Ráðherrar sem hóta þjóðaratkvæði

Í Silfri Egils helgina sem þjóðin hafnaði Icesave-frumvarpi ríkisstjórnarinnar hótaði Jóhanna Sigurðardóttir að hún ætlaði að setja kvótakerfi sjávarútvegsins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ráðherrar hóta þjóðaratkvæði í umdeildum málum er vert að staldra við.

Við þingkosningar greiðir þjóðin atkvæði um hvaða fulltrúar skuli á alþingi. Verkefni þingmanna er að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Meirihlutastjórn vinnur samkvæmt venju að framgangi mála enda með styrk til þess.

Þegar ráðherrar hóta að fara með mál í þjóðaratkvæði eru þeir í reynd að viðurkenna að ríkisstjórnin hafi ekki afl til að koma málum sínum fram.

Hvers vegna situr ríkisstjórnin enn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband