Markaðsbrestir og hlutverk ríkisvaldsins

Hrunið var einn allsherjar markaðsbrestur. Ef til væri hugmyndafræðilegur valkostur við einkaframtak og markaðsbúskap væri búið að ríkisvæða nærfellt allan atvinnurekstur hér á landi. Vinstriflokkarnir sem sitja stjórnarráðið boða ekki endurhæfingu atvinnulífsins heldur treysta á viðurkennd borgaraleg úrræði.

Þegar heilbrigðisráðherra fær rökstuddan grun um markaðsmisnotkun í lyfjageiranum er það vitanlega skylda hans að kanna hvort lyfjaverslun á vegum ríkisins geti leiðrétt markaðinn. Einstök inngrip í atvinnulífið er ekki upphafið að sósíalisma eins og sumar pissudúkkur virðast halda.

Það stendur upp á  talsmenn frjálsrar verslunar og markaðslausna að gera grein fyrir ástæðum hrunsins og útleggja nýtt jafnvægi milli einkareksturs og ríkisrekstur og e.t.v. annars rekstrarforms.

Pissudúkkurnar haldi í sér á meðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband