80 prósent vilja utanþingsstjórn

Ályktunin sem má draga af spurningu Gallup er að átta af hverjum tíu vilja utanþingsstjórn. Það stemmir ágætlega við ófarir stjórnmálastéttarinnar í kosningunum um helgina. Út með stjórnmálamennina og inn með aðra - bara einhverja s.s. grínista.

Stjórnmál á Íslandi eru í virkilega djúpum skít.


mbl.is Meirihluti vill utanþingsráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Stjórmálastéttin "  er í sama skít og fjölmiðlastéttin, endurskoðendastéttin,  háskólaprófessorastéttin, bílstjórastéttin og svo þjóðin sjálf.

Lýðskrum að halda því fram að það eitt að handvelja menn sem ekki eiga sæti á alþingi geri stjórmáln betri.  Auðvitað kom þessi niðurstaða ekkert á óvart því það hefur verið klifað á þessu af "fjölmiðlastéttinni" og öðrum bullukollum mánuðum saman. 

Fulltrúasamkoma verður aldrei betri en þeir sem kjósa til hennar .

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 22:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Meirihluti landsmanna vill virða stjórnarskrána en samkvæmt henni er verið að brjóta lög með því að ráðherrar séu einnig kjörnir þingmenn, SJÁ GAMALT BLOGG UM ÞETTA HÉR!!!!!

Jóhann Elíasson, 1.6.2010 kl. 22:17

3 identicon

Ég er ekki fyllilega sammála þessari túlkun.  Fólk virðist vilja fagráðherra, þ.e. framkvæmdavald sem samanstendur af einstaklingum sem ekki eru kjörnir fulltrúar.

Utanþingsstjórn felur í sér að vald alþingis, löggjafarvaldsins, væri skert.  Það tel ég að færri myndu vilja.  Það virðist hinsvegar vera vilji til að aðskilja löggjafarvald og framkvæmdavald.

Sú hugmynd hefur komið upp áður og felur til að mynda í sér, að fulltrúar framkvæmdavalds séu vinnuhjú löggjafarvaldsins án atkvæðisréttar, eins og viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra eru nú.

Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 22:31

4 identicon

Páll Vilhjálmsson kemur ekkert á óvart, vill misskilja alla hluti !

JR (IP-tala skráð) 1.6.2010 kl. 22:45

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kristján, þrískipting valdsins hefur einmitt að leiðarljósi að þessi þrjú völd veiti hvert öðru aðhald en það sem hefur verið að gerast hér á landi er að framkvæmdavaldið hefur verið að seilast inn á valdsvið löggjafarvaldsins og dómsvaldsins með þeim afleiðingum sem við höfum séð.

Jóhann Elíasson, 1.6.2010 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband