Ísland flýtur, ESB sekkur

Evrópusambandið sem Samfylkingin sótt um aðild að í fyrra er ekki lengur í boði. Fjármálakreppan mun breyta ESB varanlega. Í meginatriðum stendur Evrópusambandið frammi fyrir tveim kostum. Annars vegar að viðurkenna ofmetnað sambandssinna og rifa seglin með því að slá af evruna og hverfa frá samrunaþróun álfunnar. Hins vegar að verja evruna með því að auka miðstýringu á efnahagslífi aðildarþjóðanna.

Nær öruggt er að Evrópusambandið mun taka seinni kostinn, auka miðstýringuna og gefa framkvæmdastjórninni í Brussel auknar valdheimildir til afskipta af innanríkismálum aðildarþjóða.

Vandamálapakki ESB er risastór og vandséð hvernig álfan kemst út úr erfiðleikunum án verulegra umbrota. 

Ísland á að nýta sér fjarlægðina, eiga góð samskipti við Evrópusambandið en afþakka aðild.

Drögum umsóknina tilbaka.


mbl.is Grænt ljós gefið 17. júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

HEYR!!

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2010 kl. 12:24

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þó fyrr hefði verið ! ! ! !

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.5.2010 kl. 14:07

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Að ganga í Evrópusambandið er eins og að stökkva um borð í skip sem er að sökkva.

Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2010 kl. 14:33

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem mun gerast er að þeir sem stefna að völdum í Evrópu nota aðsteðjandi vandamál til að réttlæta það að þeir taki til sín enn meiri völd. Með því mun höggvið enn frekar að fullveldi ríkjanna í álfunni, og stefnan tekin á sameinað stórríki Evrópu, þar sem Ísland yrði ekkert nema lítill útnárahreppur. Ef það hefur einhverntíma verið ástæða til að efast um ágæti aðildar þá er það nú.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.5.2010 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband