ESB eyðileggur 17. júní, Samfylking sátt

Á vettvangi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar var lögð fram bókun í dag þar sem þorri viðstaddra studdi: 

Þeirri ósk er beint til ríkisstjórnar Íslands að sjá til þess að skugga verði ekki varpað á hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Íslendinga með því að að ákveðið verði að hefja aðildarviðræður á milli Íslands og Evrópusambandsins á þeim degi.  Hér er um viðkvæmt deilumál að ræða og minna má á að meirihluti þjóðarinnar hefur lýst sig andvígan aðild að sambandinu.

Einn nefndarmanna, fulltrúi Samfylkingar, mótmælti:

 Lögð fram eftirfarandi bókun Oddnýju Sturludóttur, Samfylkingu:
ÍTR er fáránlegur vettvangur til að ræða utanríkismál, hvað þá hvenær ESB heldur fundi sína. 17. júní á að vera dagur barnanna í borginni - ekki andstæðra fylkinga í Evrópumálum.

Samfylkingunni finnst allt í lagi að ESB ryðjist inn á 17. júní hátíðarhöld með yfirlýsingu um að sambandið ætli að taka upp viðræður þvert á margítrekaða andstöðu þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ætli þetta sé markmið íslenzkra Evrópusambandssinna? Að gera 17. júní að einhverri barnahátíð takist þeim að troða Íslandi inn í Evrópusambandið? Það er a.m.k. ljóst að engin ástæða væri eftirleiðis til þess að fagna sjálfstæðinu ef því yrði fórnað á altari sambandsins og hinnar handónýtu evru.

Hjörtur J. Guðmundsson, 22.5.2010 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband