Ríkisvald í þágu auðmanna gegn þjóðinni

Iðnaðarráðuneyti á ábyrgð Samfylkingar leiðbeinir Magma að svindla sér framhjá lögum til að komast yfir auðlindir í almannaeigu. Ríkisstjórn sem vinnur meðvitað og yfirlýst gegn almannahagsmunum fær ekki staðist. Magma-málið er samfelld hryllingssaga þar sem koma við sögu siðlausir útrásarauðmenn, kanadískur braskari sem lofar 1000% hagnaði, íslenskir meðhlauparar og spilltir stjórnmálamenn.

Furðufréttir um að Magma ætli í hlutafjárútboð til að fjármagna kaupin hér á landi, að kanadískur eigandi hafi lánað fyrirtækinu milljarða og að fyrirtækið leiti á íslenska lífeyrissjóði um fjármagn staðfesta braskaraeðli málsins.

Íslenskur almenningur mun blæða fyrir braskvæðingu stjórnarráðsins.


mbl.is Ekki boðlegir stjórnsýsluhættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staðan er með ólíkindum.  En ekki ótrúleg. Hafa ber í huga að brotamenn Hrunsins ganga allir lausir og það eru nákvæmlega sama fólkið að grunni til við stjórnvölinn og áður; enda afneitun þessara aðila fullkomin. Valdahrokinn, siðblindan, græðgin, samtryggingin og yfirgangurinn er hinn sami og áður. Undirritun ríkisstjórnarinnar við AGS þar sem hún lofar einkavæðingu auðlinda er eitt sjúkdómseinkennið. Ég vona nú að borgarararnir fari nú að átta sig á þessu og bregðist við með viðeigandi hætti. Við lifum jú í lýðræðisríki, eða er það ekki annars ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband