Flokksaðild að Evrópusambandinu

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn hér með aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni. Flokkurinn fékk rúm 29 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Samfylkingin er tíu ára gamall stjórnmálaflokkur og var tilraun til að sameina vinstrimenn í einum flokki og sú tilraun mistókst með Vinstrihreyfingunni grænu framboði.

Eftir því sem umræðan verður meiri minnkar fylgi þjóðarinnar við aðild. Almenningur hefur fengið sig fullsaddan af ævintýramennsku, hvort heldur á vettvangi fjármála eða stjórnmála. Flokkssamþykktir Vg og Sjálfstæðisflokksins taka af öll tvímæli um andstöðu flokkanna við aðild.

Evrópusambandið glímir erfið vandamál og fréttir af þeim vígstöðvum verða ekki jákvæðar næstu misserin.

Flokksaðild að Evrópusambandinu er ekki í boði. Rýrt veganesti Samfylkingar í Evrópuleiðangur getur aðeins endað með ósigri flokksins. Samfylkingin getur lágmarkað skaðann með því að kannast við veruleikann og dregið umsóknina tilbaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru 40% kjósenda Samfylkingar ekki á þeirri skoðun að dragi skuli umsóknarbeiðnina til baka strax?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband