Viðskiptavæðing samfélagsins

Útrásin sneri á hvolf gömlum sannindum um að atvinnulíf eigi að þjóna samfélagi. Áróður auðmanna og meðhlaupara þeirra var að setja verðmiða á alla hluti og braska síðan til að skrúfa verðið upp. Ríkisstjórnir voru myndaðar utanum þessa hugsun, sbr. samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar 2007 sem var nefnd Baugsstjórnin. Meirihlutasamstarf sprakk ef staðið var gegn viðskiptavæðingunni. Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins sleit samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn haustið 2007 þegar borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins neituðu að févæða orkuauðlindir borgarinnar með samstarfi við Hannes Smára, Jón Ásgeir og kumpána í Geysir Green.

Viðskiptavæðing er góður bísness auðmanna. Eyjan segir frá hugdettu sem Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá fékk um að breikka Suðurlandsveg og fá tekjur af notkun vegarins. Í viðskiptamódelum er alltaf gert ráð fyrir hagnaði til einkarekstursins. Þegar auðmenn komast í samkrull með hinu opinbera er feitan gölt að flá.

Samfélagið framar viðskiptalífi ætti að vera kennisetning eftirhrunsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband