Samfylking þarf nýja þjóð

Samfylkingin var útrásarúlfur í sósíaldemókratískri gæru og stóð hrunvaktina með alkunnum ósóma. Þegar fjármálaútrásinni lauk með hruni stökk flokkurinn til og efndi pólitískrar útrásar með umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin er flokkur hugsjónalausra valdatækna.

Sigmundur Ernir var dyggur þjónn auðmannafjölmiðla og tók sem slíkur þátt í flatneskju og andlegri eymd útrásarinnar. Auðvitað fór hann í framboð fyrir Samfylkinguna þegar tækifæri gafst til enda hitti hann þar fyrir sína tegund fólks.

Samfylkingin er að liðast í sundur vegna þess að hún á sér völdin ein sem samnefnara. Foringi Samfylkingarinnar í Reykjavík fékk háðsglósur félaga sinna daginn eftir kosningarnar og kröfur um afsögn enda stórtapaði flokkurinn. En þegar Dagur B. lét sér til hugar koma að gera fíflaframboðið að valdahækju sinni snarbreyttist viðhorf félaganna. Þegar völd eru annars vegar helgar tilgangurinn meðalið hjá samfylkingarmönnum.

Valdatæknifólkið í Samfylkingunni þarf að finna sér nýja þjóð til að ljúga sig inná. Íslendingar átta sig æ betur á hverslags lið þetta er - Gallupkönnun í kvöld gaf flokknum 20 prósent.

 

 


mbl.is Samfylking finni nýja forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Tími samfó með Jóhönnu í forsætisembættinu leið á augarbraggði á augarbragggaði

Sigurður Haraldsson, 2.6.2010 kl. 00:20

2 identicon

Ef  Ingibjörg hefði staut, en ekki holu, þá væri hiklaust sagt einhversstaðar um þessar mundir að hún hefði tekið tekið samfylkinguna rækilega í raxxgatið.

Robert (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 00:39

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta var góð lausn!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.6.2010 kl. 10:50

4 identicon

Samfylkingin hefur bara eina stefna og það er að vera í ríkisstjórn.

Samfylkingin er þar að auki gengin inn í ESB.

Límið sem hélt Samfylkingunni saman er hatur á Davíð Oddssyni.

Slagorð Samfylkingarinnar er; "Samfylkingin sér um sína" - enda er flokkurinn stærsta vinnumiðlun landsins.

Bæjarstjórnarkosningarnar sýndu og sönnuðu að fólk er orðið þreytt á pólitískum rétttrúnaði vinstrimanna sem byggir á öfgafemínisma og öfgaumhverfisvernd.

Ef Dagur Bergþóruson Eggertsson lætur trúð draga sig á asnaeyrnum, mun það þýða endalok hans sem stjórnmálamanns sem mun draga flokkinn hans til glötunar.

Ekki gott veganesti fyrir stjórnarflokkana þetta.

Sigfinnur S. Ófeigsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband