Tveir kostir Samfylkingar

Fréttir frá Evrópusambandinu næstu árin verða slæmar og lítt til þess fallnar að auka áhuga Íslendinga á inngöngu. Innanlands eru aðstæður þær að krónan vinnur sína vinnu í þágu þjóðar, dreifir byrðum og  bætir samkeppnishæfi stóru gjaldeyrisgreinanna, sjávarútvegs og ferðaþjónustu. Eftir hrun útrásarinnar er almenningur ekki ginnkeyptur fyrir ævintýramennsku í útlöndum, hvorki fjármálalegri né pólitískri.

Öll vötn falla til Dýrafjarðar, afsakið, Straumsvíkur; erlend þróun, samfélagskraftar innanlands og umræðan salla niður rökin fyrir aðild að Evrópusambandinu. Kringumstæðurnar speglast í stjórnmálaflokkunum, þar stendur Samfylkingin ein með umsóknina.

Samfylkingin á enn þess kost að draga rökrétta niðurstöðu af stöðu mála og hafa frumkvæðið að því að draga umsóknina um aðild til baka. Samfylkingin getur áfram barist fyrir aðild að Evrópusambandinu og færi svo að aðrir flokkar tækju undir og traustur meirihluti myndaðist fyrir umsókn á alþingi yrði sótt um á ný. Velji flokkurinn þennan kost er raunhæft að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fái meiri starfsfrið í haust og vetur og þar með nýtt tækifæri til að sanna sig.

Hinn kostur Samfylkingarinnar er að berjast um hæl og hnakka, halda umsókninni til streitu og verða hornkerling íslenskra stjórnmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En hvernig stod kronan sig tegar hun var alltof sterk?

Sleggjan og Hvellurinn, 29.6.2010 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband