Enginn trúir Jóhönnu Sig.

Atli Gíslason þingmaður Vg sagðist í hádegisfréttum RÚV undrandi á því hvernig iðnaðarráðuneytið handstýrði nefnd um erlendar fjárfestingar. Áður hefur komið fram hjá forstjóra Magma á Íslandi að hugmyndin um skúffufyrirtæki í Svíþjóð hafi verið rædd á fundi í iðnaðarráðuneytinu.

Samfylkingin hefur stjórnað iðnaðarráðuneytinu frá árinu 2007, fyrst Össur Skarphéðinsson og síðan Katrín Júlíusdóttir. Á þessum tíma hefur hver snúningurinn á fætur öðrum verið tekinn á orkuauðlindum þjóðarinnar. Magma-málið er með langa og ljóta fortíð.

Þegar Jóhanna Sig. segir ekki hafa verið farið á svig við lög í Magma-málinu lýgur hún blákalt.


mbl.is Ekki farið á svig við lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna hefur sagt svo oft ósatt að fæstir af skynsömu fólki trúir nokkru af því sem hún segir.

Annars er þetta grátlegt.  Það hefur mikið verið rætt hvernig þetta mál er líklega löglegt, þó það sé andstætt meginlöggjöfinni.

Samfylkingin vill gjarnan auka skattbyrðar og minnka frelsi litla mannsins, en finnst voða gott að dekra auðmennina.  Alltaf sama sagan.

Alveg er þetta eins í Skandinavíunni.  Sósíaldemókratar standa fyrir þetta um víða veröld.  Merkilegt en satt.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 13:13

2 identicon

Sagði hann ekki viðskiptaráðuneytið? Þó söm sé gjörðin.

María Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 14:18

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég þekki svona fólk. Það kann ekki að segja satt.  En ef þetta er strategían við að koma okkur í ESB, þá þarf samfylkingin að ráða nýja spunameistara.  Ef hrunstjórnin var vanhæf, þá er þessi stjórn óhæf, enda 3 af 5 ráðherrum samfylkingar þeir sömu!!!  Þvílíkt mannval!! Ég segi nú ekki annað.  Og Katrín greyið sett í ráðuneyti sem hún ræður ekki við og með fatahönnuð til ráðuneytis. Afhverju sér þetta kvenfólk ekki sóma sinn í að viðurkenna að það ráði bara ekki við verkefnin. Bara sorrý, kann ekki , get ekki

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.7.2010 kl. 14:33

4 identicon

"Ég get ekki séð -nema annað komi í ljós, að það hafi ekki verið farið á svig við lögin"???????????????

Var farið "á svig við lögin"

Er eitthvað að ?????

Þurfum við að aðendurmennta fjölmiðlafólk

Agla (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 14:36

5 identicon

Raðlygar Samfylkingarinnar eru bráðsmitandi eins og hefur mátt sjá á Steingrími J. og félögum í hans liði.  Össur Skarphéðinsson, fyrsti formaður Samfylkingarinnar, gjörsamlega tapaði sér yfir því 2007 að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og viðskiptamafíu hans væru ekki afhentar eigur Orkuveitu Reykjavíkur með fyrirhugaðri „sameiningu“ Geysir Green Energy og REI. Samfylkingin þáði ofurstyrki (mútur) frá Baugi eins og allir ættu að vita, sem og að því félagi stjórnuðu vægast sagt vafasamir pappírar  sem hlotið höfðu dóma fyrir efnahagsbrot og ekkert lát virðist á að fleiri bætist í náinni framtíð.   Samfylkingin sér um sína.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 14:45

6 identicon

Það voru Sjálfstæðismenn á Reykjanesi og Sjálfstæðismenn í Reykjavík sem tóku ákvörðun um sölu HS til Magma. Þeirra er heiðurinn.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband