Veðsettur bæjarstjóri Reykjanesbæjar

Á milli manna suður með sjó gengur veðbókarvottorð einbýlishúss Árna Sigfússonar bæjarstjóra. Á húseigninni hvílir lán með höfuðstól upp á 100 milljónir króna sem er meira en tvöfalt virði eignarinnar. Þeir sem eiga þetta lán eru með hreðjatak á bæjarstjóranum.

Árni Sigfússon braskaði og tapaði og stendur í þeirri trú að það komi engum við nema honum sjálfum.

Bæjarstjórinn virðist ekki átta sig á að það er samhengi á milli fjármálalegrar stöðu stjórnmálamanna og hæfi þeirra til að gegna opinberum trúnaðarstöðum.

Það er þekkt að menn sé blindir á eigin sök. En hvað eru sjálfstæðismenn suður með sjó að hugsa?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Finnbogason

Hann er þá amk einn af okkur, ólíkt hvíthærðu blaðurhænunni og honum Steingelda fjármálaráðherra sem lifa í eigin hugarheimi!

Björn Finnbogason, 21.5.2010 kl. 17:59

2 identicon

 Björn fullyrðir að Árni sé einn af oss.

Af hverju er hann einn af oss?

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 18:11

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Auðvitað er samhengi milli fjárhagslegrar stöðu stjórnmálamanna og hæfi þeirra.  Þessi glórulausu "myntkörfu" lán hafa að öllu öðru óbreyttu, vanhæft meginþorra Íslendinga sem eiga fasteign til eigin búsetu, og verður varla  hægt að flokkast undir brask, frekar heimsku og trúgirni. (tengja íbúðalán við erlendan gjaldmiðil á meðan tekjuflæði er í íslenskri kartöflu)

Er ekki hægt að "follow that money", eða er bæjarstjórinn fórnarlamb 100% húsnæðis-myntkörfuláns?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.5.2010 kl. 18:20

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Veðið á húsi Árna er ekki vegna þess að hann var að kaupa/byggja húsið heldur stundaði hann brask.

Páll Vilhjálmsson, 21.5.2010 kl. 18:39

5 Smámynd: TómasHa

Eru það fréttir að einstaklingur skuldi meira en verðmæti eignarinnar sem er að veði? Hvað ætli margir stjórnmálamenn séu í þeim sporum í dag?

Þetta segir einfaldlega ekki neitt.

TómasHa, 21.5.2010 kl. 18:45

6 identicon

TómasHa, lestu áður en þú skrifar. Páll er búinn að segja tvisvar að Árni Sigfússon var í braski. En vissulega ekki eini stjórnmálamaðurinn, eins og þú minnir okkur á. Hefur þú nokkuð heyrt getið um "vafninga"?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 19:05

7 Smámynd: TómasHa

Reyndar var Páll bara búinn að svara einu sinni þegar ég svaraði þessu,ég var byrjaður að lesa og skrifa þegar hann skrifaði seinni færsluna.

Segjum tveir Haukur varðandi lesturinn. Hvar hafna ég því að Árni hafi verið í braski? Ég hef bara ekki hugmynd hvað hann notaði peninginn í og finnst það bara ekki skipta einu einasta máli.

Spurningin og fréttin hlýtur að liggja í því hvort Árni sé borgunarmaður eður ei.

TómasHa, 21.5.2010 kl. 19:13

8 identicon

Í hvers konar braski var Árni ? Greinargóð lýsing óskast.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 19:29

9 identicon

Sælir.

Það er með ólíkindum að setja fram svona fullyrðingar án alls rökstuðnings og titla sig ofan á það allt saman "blaðamann". Er það svona sem þú skrifar og rökstyður fréttirnar þínar Páll. Vinsamlegast gefðu upp á hvaða fjölmiðli þú matreiðir fréttir.

Tek framm að ég hef ENGA hugmynd um fjármál Árna en þætti gott að vita um hans mál þar sem hann er núna Bæjarstjóri í því byggðalagi sem ég bý í og í frammboði í komandi Bæjarstjórnakosningum.

Kveðja

Druslari

druslari (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 20:06

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ef þetta er raunin, (braskið)  þá flokkast Árni á bekk með Þorgerði Gunnarsdóttur og Tryggva H, (settum útrásarvíkingi), eða er ekki grundvallarkrafa til þeirra sem stýra "skattpeningum" íbúanna, að þeir kunni eigin fótum forráð?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.5.2010 kl. 21:23

11 identicon

Er þetta ekki lýsandi fyrir Bloggheim. Órökstuddar fullyrðingar lauslega byggðar á staðreyndum, reyndar ýktum þar sem þetta veðbókarvottorð er uppá 70 milljónir ( allavega þegar fréttir fóru af þessu hef ekki séð það uppfært). Það var líka allt í skilum, en það skiptir líklega "Blaðamann" engu máli. Mega stjórnmálamenn skulda pening? Ef svo er hvar eru mörkin? 20 milljónir? 50 Milljónir? 80% af eignarvirði? 200%? Hver eru mörkin og hver ákveður þau? Fer þetta ekki eftir störfum manna og enn sem komið er hef ég ekki séð neitt sem bendlar Árna við nokkuð misjafnt. Kannski "Blaðamaður" geti komið með eitthvað.

Það er vitað mál hér á Suðurnesjum að Árni byggði sér hús fyrir nokkrum árum. Ég gef mér að hann hafi ekki greitt það útí hönd frekar en nokkur annar Íslendingur.

Þá stendur eftir hvað hefur "Blaðamaður" fyrir sér að Árni hafi verið í braski? Væri ekki ráð að það kæmi fram? Hverjir eru eigendur lánsins og hvað hafa þeir á Árna sem gæti gert hann vanhæfan í starfi?

Þá stendur eftir sú spurning, spyr sá sem ekki veit, er Páll Vilhjálmsson starfandi blaðamaður eða kýs hann að kalla sig það eftir eigin geðþótta? Ef hann er starfandi er það þá á Fréttablaðinu (jón Ásgeir), Mogganum (Davíð Oddsson) eða DV (orð um það rit eru óþörf held ég).

Jóhann (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 22:30

12 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég á bíl, sem ég keypti á 4,1 milljón og greiddi 600.000 inn á við kaupin og tók 3,5 milljónir að láni, sem nú eru 7 milljónir! Bíllinn er hugsanlega 4 milljóna virði!

Svona er farið með um 40-50.000 Íslendinga!

Skammastu þín fyrir svona skítkast! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 21.5.2010 kl. 22:59

13 identicon

Ég verandi suðurnesjamanneskja skil EKKI með nokkru móti hvaða I Love Árni sindrom er í gangi. Maðurinn er eins og oft vill vera með Sjálfstæðismenn að drepast úr græðgi, skítt með bæjarfélagið!! Þar er hann búinn að klúðra öllu sem klúðrandi er, og gott betur! Mest langar mig að vinka honum og segja BLESS, og þótt fyrr hefði verið!!!

Erna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 23:00

14 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Guðbjörn sér ekki skóginn fyrir trjám enda aðildarsinni.

Páll Vilhjálmsson, 21.5.2010 kl. 23:02

15 identicon

Sæl öll aftur

Það er grátbroslegt að sjá hvaða innleggjum páll "blaðamaður" velur að svara. (Ég skrifaði páll með littlumstaf viljandi).

Hvað með að svara spurningum hér? Á hvaða miðli starfar þú? Hvað hefur þú sem styður þínar fullyrðingar um brask Árna bæjarstjóra?

Einn sem bíður, því svona mál verður að leiða til lykta FYRIR kosningar.

Kveðja

Druslari, Reykjanesbúi

P.s ef það fer fyrir brjóstið á þér eða einhverjum öðrum að ég skrifa undir nafninu Druslari þá sendið mér línu og ég útskýri.

druslari (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 23:32

16 identicon

Í alvöru hvernig nennir fólk að vera með svona diss,  maðurinn er kannski með myntkörfulán eins og margir aðrir, og hvað kemur okkur það við.

Og Árni er ekki búinn að klúðra öllu sem klúðrandi er, stór orð notuð þar, og ég hef ekki séð neitt annað en hann sé að reyna að halda því sem hægt er á floti í hér!

Ég er ekki sjálfstæðismanneskja en ég treysti þessum manni best til þess að stjórna þessu bæjarfélagi, ekki margt í boði hjá öðrum flokkum.

Gunna (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 23:51

17 Smámynd: TómasHa

Fyndið, Guðbjörn kemur með gott dæmi sem sýnir hvað þessi færsla er mikil della og eina svarið er að hann sé Evrópusinni. Þetta sýnir bara hvað þetta er mikil rugl færsla.

TómasHa, 22.5.2010 kl. 00:36

18 identicon

Páll !

Þessi pistill er þér til háborinnar skammar ! Að baki svona skrifum getur ekki legið minnsta hugsun.

Hlífðu okkur hinum við svona skítkasti.

Gunnar.

Gunnar Ellert Geirsson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 00:47

19 identicon

Þetta er nú meiri lágkúran hjá þér Páll. Fullyrðingar þínar um hluti sem þú veist ekkert um segja meira um það hvers konar "blaðamaður" þú ert, en hvers konar bæjarstjóri Árni Sigfússon er.

Hvernig getur þú fullyrt að Árni hafi verið að braska? Hvað veist þú um það? Það vita það allir sem búa hér suður með sjó að Árni byggði sér nýtt hús og sat um tíma uppi með gamla húsið óselt. Hafi hann tekið hóflegt erlent lán upp á 35 milljónir króna á þeim tíma til að brúa bilið, t.d. í japönskum yenum, þá er það lán í dag rúmlega 100 milljónir. Þetta er veruleiki sem blasir því miður við mjög mörgum í dag. Ég veit hins vegar fyrir víst að lán Árna er í fullum skilum. Ég get því ekki séð hvernig það á að valda vanhæfi Árna að vera í sömu stöðu og þúsundir Íslendinga - að skulda meira í húsinu sínu en virði þess.

Ég er hins vegar í meiri vafa um hæfi þitt sem blaðamaður. Ef marka má það sem þú kýst að svara hér að ofan þá ert þú augljóslega blindur á eigið ágæti. Við sjálfstæðismenn hér suður með sjó erum alveg klárir á því hvað við erum að hugsa. Við viljum Árna áfram í stóli bæjarstjóra!

Garðar K. Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 00:54

20 identicon

Sælir

Ég er enn að bíða eftir svari frá "blaðamanninum" um hvar hann starfar og hvað hann hefur fyrir sér í málinu.

Ef ekkert kemur frá honum þá dæmist hann ómerkur.

Kveðja

Druslari 

druslari (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 01:18

21 identicon

Blaðamaðurinn "pall"

 Þorir ekki að svara.

Druslari (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 03:31

22 Smámynd: Steinarr Kr.

Aumt nýðskot fullt af dylgjum skreytt með örlitlum sannleika.  Sent út korteri fyrir kosningar.  Er hægt að leggjast neðar?

Steinarr Kr. , 22.5.2010 kl. 09:28

23 identicon

Kemur greinilega við kauninn á einhverjum.

Fyrst Sjálfstæðismenn eru svona stoltir af Árna, hvers vegna er það bara Böðvar Jónsson sem treystir sér að vera áfram á lista þeirra?

Kannski veit Garðar K. Vilhjálmsson eitthvað um málið.

Jóhann (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 11:05

24 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þetta er myntkörfulán þurfa Árni og kjósendur hans ekki að örvænta, því slík lán eru ólögleg og verða líklega dæmd sem slík.

En er Björgvin G. Sigurðsson ennþá með sitt eða var búið að afskrifa það?

Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2010 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband