Loksins, loksins undanþága handa Íslandi

Evrópusambandið ákveður loksins að veita Íslandi undanþágu frá sameiginlegu lagaverki; Ísland fær eitt ríkja heimild, já skyldu, til að borga ríkisábyrgð á skuldum einkabanka. Önnur ríki á Evrópska efnahagssvæðinu þurfa ekki að hafa áhyggjur - þau verða ekki krafin um ríkisábyrgð á skuldum einkabanka.

Rökin fyrir þessari niðurstöðu er þunnur þrettándi. Valdapólitíkin á bakvið er hins vegar raunveruleg og byggist á því að Bretar og Hollendingar krefjast þess að almenningur á Íslandi borgi Icesave-skuldina.


mbl.is Bera ekki ábyrgð á innstæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Góður!

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þvílík frétt.  Hver semur svona vitleysu og í hvaða tilgangi?  Kommisjónin segir þetta, ríki skaðabótaábyrgt ef sjóður eigi uppfyllir skyldur þær sem honum eru ætlaðar.  Bara búið að fara HUNDRAÐÞÚSUND EITTHUNDRAÐ OG TÓLF SINNUM YFIR ÞETTA! 

,,The Commission shares the legal analysis of the ESA regarding the interpretation of the Deposit Guarantee Schemes Directive in the case of Iceland. The Commission considers that in the specific case of Iceland the liability of the Icelandic State for the reimbursement due by the Icelandic Deposit Guarantee Scheme to the EU depositors stems from the defective implementation of the Directive in Iceland. The capacity of the scheme was not proportionate in relation to the size and risks posed by the Icelandic banking sector. In addition, the failure to reimburse EU depositors represented a discriminatory treatment in relation to Icelandic depositors who were fully covered and thus did not suffer any loss as a result of the bank collapse"

Það er ekki furða þó þið sjallar hafi rústað landinu.  Það segi eg alveg eins og er.  Allavega er eg eigi hissa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 13:34

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ísland innleiddi tilskipunina um ábyrgðasjóðinn. Viðurkennt er af hálfu þeirra sem skrifuðu tilskipunina að ekki hafi verið gert ráð fyrir kerfishruni. Vanfjármögnun ábyrgðarsjóða er ekki séríslenskt vandamál þótt framkvæmdastjórnin og aðildarsinnar á Íslandi reyni að telja okkur trú um það.

Páll Vilhjálmsson, 28.7.2010 kl. 13:47

4 Smámynd: Agla

Kemur þessi frétt eins og þruma úr heiðskýru lofti?

Agla, 28.7.2010 kl. 13:49

5 identicon

Þarna má sjá svart á hvítu hvernig Evrópuskrímslið eftirsóknarverða virkar í raun.  Stórþjóðirnar traðka á litlu aumingjaríkjunum og blóðsjúga af hentugleika.  Þeirra er mátturinn og dýrðin. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 13:53

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"stems from the defective implementation of the Directive in Iceland. The capacity of the scheme was not proportionate in relation to the size and risks posed by the Icelandic banking sector."

Það hefur aldrei verið sýnt fram á þetta með haldbærum rökum, heldur aðeins verið fullyrt að svo sé. Staðreynd málsins er hinsvegar sú að TIF var byggður upp á nákvæmlega sama hátt og til dæmis FSCS, og þó var einn grundvallarmunur þar á: TIF var fjármagnaður með raunverulegum peningum, en sá breski aðeins með "inneignarnótum" frá bönkum. Viltu segja mér aftur, hvaða þjóð var með gallaðan innstæðutryggingasjóð? Rétta svarið er: þær allar. Þar með hljóta Bretar og Hollendingar að vera skaðabótaskyldir líka, að minnsta kosti hlutfallslega á við Íslendinga.

"In addition, the failure to reimburse EU depositors represented a discriminatory treatment in relation to Icelandic depositors who were fully covered and thus did not suffer any loss as a result of the bank collapse"

Síðast þegar ég gáði er Ísland fullvalda ríki, og því er ekkert í alþjóðlögum sem skyldar það til að gera þegna annara ríkja jafn réttháa og sína eigin. Sá sem mótmælir því er um leið að segja að Ísland sé ekki fullvalda ríki. Vísað hefur verið til EES-samningsins um áðurnefnda jafnræðisreglu, en á móti má halda því fram að neyðarréttur fullvalda þjóðríkja sé milliríkjasamningum yfirsterkari. Ef ESB túlkar það sem samningsbrot, þá verður svo að vera en á móti má benda á að yfirlýsing um ríkisábyrgð á innstæðum Íslendinga hefur aldrei verið lögfest og hefur því akkúrat ekkert lagalegt gildi.

Ómar Bjarki segir að búið sé að fara margoft yfir þetta, sem er kannski rétt, en það er hinsvegar ekki rétt að það hafi leitt til einhverrar afgerandi niðurstöðu. Eina leiðin til þess væri líklega að fara dómstólaleiðina.

"þið sjallar" ??? Ég frábið mér svona aðdróttanir ! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2010 kl. 14:04

7 identicon

Það hefur nú verið sérstakt áhugamál Samfylkingar og Steingríms að greiða þessar skuldir.  Sjallar hafa því miður ráðið litlu um þær tilraunir Ómar.

Því miður, því ekki hefði verið hægt að halda ver á málum en eins og hjá núverandi yfirvaldi.

Meira að segja stórfurstar Brussel viðurkenna að það er einungis pólitískt ofríki að ætlast til greiðslu íslensks almennings.  Klárlega, enda nokkuð augljóst mál fyrir alla nema þá þig Ómar og þína líka.

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 14:21

8 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Jæja Páll, við skulum vera þaklátir Ómari Bjarka og hans félögum fyrir að hafa sýnt þá elju að hafa farið yfir þetta mál eitthundraðþúsund eitthundrað og tólf sinnum, það er vissulega góð viðleitni. En betur má ef duga skal.

Stefän Fuler stækkunarstjóri sambandsins virðist nú  vera eitthvað óhress með málflutning sinna manna hér á landi, honum finnst vanta meira af staðreyndum í þeirra málflutning.

En hann ætlar víst að koma hingað á næstu mánuðum og leiðbeina sínum stuðningsmönnum og kenna þeim að notast við staðreyndir.

Það er nú þannig með lög, þau eru orðuð á ákveðin hátt. En skilningur á þeim er oft æði misjafn, þess vegna þarf oft lögfræðinga til að útskýra merkingu þeirra. Margir góðir lögfræðingar, innlendir og erlendir hafa sagt að við eigum ekki að borga. Svo eru vissulega margir sem halda fram hinu gagnstæða.

En þar sem ég er nú íslendingur þá finnst mér heppilega að vera sammála þeirri túlkun sem hentar þjóð minni best. Ef ég væri Breti eða hollendingur má vel vera að ég væri á annarri skoðun.

En ESB sinnar hafa aðra skoðun en ég. Þeir vilja frekar styðja ESB heldur en sína eigin þjóð.

Það er vissulega í lagi, en þeir mættu gjarna gleðja samherja sinn Stefan Füler og huga betur að staðreyndum.

Jón Ríkharðsson, 28.7.2010 kl. 14:35

9 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Fyrirgefðu aðeins Páll minn, mig langar aðeins að bæta hérna við og skoða það sem Ómar Bjarki sagði. Þessu er ekki beint til hans, enda trúir hann mér örugglega ekki því samkvæmt orðum Fülers þá eru ESB sinnar lítt uppteknir af staðreyndum.

Ég er ekki fróður í lögum, en í gegn um tíðina hefur sumt komist til skila í minn ómenntaða haus, þökk sé fróðum mönnum sem ég hef kynnst.

Gerendur í hruninu voru óábyrgir bankamenn og útrásarvíkingar, þeir frömdu glæpinn. Í lögfræði er gerður greinarminur á einstaklingum, hvort þeir eru gerendur, hilma yfir glæp osfrv.

Stjórnvöld og eftirlitsaðilar stálu engu og þau sýsluðu ekki á neinn hátt með þessa fjármuni. En vitað er að þessir aðilar hefðu átt að standa sig betur.

Nú hefur innbrotum fjölgað sökum ónógrar löggæslu. Varla er hægt að setja þá sem löggæslunni stjórna á Litla-Hraun fyrir innbrotin? 

Jón Ríkharðsson, 28.7.2010 kl. 14:49

10 identicon

Ómar Samspillingarspunatrúður hefur örugglega látið framhjá sér fara að EES samningurinn er lykillinn af bankaglæpaverkum og útrásarævintýrum. Aðeins einn óþverraflokkur ber alla ábyrgð á honum og er stoltur af.  Það var Samfylkingin þá í búningi Alþýðuflokksins sem færði okkur óþverrann, eins og hann vill gera í dag með ESB.  Á þeim bæ læra menn ekki af dapurri reynslu.  Það skal marsera úr öskunni í eldinn eins og alltaf þegar þeir eru annars vegar.  Leiðtogar hans eins og Ingibjörg Sólrún og Jón Baldvin Hannibalsson leyfa sér að hreykja sig af EES ofbeldisverkinu og það jafnvel eftir hrun, og afgreiddu enn einu sinni að Sjálfstæðismenn hefðu ekki verið til nokkurs gagns við að svíkja land og þjóð inn í gin ESB skrímslisins með EES samningnum með handónýtu regluverkinu sem var lykillinn að hruninu, sem þau eru svo stolt af. 

Herðubreið birti fyrir skömmu ræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti í febrúar 2003 og á enn mikið erindi við samtímann að sögn miðilsins.:

"En svo skall á frostaveturinn mikli með fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar árið 1991 og þessi krafa um endurnýjun í stjórnmálum varð hálft í hvoru úti. Ef frá eru taldar breytingar í efnahags- og atvinnulífi sem urðu vegna EES-samningsins, undir forystu Jóns Baldvins og Jóns Sigurðssonar, og einkavæðing ríkisbanka hefur harla lítið nýtt borið til tíðinda í íslenskum stjórnmálum á áratug Davíðs Oddssonar. En núna eru vorleysingar og það getur allt gerst.

Og snillingurinn Jón Baldvin Hannibalsson bætir um betur  skömmu eftir hrun eða 24.11.2008.:

"Sjálfstæðiflokkurinn hafði því ekkert frumkvæði að EES-samningnum og lét aldrei brjóta á sér í málinu. Þegar mestur styrr stóð um EES-samninginn fyrir kosningarnar 1991, fór Sjálfstæðisflokkurinn með löndum. Þeir óttuðust klofning. Það var ekki að ástæðulausu. Það var hörð andstaða við samninginn í landsbyggðararmi Sjálfstæðisflokksins allan tímann, þannig að það mátti vart tæpara standa að samningurinn hlyti meirihlutastuðning á þingi."

Alþingis - og lögmaðurinn Höskuldur Þórhallsson sagði í ræðu á Alþingi í Icesave umræði og í grein.:

"Auk þess var kveðið á um það í EES samningnum að bankarnir skyldu einkavæddir. Fjórfrelsið svokallaða gerir nefnilega þá kröfu að ríkisvaldið sé ekki í samkeppni við einkafyrirtæki á markaði."

Það er löngu kominn tími á að þjóðin opni augun fyrir hversu mikið glapræði og skaðræði var að ganga eins og fé til slátrunar í EES og ESB sláturhúsið og handónýtt regluverkið sem síðan var treyst á að væri sama snillin og allt annað sem kom frá ESB dýrðinni. Þökk sé mannvitsbrekkum Samfylkingarinnar hvernig komið er fyrir þjóðinni og ekki síst þeirra allra einföldustu sem reyna að kenna öðrum flokki en þeirra eigin um og hvað þá af hverju við breyttum ekki EES reglugerðarruslinu til að stöðva glæpagengið. Ætli skýri ekki best hvers vegna allt var gert af Samfylkingunni til að vernda glæpagengi útrásar og bankaglæpagengjanna þegar hún settist í hrunstjórnina til að stjórna því, með ótrúlegasta lið stjórnarsáttmála allra tíma og meðal annars lið um “alþjóðlega þjónustustarfsemi”.:

„Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi“.

Að kröfu Samfylkingar var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu „útrásarfyrirtækja“ svo þau færu ekki með sitt hafurtask annað.

Getur málið verið eitthvað skýrara hvernig flokkurinn gekk sérstaklega undir að greiða götu glæpagengisins og vernda þá fyrir öllum ljótu öflunum undir forystu Davíðs sem töldu að þeir færu ekki eftir leikreglum þjóðfélagsins, lagalegum hvað þá siðferðislegum?

 

 

 

 

Sælir eru einfaldir o.s.frv.

 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 14:52

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Það hefur aldrei verið sýnt fram á þetta með haldbærum rökum"

Jú, margoft td. af mér.

Nú, ef menn vilja eigi mark á mér taka - þá geta menn skoðað álit ESA.  Þeir fara yfir þetta lið fyrir lið og á skipulegan hátt.  EFTA dómssóll hefur nánast alltaf fallist á sjónarmið ESA.  Eða hverig ætlið þið og sjallar og indefenssnillingar að svara afarvel rökstuddu og undirbyggðu áliti esa?  Við því eru engin svör.

Einhverra hluta vegna þá fást menn ekki til að kynna sér evrópulög og td. dómafordæmi um skaðabótaábyrgð ríkja samkv. evrópulögum.  Skaðabótaábyrgðin er fyrst og fremst mótuð og ákvörðuð eftir dómafordæmum Evrópudómstólsins!  (kemur mörgum undarlega fyrir sjónir en þannig er það engu að síður)

EES hlýtir nákvæmlega sama regluverki heilt yfir!  Enda er aðild að EES 70-80% aðild að ESB!  Efta dómstóllinn hefur sömu línu varðandi skaðabótaábyrgð ríkja.  Og ísl. dómsstólar hafa samþykkt þetta.  þeir hafa viðurkennt skaðabótadóma EFTA og þar með lagt blessun sína yfir umrætt laga og reglugerðarverk.  (Icesavemalið er þó ólíkt að því leiti að það nær til mun fleiri einstalinga og hærri upphæðir eru undir í grunninn)

Vandamálið við þetta er,   að efnið  á sér ýmsar hliðar og hægt að nálgast frá ýmsum perspektífum og það hafa framsjallar nýtt sér og ruglað fram og til baka með þjóðina henni til stórskaða  (frægt varð td. spun sjalla kringum lögmannsstofuna ,,miskon de reyja" - það voru bara sjallar sem voru á bak við það að mestu.  Það er á almennu vitorði núna þó megi ekki segja það upphátt)

Í raun er þetta sáraeinfalt.  Það að sjóður eigi uppfyllir skyldur sínar og greiði aðilum að máli umræddar lágmarksbætur - og að maður tali nú ekki um eins og í íslands tilfelli, er milljón risamílur frá því markmiði! - þá er það í raun eins og kommissarinn segir að feillinn snýr þá óhjáhvæmilega að því að ,,defective implementation of the Directive in Iceland. The capacity of the scheme was not proportionate in relation to the size and risks posed by the Icelandic banking sector".  Og þetta bakar skaðabótaskyldu ríkja samkv. evrópulögum.  Mjög einfalt.  Það að uppfylla eigi ákv. direktífisins þýðir bara að dírektífið er eigi rétt implementerað!  = Skaðabótaábyrgð.  Þarf ekkert að hafa þetta flókið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 17:59

12 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

"Bara búið að fara HUNDRAÐÞÚSUND EITTHUNDRAÐ OG TÓLF SINNUM YFIR ÞETTA! "

og í hundrað þúsúnd eitthundrað og 12 sinnum kemur þú ekki með nein RÖK fyrir einhverju sem þú segir, það er ekki hægt að taka mark á manni sem kemur ekki með rök fyrir þessu !! Komdu með einhver rök fyrir þessu og þá er kannski hægt að hlusta á það sem þú segir ! 

Charles Geir Marinó Stout, 28.7.2010 kl. 18:54

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ómar Bjarki: enn og aftur: ég er hvorki í Sjálfstæðisflokknum né InDefence, þó ég geti reyndar alveg talist hlynntur málstað þeirra síðarnefndu.

Og í eitthundraðþúsundasta, eitthundraðasta og tólfta skipti, þá var engin eðlismunur á TIF og öðrum innstæðutryggingasjóðum í Evrópu. Íslenski sjóðurinn var ekki gallaður þó hann ætti ekki fyrir öllum innstæðum, því það sama gildir um alla sambærilega sjóði allsstaðar í Evrópu. Ef íslenska ríkið er skaðabótaskylt vegna þess, þá bera öll aðildarríkin samskonar ábyrgð, á nákvæmlega sömu forsendum. Skylda stjórnvalda samkvæmt dírektífinu takmarkast við það að stofna sjóðinn og tryggja að hann starfi eftir settum reglum, sem þau og gerðu. Í sama dírektífi er hinsvegar kveðið skýrt á um að fjárhagsleg ábyrgð hins opinbera á sjóðnum sé beinlínis bönnuð. Af hálfu Ríkisendurskoðunar hefur legið fyrir álit frá því löngu fyrir hrun sem gengur út frá þessu, enda er sjóðurinn sjálfseignarstofnun og fjármagnaður af bönkunum sjálfum. Ef það er einhver sem mismunar á grundvelli þjóðernis, þá er það ESB sjálft sem gerir aðrar kröfur til Íslands en hinna aðildarríkjanna.

Eitt er ég þó sammála Ómari um og það er að þetta þarf einmitt ekki að vera neitt flókið, ekki frekar en maður vill hafa það.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2010 kl. 19:22

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ok. hvernig ætlið þið að svara þessu?  Bara með einhverri þjóðernisrembu?

http://www.eftasurv.int/media/internal-market/LFN-Icesave.pdf

Það sem þarna er sagt hefur alltaf legið fyrir alla tíð og eg núna í hundraðþúsund og þrettánda skipti að segja mönnum!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 20:00

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar Bjarki, þú vísar þarna í flott og fínt plagg frá ESA, þar sem niðurlagsorðin eru að íslensk stjórnvöld þurfi að svara fyrir sig innan X langs frests, eigi sjónarmið þeirra að verða tekin gild.

Ef þú sjálfur (svona prívat) færð svona fyrirspurnarbréf frá skattinum, sem ætlar að leggja á þig auka milljón í skatt ef þú hefur ekkert við það að athuga, hvað gerir þú þá?

Borgar þú milljónina þegjandi og hljóðalaust, eða reynir þú að koma við vörnum til þess að þú sleppir við greiðsluna?

Ég myndi ekki kalla það neina sérstaka "rembu" af þinni hálfu þótt þú mótmæltir slíkri skattálagninu.

Kolbrún Hilmars, 28.7.2010 kl. 20:18

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í frsta lagi röng samlíking.  Hér er eigi um skatt að ræða heldur snýr umrætt að alþjóðlegum skuldbindingum er ísland er aðili að!  Epli - tunglið.

Í annan stað hef eg alla tíð sagt:  Skaðabótaábyrgð ríkja varðandi uppfyllingu ákvæða er varða lágmarkstryggingu til innstæðueigenda samkv. direktífi 94/19 er óumdeild og borðleggjandi laga og reglugerðalega séð.

Þá hafa sumir dregið upp 2-3 lagaséffa sem hafa komið með orðhengil einn all-mikinn og Njálulögspeki allrahanda - og þessu hefur verið haldið mikið á lofti og hampað hér á landi á.

þá mælti eg strax eða fljótlega eftir nokkuð ýtarlega sjálfstæða rannsókn mína á efninu og evrópskum laga og regluverkum eftir atvikum:  Obb bobb bobb, bíðum nú við!  

Slíkir orðhenglar munu eigi mega sin mikils hér.  þessi speki er aðeins krafs í yrfirborð en ekki farið að kjarna máls.  Siðan hef ég trekk í trekk, slag í slag, af mikilli þolinmæði og nærgætni, útskýrt fyrir fólki, lið fyrir lið og nákvæmlega afhverju engin leið væri að komast undan umræddri skuldbindingu.

Núna þarf eg þess eigi lengur, því út kom eitt álit ESA sem var samljóða því sem eg hafði sagt upp á punkt og prik!  Punkt og prik.  Allt rökstutt í bak og fyrir og undirbyggt með tilvísun í dómafordæmi og laga og regluverk.

Því segi eg:  Við þessu eru einfaldlega engin svör!

Og því segi ég ennfremur:  Hverju ætlið þér að svara áliti ESA?  Orðhenglaspeki sem höfð hefur verið uppi dugar eigi.  Það verður að finna upp eða koma auga á eitthvað alveg nýtt sem mér og ESA hefur yfirsést)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.7.2010 kl. 20:58

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, þér farið mikinn en okkar athugasemd snérist um vísun yðar í upphaflegu fyrirspurn ESA í samræmi við yðar eigin skrif.

Síðan þá hefur ESB sagt eitthvað allt annað en ESA, rétt eins og Páll var að nefna í pistlinum sínum.

Þér sjálfir verðið að segja til um hvar þér standið málefnalega; hvort er með ESA eða ESB.

Kolbrún Hilmars, 28.7.2010 kl. 21:26

18 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Ómar, tilskipun 94/14/EB inniheldur skýr ákvæði um að aðildarríki evrópska efnahagssvæðisins bera EKKI ábyrgð á bótagreiðslum innistæðutrygginganna !

Charles Geir Marinó Stout, 28.7.2010 kl. 21:58

19 identicon

Það er hrein snilld að einhver ómenntaður almúgamaðurinn Ómar telur sig hafa rannsakað Evrópulögin það vel að geta sagt færustu lagaprófessorum og tugum ef ekki hundruðum annarra löglærðra til um hvernig skal skilja alþjóðalög varðandi Icesave.  Eitthvað sem ma. ESB og ESA ber ekki einu sinni saman um hvernig skal túlka, þó svo að hingað til hafa þeir ekki farið í felur með að ætlast til af okkur að hlýða í einu og öllu hvað stórþjóðirnar segja, annars komust við ekki í ESB sæluríkið.  Engir lögspekingar sem eru ekki á launum Breta og Hollendinga hafa gert tilraun til að bakka upp bullið í þeim og Ómari umboðsmanni þeirra hérlendis. 

Samkvæmt EES löggjöfinni var ríkinu ekki heimilt að ábyrgjast tryggingarsjóðinn vegna samkeppnisreglna, eins og gefur að skilja.  Klárt og kvitt og flóknara er málið ekki.  Menn getað svo tuðað um eitthvað annað sem skiptir ekki neinu raunverulegu máli.  Núna eru Evrópusnillingarnir að endursmíða lögin sem þeir vita að eru handónýt eins og allir sem hafa kynnt sér málið.  Þetta veit umboðsmaðurinn Ómar eins og allir sem eitthvað hafa lesið sig til í fræðunum.  Hann veit líka að það er afar einföld ástæða fyrir því hvers vegna Bretar og hollendingar hafa harðneitað að láta reyna á málið fyrir dómstólum, þó svo að hann hefur reynt að ljúga því til að engir dómstólar gætu fjallað um málið.  Það hefur verið hrakið þúsundum skipta í rökræðum við lagasnillinginn af tugum manna.  Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hafa kvittað upp á lagafrumvarp sem segir ma. að Bretar og Hollendingar þurfi ekki að hlíta neinum dómsniðurstöðum sama hvaða dómstólar eiga í hlut.  Svo sannfærðir eru þeir um að málið er þeim gjörtapað.  Þetta veit lagasérfræðingurinn sjálfmenntaði Ómar eins og 98.2% þjóðarinnar sem sagði NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.  Allt vill Ómar gera til að þjóðin verði svikin í ESB með að gangast við ólögvarinni skuldarkröfu Breta og Hollendinga.  Sem betur fer vill 70% þjóðarinnar að nú þegar verði sagt STOPP með inngöngufarsann.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:52

20 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Já Stefan Füler á mikið verk fyrir höndum við að kenna ESB sinnum á staðreyndir. Mikið hefur verið fjallað um tilskipun 94/19. Hún gerir ekki ráð fyrir ríkisábyrgð, en ef ríki hafa ekki staðið rétt að stofnun sjóðsins getur komið til álita að það verði skaðabótaskylt. Ekkert hefur komið fram sem styður það að íslensk stjórnvöld hafi ekki staðið rétt að stofnun sjóðsins.

Ekki kannast ég við að Eva Joly og Alain Liepitz, en hann starfaði við endurskoðun á reglunum ef ég man rétt, stundi "Njálulögspeki". En Njáll þótti nú samt ágætur lögspekingur á sinni tíð, þannig að vel væri hægt að taka margt til fyrirmyndar hjá honum.

Það eru nefnilega mikið fleiri en 2-3 fræðimenn sem hafa bent á að okkur beri ekki að borga. Eins og tilvitnunin í Evu og Alain gefur til kynna þá eru nú ýmsir hliðhollir ESB í útlöndum sem vilja meina að við eigum ekki að borga.

En kannski Ómar breytist þegar Stefan hefur komið frá Brussel í staðreyndlakennslu íslenskum ESB sinnum til handa

Jón Ríkharðsson, 28.7.2010 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband