Ráðuneyti í þágu þjóðar en ekki auðmanna

Auðræði útrásarinnar smitaðist í króka og kima stjórnsýslunnar. Stjórnmálamenn beygðu sig og bugtuðu fyrir auðmönnum og embættismenn dignuðu í hnjám.  Auðmennirnir gengu á lagið og sóttu þjónustu til stjórnsýslunnar sem ekki á að veita. Það heitir þjófnaður þegar embættismenn leiðbeina auðmönnum framhjá lögum og reglum til að auðvelda einkavæðingu orkuauðlindanna.

Magma-málið er prófsteinn. Ef auðræðið blífur á kostnað þjóðarhagsmuna er endurreisnin fortöpuð.


mbl.is Vilja upplýsingar um samskipti ráðuneyta við Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Magma-málið er prófsteinn. Ef auðræðið blífur á kostnað þjóðarhagsmuna er endurreisnin fortöpuð."

Þetta er kjarni málsins. Þetta er sjálfstæðismál og þjóðernismál.

Lesið síðasta pistil Láru Hönnu á Eyjunni. Það er ekki bara spurning um HS Orku.

http://blog.eyjan.is/larahanna/2010/07/22/hver-axlar-abyrgdina/

Þetta er pólitískt mál, en ekki flokkspólitískt. 

einsi (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 18:49

2 identicon

Hvað ætli eigi að vera margir svona "prófsteinar"?

Gulli (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 19:32

3 identicon

Er Páll Vilhjálmsson búinn að fá sig fullsaddan af ESB rausi,  og farin að sjá skólafélagana úr háskólanum í réttu ljósi ?

Það eru bara aular að vinna í íslenskri stjórnsýslu !

Þetta þarf ekki háskólapróf til að sjá þetta , bara almenna skynsemi !

E.S.  Annars má Páll Vilhjálmsson fara að segja okkur hvaða hagsmuni hann á með kvótaeigendum og eigendafélagi bænda ?

JR (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 20:04

4 identicon

Hvað á JR við með "eigendafélag bænda"? Bændasamtök Íslands?

Baldur (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 23:38

5 Smámynd: Elle_

Stærri hluti þjóðarinnar vill ekki inn í Evrópu-stórríkið, JR.  Það eru ekki tengsl þarna í milli hjá hinum almenna manni og kvóta, svo þú mættir hætta að leggja menn í einelti.

Elle_, 22.7.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband