Samfylkingin bitlingavæðir

Samfylkingin ræður kúlulánamann sem umboðsmann skuldara en gengur framhjá forstöðumanni Ráðgjafastofu heimilanna en sú stofnun verður lögð niður þegar umboðsmaðurinn tekur til starfa. Án tillits til jafnréttismála er þessi niðurstaða fáránleg. Sé haft í huga að gengið er framhjá vel hæfri konu til að ráða vanhæfan karl verður málið kaldrifjað misrétti.

Samfylkingin er gegnsósa tækifærismennsku. Sumir kynnu að ætla að jafnréttismál væru Samfylkingunni mikilvægari en svo að þeim mætti fórna í bitlingavæðingu. En svo er ekki.

 

 


mbl.is Ætlar að krefjast rökstuðnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil vel að Runólfur vilji ekki svara spurningum um þessi viðskipti.

Því næstu spurningar hljóta að vera hvað hann græddi mikið á þessum viðskiptum og HVER ráðlagði honum að selja korteri fyri hrun?

Grímur (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 14:49

2 identicon

Þetta er allt svona hjá þessum Samfylkinga kommum hvað er búið að veita gullkálfinum þeirra Einari Karli mörg vellaunuð dekurstörf. Sá maður þarf aldrei að sækja um störf honum er bara úthlutað þeim af kommavinum sínum í Samfylkingunni.

Svo er sólstrandargæinn félagsmálaráðherra alfarið óhæfur sem ráðherra það hefur marg sannað sig.

Ólafur Tryggvason (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 15:12

3 identicon

Þetta er ÓGEÐSLEGT!

 Hvenær opnast augu þjóðarinnar fyrir því hvílkur ÓGEÐSFLOKKUR

Samfylkingin er?

Karl (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 15:36

4 identicon

Hefur ein einasta ráðning stjórnar verið á faglegum forsendum síðasta árið?

 Eins og Karl segir.  Þetta er ógeðslegt.

Samfylkingin er viðbjóður íslenskrar hagsmunapólitíkur.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 16:33

5 identicon

Samfylkingin sér um sína.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 18:07

6 identicon

 þegar pólitíkus telur sig geta storkað almættinu, og eflt forherðingu sína     

 í leiðinni,  er lokaþátturinn skammt undan.

Robert (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 18:49

7 identicon

Svo er náttúrlega frábært að Geirmundur sá sem veitti Runólfi lánið er með tekjuhæstu mönnum á síðasta ári - fyrir að setja Sparisjóðinn þráðbeint á hausinn

Grímur (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 19:22

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Einmitt Guðmundur  2. Gunnarsson, einnig sína andstæðinga,eða þannig.

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2010 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband