Magma er innflutt útrás

Magma er framhald af útrásargeggjun sem fólst í að auðmenn gerðu bandalag við spillta stjórnmálamenn um aðgang að orkuauðlindum. REI/Geysir Green sameiningin fyrir tilstilli auðmanna eins og Jóns Ásgeirs og Hannesar Smára og stjórnmálamanna á borð við Björns Inga Hrafnssonar þáverandi borgarfulltrúa náði ekki fram að ganga. 

Magma er skilgetið afkvæmi græðgisvæðingarinnar. Ásgeir Margeirsson forstjóri Magma var meðhlaupari Jóns Ásgeirs og Hannesar Smára. Árni Magnússon, áður ráðherra Framsóknarflokksins og síðar auðlindabraskari  í Glitni/Íslandsbanka er enn á vettvangi þótt leynt fari. Kanadíski braskarinn sem íslensku gæðingarnir hafa bundið trúss sitt við er enn annar þáttur í sama leikriti.

Samfylkingin hefur tekið að sér að halda lífinu í þessum framhaldsharmleik þar sem tekist er á um auðlindar þjóðarinnar. Samfylkingin sýnir eins og jafna samstöðu með auðmönnum.


mbl.is Íslensk lög einungis útskýrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Er það hlutverk alþingisnefndar að "útskýra" og "útista" íslensk lög fyrir fulltrúm kanadísks orkufyrirtækis? Málið snýst ekki bara um hvort einkaaðilar eigi að eiga orkufyrirtæki heldur hvort fara eigi eftir lögum eða hvort eigi að "beygja" þau. Samfylkingin heldur áfram að troða marvaðann frá 2007. Bravó.

Guðmundur St Ragnarsson, 12.7.2010 kl. 23:02

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þegar Magma eignaðist hlut OR í HS-Orku, seint síðasta sumar, eða haust, þá var það ákveðið á þingflokksfundi Vinstri grænna, að formaður flokksins, hlutaðist til um að lögum um erlenda fjárfestingu, verði breytt.

 Það mun hann hafa gert, en við litla hrifningu samstarfsflokksins í ríkisstjórn.

 Orð Gylfa Magnússonar og Katrínar Júl. , fyrr í dag um að þau vilji breyta þessum lögum, ber að skoða sem hvert annað orðagjálfur um hlut sem aldrei verður.  Það vissu allir hvað var á leiðinni að gerast sl. haust.  Vinstri grænir vildu gera sitt til að koma í veg fyrir það, en Samfylkingin tók afstöðu með auðmönnunum í stað þjóðar sinnar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 12.7.2010 kl. 23:15

3 Smámynd: Björn Emilsson

Eiknkennilega fáar, eða engar athugasemdir hafa verið gerðar við bankareikning Jóns Ásgeirs í Kanada sem hann notaði til að greiða upp íbúðir sínar í New York. Skyldi þó aldrei vera að einhver tenging sé þarna við Magma málið?

Björn Emilsson, 13.7.2010 kl. 02:00

4 identicon

Sveitarstjórnarmenn í Sjálfstæðisflokki á Reykjanesi og í Reykjavík seldu HS til Magma Energy. Til hamingju Páll!

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.7.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband