Fast gengi en hagkerfið rússíbani

Hér er hagkerfi sem evruaðdáendur á Íslandi hljóta að vegsama. Gengið er fast en allt annað í hagkerfinu tekur dýfu; íbúðaverð fellur um rúm 50 prósent á einu ári; atvinnuleysi fer úr fimm prósentum árið 2007 í 20 prósent í ár; verðbólga var 18 prósent fyrir tveim árum en nú er verðhjöðnun upp á fjögur prósent; hagvöxtur mældist 12 prósent á þriðja ársfjórðungi 2006 en hagkerfið dróst saman um 19 prósent á sama ársfjórðungi í fyrra.

Gengið er sem sagt fastbundið evru með þröngum vikmörkum upp eitt prósent. Morten Hansen tekur þessar tölur saman um hagkerfi Lettlands og veltir fyrir sér kostum fastgengis í samhengi við sveigjanleika.

Íslensku evruaðdáendurnir ættu kannski að reyna að útskýra nánar kosti þessi að festa sig í veruleika fastgengis evrunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ætti umræðan ekki að snúast um muninn á Lettlandi og Danmörku?  Bæði löndin eru með sjálfstæða mynt sem eru tengdar evru.

Að bera saman Ísland og Lettland er eins og að bera saman epli og appelsínur því hagstjórnarmistökin í báðum þessum ríkjum eru hreint út sagt mögnuð, en það er líklega það eina sem þessi ríki eiga sameiginlegt.

Vönduð hagstjórn er lykilatriði.

Fljótandi gengi er þeim ókosti búið að í langan tíma getur það refsað árangursríkum fyrirtækjum og einstaklingum og verðlaunað óarðbær fyrirtæki.

Fastgengi er réttlátara að því leiti að árangur og umbun fara betur saman.

Lúðvík Júlíusson, 23.7.2010 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband