Njáll. 

Já, í huga Þýskalands er aðeins til einn móralskur jöfnuður við útlönd: nefnilega viðskiptahagnaður Þýskalands við umheiminn. Þeir skilja ekki og munu aldrei skila að þetta krefst þess að "hinir" séu með neikvæðan viðskiptajöfnuð sem fjármagnar hagnað Þýskalands við umheiminn.

Reyndar má færa sterk rök fyrir því að hrikalegur uppsafnaður jákvæður ójöfnuður (imbalance) Þýskalands við umheiminn sé ein af helstu orsökum fjármálakreppu heimsins undanfarin ár.

Í læstu gengisfyrirkomulagi sem er enn meira "rigid" en gamli gullfóturinn var, hefur Þýskaland stundað massífa innvortis gengisfellingu (lækkun laun og kostnaðar) í samfleytt 12 ár. Því er ekki von annað en að fjármunir Grikkja hafi á endanum sogast inn í hinn risastóra uppsafnaða viðskiptahagnað Þýskalands allar götur frá því að Grikkland gekk í myntbandalagið. Grikkir voru í staðinn fóðraðir á neikvæðum raunstýrivöxtum allan þann tíma sem þeir hafa verið í myntbandalaginu. Þetta er ein af aðalorsökunum fyrir því hvernig málum er komið í Grikklandi.  

Í raun og sanni hefur Þýskaland með efnahagsstefnu þessa elliheimilis breytt evrusvæðinu í sinn einka-útflutningsmarkað. Enginn getur keppt við elliheimilið Þýskaland hvað varðar lágan kostnað og ömurlega léleg laun. Það eina sem dugar þegar maður mætir svona hagkerfi á mörkuðum er massíf GENGISFELLING hér og nú! Það er það eina sem dugar gegn svona rányrkjustefnu.

Já ég man vel eftir hruni EMS fyrirkomulagsins árið 1991-1992.

Það gékk svona fyrir sig:

  • 14 nóvember 1991: Finnska markið er fellt með 12,3%
  • 08. september 1992: Finnland gefst upp á einhliða ERM bindingu
  • 17. september 1992: Bretland gefst upp á gagnkvæmri ERM bindingu, pundið flýtur aftur
  • 17. september 1992: Ítalía gefst upp á ERM bindingunni, líran flýtur aftur
  • 17. september 1992: Spánn gefst uppá þröngri ERM bindingu
  • 19. nóvember 1992: Svíþjóð gefst upp á einhliða ERM bindingu eftir að hafa hækkað stýrivexti í 500% til að verja bindinguna.
  • 23. nóvember 1992: Spænski peseta og portúgalski escudos eru felldir um 6%
  • 10 desember 1992: Noregur gefst upp á einhliða ERM bindingu
  • 02. ágúst 1993: aðeins Þýskaland og Holland halda uppi +/- 2.25% gagnkvæmri bindingu ERM.

Svíþjóð í kreppu - hið fræga ár 1992 og svarti september

  • 10. janúar - fjárlög Svíþjóðar kynnt og reynast vera með  71 SEK milljarða halla
  • 26. ágúst - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 16 prósent
  • 8. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 24 prósent 
  • 9. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 75 prósent
  • 16. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 500 prósent
  • 23. september - Sænska ríkisstjórnin gefur út ábyrgð fyrir alla banka í landinu, "enginn banki má verða gjaldþrota"
  • 30. september - enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur
  • 19. nóvember - klukkan 14.28 er einhliða fastgengi sænsku krónunnar gagnvart EMS-gjaldeyrisbandalagi EB lagt niður, og á augnabliki fellur sænska krónan 10 prósent 
 
 
 
Kveðjur
 

Gunnar Rögnvaldsson, 21.8.2010 kl. 00:28

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Þessar umræður rifja upp fréttirnar af því þegar "evrulöndin 16 ákváðu" að setja saman björgunarpakka fyrir Grikkland. Í fréttum var sagt: "Þjóðverjar og Frakkar náðu samkomulagi fyrir helgina ..."

Þýskaland og Frakkaland eru 2 lönd, en ekki 16. Á skipuritinu eiga "allir rödd við borðið" og taka sameiginlegar ákvarðanir en raunveruleikinn er allt annar. Á brusselsku er 1+1=16.

Enda kom í ljós að Portúgal þurfti að fjármagna sinn hluta lánsins með því að taka lán á lakari kjörum. Og í síðustu viku ákvað þingið í Slóveníu að draga sig út úr pakkanum, að óbreyttu. Bæði þessi ríki geta borið vitni um að evran er þýsk/frönsk mynt og úr takti við raunveruleikann í jaðarríkjunum.

Haraldur Hansson, 21.8.2010 kl. 00:45

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Ekkert hef ég séð að RÚV hafi sagt orð um þennan merkilega fund, hvorki í útvarpi eða sjónvarpi.

Er það ekki alveg dæmigert fyrir síendurtekna hlutdrægni þessa svokallaða óháða ríks fréttamiðils. 

Gunnlaugur I., 21.8.2010 kl. 11:16

11 identicon

Tek undr það Gunnlaugur.

sandkassi (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 17:08

12 identicon

Elskurnar mínar , nú þar ég aðeins að leiðrétta ykkur.

Var ekki á fyrirlestrinum hjá þessum Stefan en ef hann hefur haldið því fram að (stýri?)vextirnir séu þeir sömu í öllum aðildarlöndum ESB þá er það bull og vitleysa. Þeir eru eðlilega hæstir í þeim löndum sem hafa (mikinn)viðskiptahalla  eins og Grikklandi/Írlandi en lægstir í löndum eins og Þýskalandi sem hafa viðskiptaafgang.

Það er frá efnahagslegu sjónarmiði ekkert gáfulegra að hafa viðskiptahalla en viðskiptaafgang, hvorutveggja þarf að eyða. Þegar talað er um raunhagvöxt í (ekki Evru-) löndum sem sífellt eru að fella gengið til að halda viðskiptalífinu gangandi  (og gera þar með fyrirtækin sín ósamkeppnishæfari til lengri tíma þar sem tiltekt í rekstri verður ekki jafngóð og ella) verður að draga frá hagvextinum tapið við gengisfellinguna fyrir þjóðarbúið.

Fyrir Ísland og íslensk fyrirtæki þýddi það t.d að gera upp t.d í Evrum og Dollurum til að átta sig á raunvexti fyrirtækisins.

Það er hins vegar ljóst að taka verður til í rekstri ríkis og stærstu fyrirtækja áður en sótt er um aðild að myntbandalagi þar sem ekki er hægt að prenta peninga þegar þá vantar. Það má auðvitað alveg eins gera með krónu eins og evru. Til framtíðar samt er betra fyrir fyrirtækin að misvitrir stjórnmálamenn séu ekki að púkka undir "máttarstólpa samfélagsins" með gengisfellingum á kostnað allra hinna. Það er eini kosturinn við evruna, að hún takmarkar möguleikann á peningaprentun. Löndin munu áfram stýra sínum vöxtum sjálf (innan vissra marka og án verðtryggingar að sjálfsögðu)

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 23:13

13 identicon

Verðrtygging leggst ekki af við það eitt að ganga í Evrópusambandið Gunnar. Varðandi upptöku á Evru, þá er ekki hægt að vera meða hana hér nema með hallalausan ríkisrekstur og lágar sem engar skuldir.

Ég er ekki að sjá þær aðstæður skapast á næstunni.

sandkassi (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 00:41

14 identicon

Sæll nafni Waage,

varðandi verðtrygginguna þá verður hún að leggjast af ef Evra er tekin upp (innganga í ESB með krónur gerur það ekki eins og þú bendir réttilega á).

Annars ég alveg sammála þér, það verður erfitt að koma sér í þá stöðu að geta tekið upp Evru. En að mínu mati er innganga í ESB fyrsta skrefið í þá átt (mæli ekki með einhliða upptöku)

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 13:15

15 identicon

Spurning um að byrja á réttum enda, ESB er á hinum endanum. Það er ekkert því til fyrirstöðu að leggja niður verðtryggingu á almennum útlánum strax í dag þótt Jóhanna afsaki aðgerðarleysið með því að það verði gert með inngöngu í ESB.

Upptaka, einhliða eða gegn um ESB er sami hluturinn. Eftir stendur þá ríkið með ekkert peningaprentunarvald og takmarkaðar leiðir til þess að stýra peningamálum.

Við megum  ekki gefa frá okkur krónuna, allir gjaldmiðlar lenda í einhverjum vandræðum en það er tímabundið og endurspeglar heilsu hagerfisins.

Þá ber að laga til í hagkerfinu, gjaldmiðillinn er ekki vandamálið. 

sandkassi (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 16:07

16 identicon

Einhliða upptaka Evru yrði væntanlega án stuðnings evrópska seðlabankans sem þýddi að bankarnir fengju ekki pening frá seðlabanka Evrópu  ef þeir lentu í lausafjárskorti, jafnvel þótt eignir og veðin væru góð. Með því að fara í Evrópusambandið geta vel rekin (fjármála-)fyrirtæki alltaf verið örugg um að lenda ekki í lausafjárskorti í Evrum.

Það sýndi sig við síðasta hrun að ekki dugði að eiga lausafé í krónum og að fjárfestar flýja íslensku krónuna þegar verðtrygging + vextir < gengisfall.  Aðeins gjaldeyrishöftin + veruleg tiltekt í rekstri getur haldið krónunni á floti og jafnvel væri þá ennþá ekki tryggð trú erlendra aðila á henni. Annars er ekki hægt að útskýra hvers vegna íslensk fyrirtæki með góðan tekjugrunn (í ISK)  eiga í erfiðleikum með að fjármagna sig í erlendum myntum.

Það má færa rök fyrir því að það megi byggja upp traust á ISK með áratuga langri traustri hagstjórn, en af hverju að bíða svo lengi ef sama traust fæst með inngöngu í ESB og upptöku Evru (undir Maastricht-skilyrðum) sem lauk þess leiðir af sér styrkari hagstjórn.

Einu rökin sem ég sé á móti þessu er að með aukinni hagræðingu eykst atvinnuleysi (tímabundið allavegana) og að vextir yrðu líklega áfram mun hærri á Íslandi þar til viðskiptahalli myndi minnka til lengri tíma

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 12:40

17 identicon

Minnst af þessu hefur þó neitt með inngöngu í Evrópusambandið að gera. Umbætur eiga Íslengingar að gera bara sjálfir og þarf fyrir því pólitískan vilja.

Nei það þarf ekki áratuga langa hagstjórn til þess að rétta af krónuna, það er nú ekki svo. Við viljum alls ekki aukið atvinnuleysi og krónan er okkar leið til að stjórna okkar innri fjármálum.

Gengi Evru er allt of hátt fyrir okkur og það er skárra að eiga verðlitlar krónur sem hækka í verði en engar Evrur. Þetta er nú bara raunsæi þótt ég skilji ósköp vel áhuga manna fyrir upptöku Evru enda er hugmyndin áhugaverð, hef velt henni töluvert fyrir mér.

Til þess þyrfti þó landið að vera með engar skuldir og velta fyrirtækjanna í landinu þyrfti að vera að mestu leyti í Evru. Hvorugt skilyrðið er til staðar.

Stuðningur Seðlabanka Evrópu er sams konar stuðningur og annars staðar gegn um REPO og ekkert um það að segja annað en að slík viðskipti fara fram burt séð frá Evrópusambandinu.

Þannig fer nú bara fjármögnun fram og eru Íslendingar ekki að fara að fá neinn stuðning við upptöku Evru eða niðurfellingu verðtryggingar. Kostnað og óþægindi af þeim aðgerðum þurfa aðildarríki bara að taka á sig.

sandkassi (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 13:03

18 identicon

Það virðist aldrei vera vilji hjá íslenskum stjórnmálamönnum að gera efnahagslegar umbætur, öðruvísi er ekki hægt að útskýra stöðugt fall krónunnar gagnvart erlendum myntum frá lok síðari heimstyrjaldar. Með inngöngu í ESB yrði hins vegar að fara í slíkar. Þannig að án ESB-stuðnings mun krónan ekki mikið styrkjast á móti Evru í bráð, allavegana ekki án gjaldeyrishafta.

Mörg okkar stærstu útflutingsfyrirtækja gera nú þegar upp í Evrum og greiða sín á milli í Evrum.

Stuðningur seðlabanka Evrópu við fjármálastofnanir í ESB er meiri og betri en við fjármálastofnanir utan ESB. þ.e. lausafjársamningar eru fengnir undir mun betri skilyrðum og vöxtum, sérstaklega ef myntin er Evran.  Ein ástæðan er sú að lánið fæst "beint" frá Seðlabankanun í staðinn fyrir að fara í gegnum erlendan banka sem millilið (eins og íslensku bankarnir voru vanir að fjármagna sig), auk þess sem viðkomandi lönd í ESB eiga forgangsrétt umfram önnur.

Varðandi kostnað við afnám verðtryggingar og upptöku evru þá bera íslendingar sjálfir stærsta kostnaðinn eðlilega. Hversu hár sá kostnaður er kemur í ljós í komandi viðræðum, en líklega lækkar hann töluvert ef hægt verður að fá evrópska seðlabankann að "festa" gengi krónunnar innan ákveðinna marka. Sem yrði ekki gert nema að við værum í ESB myndi ég halda (án þess þó að útiloka neitt)

Gunnar Sigfusson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 13:32

19 identicon

kostnaðurinn er gríðarlegur af upptöku. Hvað varðar pörun við annan gjaldmiðil þá er það gríðarlega áhættusöm aðgerð, getur mistekist með hræðilegum afleiðingum og Sambandið gengur ekki í ábyrgð í því efni.

sandkassi (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband